Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Þú getur verið vinur Jehóva
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
    • 5. Það sem Jehóva biður vini sína um

      Við væntum yfirleitt einhvers af vinum okkar.

      • Hvernig vilt þú að vinir þínir komi fram við þig?

      Lesið 1. Jóhannesarbréf 5:3 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Hvers ætlast Jehóva til af vinum sínum?

      Við getum þurft að breyta skapgerð okkar og hegðun til að hlýða Jehóva. Lesið Jesaja 48:17, 18 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Hvers vegna biður Jehóva vini sína um að gera breytingar?

      Smiður réttir vinnufélaga öryggishjálm.

      Góður vinur minnir okkur á það sem er okkur til gagns og verndar. Jehóva gerir það sama fyrir vini sína.

  • Þú getur verið vinur Jehóva
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Skírn er verðugt markmið
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
    • Þú getur búið þig undir skírn með því að kynnast Jehóva og byggja upp trú á hann. (Lestu Hebreabréfið 11:6.) Þú elskar Jehóva heitar eftir því sem þekking þín eykst og trúin styrkist. Þá langar þig án efa til að segja öðrum frá honum og lifa í samræmi við meginreglur hans. (2. Tímóteusarbréf 4:2; 1. Jóhannesarbréf 5:3) Þann sem lifir „eins og Jehóva er samboðið til að þóknast honum í einu og öllu“ langar líklega til að vígja sig honum og láta skírast. – Kólossubréfið 1:9, 10.a

  • Skírn er verðugt markmið
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
    • a Sá sem hefur verið skírður í annarri trú þarf að láta skírast aftur. Hvers vegna? Vegna þess að sú trú kenndi ekki sannleika Biblíunnar. – Sjá Postulasöguna 19:1–5 og kafla 13 í bókinni.

  • Sýndu að þú kunnir að meta það sem Jehóva og Jesús hafa gert fyrir þig
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
    • Ímyndaðu þér að einhver hafi bjargað þér frá drukknun. Myndirðu gleyma því sem hann gerði fyrir þig? Eða myndirðu leita leiða til að sýna honum þakklæti þitt fyrir það sem hann gerði?

      Við eigum Jehóva lífið að þakka. Lesið 1. Jóhannesarbréf 4:8–10 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

      • Hvers vegna er fórn Jesú einstök gjöf?

      • Hvað finnst þér um það sem Jehóva og Jesús gerðu fyrir þig?

      Hvernig getum við sýnt að við kunnum að meta það sem Jehóva og Jesús gerðu fyrir okkur? Lesið 2. Korintubréf 5:15 og 1. Jóhannesarbréf 4:11; 5:3. Ræðið eftirfarandi spurningu eftir hvert vers fyrir sig:

      • Hvernig getum við sýnt þakklæti okkar samkvæmt þessu versi?

  • Hvernig getum við sýnt að við elskum Jehóva?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
    • Kafli 34. Maður í borg horfir íhugull til himins.

      KAFLI 34

      Hvernig getum við sýnt að við elskum Jehóva?

      Finnst þér þú nánari Guði eftir að þú byrjaðir að kynna þér Biblíuna? Langar þig til að halda áfram að styrkja vináttuna við hann? Mundu þá að eftir því sem Jehóva sér kærleika þinn til sín vaxa elskar hann þig heitar og lætur sér annara um þig. Hvernig geturðu sýnt honum að þú elskir hann?

      1. Hvernig sýnum við Jehóva að við elskum hann?

      Við sýnum að við elskum Jehóva með því að hlýða honum. (Lestu 1. Jóhannesarbréf 5:3.) Hann neyðir engan til að hlýða sér. Öllu heldur gefur hann hverju og einu okkar tækifæri til að velja hvort við hlýðum honum eða ekki. Hvers vegna? Jehóva vill að við ‚hlýðum í einlægni‘. (Rómverjabréfið 6:17) Hann vill að þú hlýðir sér vegna þess að þú elskar hann, ekki vegna þess að þú verður að gera það. Markmið 3. og 4. hluta þessarar bókar er að hjálpa þér að sýna Jehóva að þú elskar hann með því að gera það sem honum þóknast og forðast það sem honum mislíkar.

