-
Haldið áfram að lifa sem börn GuðsVarðturninn – 1987 | 1. febrúar
-
-
9. Í hvaða skilningi getur andagetinn kristinn maður ekki iðkað synd og hvers vegna?
9 Jóhannes gerir þessu næst greinarmun á börnum Guðs og djöfulsins. (Lestu 1. Jóhannesarbréf 3:9-12.) „Hver sem af Guði er fæddur drýgir ekki synd,“ gerir sér ekki að venju að syndga. Það sem „Guð hefur í hann sáð,“ heilagur andi Jehóva, veitir honum ‚endurfæðingu‘ til himneskrar vonar og býr í honum nema því aðeins að einstaklingurinn snúist á móti honum og ‚hryggi‘ þar með andann með þeim afleiðingum að Guð taki hann burt. (1. Pétursbréf 1:3, 4, 18, 19, 23; Efesusbréfið 4:30) Vilji andasmurður kristinn maður halda áfram að vera barn Guðs má hann ekki iðka synd. Sem ‚skapaður á ný‘ íklæddur ‚nýjum manni‘ berst hann á móti syndinni. Hann hefur „komist undan spillingunni í heiminum, sem girndin veldur,“ og er ekki í hjarta sér ávanasyndari. — 2. Korintubréf 5:16, 17; Kólossubréfið 3:5-11; 2. Pétursbréf 1:4.
-
-
Haldið áfram að lifa sem börn GuðsVarðturninn – 1987 | 1. febrúar
-
-
11. (a) Nefnið aðra leið til að þekkja þá sem ekki eru börn Guðs. (b) Hvað ætti tilhugsunin um atferli Kains að hjálpa okkur til að gera?
11 ‚Sá sem elskar ekki bróður sinn heyrir ekki Guði til.‘ Það er sá „boðskapur,“ sem við höfum heyrt „frá upphafi“ þjónustu okkar sem vottar Jehóva, að við „eigum að elska hver annan.“ (Jóhannes 13:34) Við erum því ‚ekki eins og Kain,‘ sem sýndi að hann „heyrði hinum vonda til“ með því að ‚myrða bróður sinn‘ með ofbeldisverki sem er einkennandi fyrir manndráparann Satan. (1. Mósebók 4:2-10; Jóhannes 8:44) Kain drap Abel vegna þess að „verk hans voru vond, en verk bróður hans réttlát.“ Það að íhuga lífsstefnu Kains ætti sannarlega að koma okkur til að varast viðlíka hatur í garð andlegra bræðra okkar.
-