-
Skipulagt fyrir hið komandi þúsundáraríkiVarðturninn – 1990 | 1. mars
-
-
5. Hvað verður um Satan og illa anda hans meðan þúsundáraríki Krists stendur?
5 Orðin „þúsund ár“ í Opinberunarbókinni 20:4 eru ekki táknræn heldur merkja þúsund, bókstafleg almanaksár. Þessi þúsund ár verður Satan djöfullinn og djöflasveitir hans lokaðar niðri í undirdjúpi, því að rétt áður en Jóhannes postuli sagði frá þúsundáraríki Krists skrifaði hann: „Nú sá ég engil stíga niður af himni. Hann hélt á lykli undirdjúpsins og stórum fjötri í hendi sér. Og hann tók drekann, þann gamla höggorm, sem er djöfull og Satan, og batt hann um þúsund ár. Hann kastaði honum í undirdjúpið og læsti og setti innsigli yfir, svo að hann leiddi ekki framar þjóðirnar afvega, allt til þess er fullnuðust þúsund árin. Eftir það á hann að vera leystur um stuttan tíma.“ — Opinberunarbókin 20:1-3.
-
-
Skipulagt fyrir hið komandi þúsundáraríkiVarðturninn – 1990 | 1. mars
-
-
7. Hvað gefur Biblían til kynna um tímann skömmu áður en þúsundáraríki Krists hefst?
7 Samkvæmt Biblíunni er hið raunverulega þúsundáraríki Jesú Krists enn ókomið. Uppfylling biblíuspádómanna á okkar tímum sýnir þó að það er mjög nálægt. Í þúsundáraríkinu verður Satan og illum öndum hans raunverulega kastað í undirdjúp og Jesús Kristur og 144.000 samerfingjar hans munu ríkja yfir öllu mannkyni án íhlutunar nokkurs skipulags sem djöfullinn stjórnar. Eilíf blessun allra endurleystra manna, sem er uppfylling sáttmála Jehóva við „vin“ sinn, Abraham, mun byrja að rætast á ‚múginum mikla‘ sem lifa mun af hina óviðjafnanlegu ‚miklu þrengingu‘ eða endalok þessa illa heimskerfis. Sú blessun mun síðan ná til þeirra milljarða manna sem liggja látnir í gröf sinni og ‚blóð lambsins,‘ Jesú Krists, nær til. (Jakobsbréfið 2:21-23; Opinberunarbókin 7:1-17; 1. Mósebók 12:3; 22:15-18; Matteus 24:21, 22) Til að það geti orðið verða þeir vaktir af dauðasvefni sínum í minningargröfunum til lífs á jörðinni. — Jóhannes 5:28, 29.
-