Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Guðsríki skarar fram úr á öllum sviðum
    Varðturninn – 2006 | 1. ágúst
    • Jesús og meðkonungar hans stjórna frá himnum.

      Daníel sá í draumsýn sinni að „ríki og vald“ myndi „gefið verða heilögum lýð“. (Daníel 7:27) Jesús ríkir ekki einn síns liðs. Hann hefur aðra með sér sem eiga að stjórna sem konungar og þjóna sem prestar. (Opinberunarbókin 5:9, 10; 20:6) Jóhannes postuli skrifaði: „Enn sá ég sýn: Lambið stóð á Síonfjalli og með því hundrað fjörutíu og fjórar þúsundir . . . þeir sem út eru leystir frá jörðunni.“ — Opinberunarbókin 14:1-3.

      Lambið er Jesús Kristur eftir að hann er orðinn konungur Guðsríkis. (Jóhannes 1:29; Opinberunarbókin 22:3) Með Síonfjalli er átt við himininn.a (Hebreabréfið 12:22) Stjórnarsetur Jesú og 144.000 meðstjórnenda hans er á himnum. Þeir sitja hátt yfir jörðinni og hafa fulla yfirsýn yfir hana. Þar sem aðsetur stjórnarinnar er á himnum er hún einnig kölluð ‚himnaríki‘. (Lúkas 8:10; Matteus 13:11) Engin vopn, ekki einu sinni kjarnorkuvopn, geta ógnað og steypt þessari himnesku stjórn. Hún er ósigrandi og mun ná þeim tilgangi sem Jehóva ætlaði henni. — Hebreabréfið 12:28.

  • Guðsríki skarar fram úr á öllum sviðum
    Varðturninn – 2006 | 1. ágúst
    • a Davíð konungur í Ísrael til forna tók vígi hins jarðneska Síonsfjalls af Jebúsítum og gerði þar höfuðborg sína. (2. Samúelsbók 5:6, 7, 9) Einnig flutti hann þangað örkina helgu. (2. Samúelsbók 6:17) Þar sem örkin tengdist nærveru Jehóva var talað um Síon sem dvalarstað Guðs og var hún því viðeigandi tákn himinsins. — 2. Mósebók 25:22; 3. Mósebók 16:2; Sálmur 9:12; Opinberunarbókin 11:19.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila