-
Kristur leiðir söfnuð sinnVarðturninn – 2002 | 1. apríl
-
-
5, 6. (a) Hvað tákna „gullstikurnar sjö“ og „stjörnurnar sjö“ í sýn Jóhannesar postula? (b) Hvað táknar það að „stjörnurnar sjö“ skuli vera í hægri hendi Jesú?
5 Í Opinberunarbók Biblíunnar kemur fram að hinn trúi og hyggni þjónn er undir beinni stjórn Jesú Krists. Í sýn um ‚Drottins dag‘ sá Jóhannes postuli „sjö gullljósastikur, og milli ljósastikanna einhvern, líkan mannssyni“ og hafði hann „í hægri hendi sér sjö stjörnur.“ (Opinberunarbókin 1:1, 10-20) Jesús sagði Jóhannesi um sýnina: „Þessi er leyndardómurinn um stjörnurnar sjö, sem þú hefur séð í hægri hendi minni, og um gullstikurnar sjö. Stjörnurnar sjö eru englar þeirra sjö safnaða, og ljósastikurnar sjö eru söfnuðirnir sjö.“ — Opinberunarbókin 1:1, 10-20.
6 „Gullstikurnar sjö“ tákna alla sannkristna söfnuði á „Drottins degi“ sem hófst árið 1914. En hvað um „stjörnurnar sjö“? Í upphafi táknuðu þær alla andagetna, smurða umsjónarmenn sem gættu safnaðanna á fyrstu öld.a Umsjónarmennirnir voru í hægri hendi Jesú, það er að segja undir stjórn hans og umsjón. Kristur Jesús leiddi þjónshópinn. En núna eru fáir umsjónarmenn af hópi hinna smurðu. Hvernig nær forysta Krists út til meira en 93.000 safnaða Votta Jehóva um heim allan?
7. (a) Hvernig notar Jesús hið stjórnandi ráð til að sjá söfnuðunum út um heim allan fyrir forystu? (b) Hvernig má segja að kristnir umsjónarmenn séu útnefndir af heilögum anda?
7 Eins og á fyrstu öld þjónar fámennur hópur af hæfum, smurðum umsjónarmönnum sem stjórnandi ráð, og kemur fram sem fulltrúi hins trúa og hyggna þjónshóps. Leiðtogi okkar notar þetta stjórnandi ráð til að útnefna hæfa karlmenn, ýmist andagetna eða ekki, sem öldunga í söfnuðunum. Jehóva hefur veitt Jesú umráð yfir heilögum anda sem gegnir þarna afarmikilvægu hlutverki. (Postulasagan 2:32, 33) Í fyrsta lagi verða þessir umsjónarmenn að uppfylla þær hæfniskröfur sem settar eru fram í orði Guðs og það er innblásið af heilögum anda. (1. Tímóteusarbréf 3:1-7; Títusarbréfið 1:5-9; 2. Pétursbréf 1:20, 21) Meðmæli og útnefning eiga sér stað að aflokinni bæn og undir handleiðslu heilags anda. Og þeir sem skipaðir eru sýna þess merki að þeir beri ávöxt þessa anda. (Galatabréfið 5:22, 23) Ráðleggingar Páls eiga því jafnt við alla öldunga, hvort heldur þeir eru smurðir eða ekki: „Hafið gát á sjálfum yður og allri hjörðinni, sem heilagur andi fól yður til umsjónar.“ (Postulasagan 20:28) Þessir útnefndu öldungar lúta forræði hins stjórnandi ráðs og gæta safnaðarins fúslega. Þannig er Kristur með okkur núna og leiðir söfnuðinn.
-
-
Kristur leiðir söfnuð sinnVarðturninn – 2002 | 1. apríl
-
-
a „Stjörnurnar“ í þessari ritningargrein tákna ekki bókstaflega engla. Jesús hefði ekki notað mann til að skrásetja upplýsingar handa ósýnilegum andaverum. „Stjörnurnar“ hljóta því að tákna mennska umsjónarmenn eða öldunga í söfnuðunum frá þeim sjónarhóli að þeir séu sendiboðar Jesú. Að þeir skuli vera sjö táknar algerleika eða heild samkvæmt mælikvarða Guðs.
-