Atburður sem okkur ber að minnast
Það var þann 14. nísan árið 33 að Jesús lét vínbikar og ósýrt brauð ganga milli postula sinna. „Gjörið þetta í mína minningu,“ sagði hann. — Lúkas 22:19.
Vottar Jehóva um víða veröld koma því saman einu sinni á ári til að minnast dauða Jesú á sama hátt og hann bauð lærisveinum sínum þetta kövld. Í ár ber 14. nísan upp á þriðjudaginn 10. apríl eftir sólsetur. Þú ert hjartanlega velkominn að vera viðstaddur þessa minningarhátíð það kvöld. Vottar Jehóva á staðnum geta veitt þér nánari upplýsingar um stað og stund.