      2. Hvers vegna getur verið erfitt að sýna að við elskum Jehóva?

      „Hinn réttláti lendir í mörgum raunum.“ (Sálmur 34:19) Við glímum öll við eigin ófullkomleika. Og við gætum líka staðið frammi fyrir fjárhagserfiðleikum, óréttlæti og öðrum vandamálum. Það getur verið erfitt að gera það sem Jehóva biður okkur um þegar við glímum við erfiðleika. Það getur verið auðveldara að fara röngu leiðina. En ef þú gerir trúfastur það sem Jehóva biður þig um sýnirðu að þú elskar hann meira en nokkuð annað. Þú sannar að þú sért honum trúr. Og hann mun sýna þér trúfesti á móti. Hann yfirgefur þig aldrei. – Lestu Sálm 4:3.

      KAFAÐU DÝPRA

      Kynntu þér hvers vegna hlýðni þín skiptir Jehóva máli og hvað getur hjálpað þér að sýna honum trúfesti.

      3. Mál sem snertir þig

      Í Jobsbók kemur fram að Satan ásakaði ekki aðeins Job heldur alla sem vilja þjóna Jehóva. Lesið Jobsbók 1:1, 6–2:10 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

      • Hverja sagði Satan vera ástæðuna fyrir því að Job hlýddi Jehóva? – Sjá Jobsbók 1:9–11.

      • Hverju heldur Satan fram um alla menn, þar á meðal þig? – Sjá Jobsbók 2:4.

      Lesið Jobsbók 27:5b og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Hvernig sannaði Job að hann elskaði Jehóva í raun og veru?

      Satan ögrar Jehóva. Hann dregur í efa ráðvendni Jobs, sem er þakinn kýlum, og systur sem þjónar Jehóva núna.

      Job sýndi að hann elskaði Jehóva með því að vera honum trúr.

      Við sýnum að við elskum Jehóva með því að vera honum trú.

      4. Gleddu hjarta Jehóva

      Lesið Orðskviðina 27:11 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

      • Hvernig líður Jehóva þegar þú ert vitur og hlýðir honum? Hvers vegna?

      5. Þú getur verið Jehóva trúr

      Kærleikur okkar til Jehóva fær okkur til að segja öðrum frá honum. Hollusta okkar við hann fær okkur til að gera það jafnvel þegar það er erfitt. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

      MYNDBAND: Verðu trú þína þrátt fyrir mótlæti (5:09)

      • Finnst þér stundum erfitt að segja öðrum frá Jehóva?

      • Hvað hjálpaði Grayson að sigrast á óttanum?

      Það er auðveldara að vera Jehóva trúr þegar við elskum það sem hann elskar og hötum það sem hann hatar. Lesið Sálm 97:10 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

      • Geturðu nefnt dæmi um það sem Jehóva elskar og um það sem hann hatar út frá því sem þú hefur lært?

      • Hvernig geturðu lært að elska hið góða og að hata hið illa?

      6. Það er okkur til góðs að hlýða Jehóva

      Það er alltaf best að hlýða Jehóva. Lesið Jesaja 48:17, 18 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

      • Finnst þér við geta treyst því að Jehóva viti alltaf hvað er best fyrir okkur? Hvers vegna?

      • Hvaða gagn hefurðu haft af því hingað til að kynnast Biblíunni og Jehóva, hinum sanna Guði?

      SUMIR SEGJA: „Það skiptir Guð ekki máli hvað ég geri.“

      • Hvaða biblíuvers gætirðu notað til að sýna að það sem við gerum snertir Jehóva?

      SAMANTEKT

      Við getum sýnt að við elskum Jehóva með því að hlýða honum og vera honum trú þrátt fyrir erfiðleika.

      Upprifjun

      • Hvað lærðir þú af fordæmi Jobs?

      • Hvernig ætlar þú að sýna að þú elskar Jehóva?

      • Hvað hjálpar þér að vera Jehóva trúr?

      Markmið

      KANNAÐU

      Sjáðu hvernig þú getur verið trúr Jehóva og söfnuðinum.

      „Þú ert trúföstum trúfastur“ (16:49)

      Lestu nánar um ásakanir Satans gegn mönnunum.

      „Job er ráðvandur Guði“ (Biblían – hver er boðskapur hennar?, 6. kafli)

      Sjáðu hvernig jafnvel börn geta sýnt að þau elska Jehóva.

      Gleðjum Jehóva (8:16)

      Hvernig getur unglingur verið Guði trúr þegar hann verður fyrir hópþrýstingi frá jafnöldrum sínum?

      Þú getur staðist hópþrýsting (4:00)

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila