Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Lausnargjald Krists — hjálpræðisleið Guðs
    Varðturninn – 1999 | 1. mars
    • handtöku sína sagði Jesús: „Sá sem elskar mig, varðveitir mitt orð.“ (Jóhannes 14:23) Fyrirskipun Jesú um að ‚fara og gera allar þjóðir að lærisveinum og skíra þá‘ er hluti af ‚orði‘ hans. (Matteus 28:19) Hlýðni við Jesú birtist einnig í því að elska andlega bræður sína. — Jóhannes 13:34, 35.

      21. Af hverju ættum við að vera viðstödd minningarhátíðina 1. apríl í ár?

      21 Einhver besta leiðin til að sýna að við kunnum að meta lausnargjaldið er að sækja minningarhátíðina um dauða Krists sem ber upp á 1. apríl nú í ár.a Það er líka hluti af ‚orði‘ Jesú, því að þegar hann stofnsetti þessa hátíð bauð hann fylgjendum sínum: „Gjörið þetta í mína minningu.“ (Lúkas 22:19) Með því að sækja þessa þýðingarmiklu hátíðarsamkomu og hafa brennandi áhuga á öllu sem Kristur bauð, sýnum við að við séum sannfærð um að hann sé hjálpræðisleið Guðs. Vissulega ‚er hjálpræðið ekki í neinum öðrum.‘ — Postulasagan 4:12.

  • Vegur kærleikans bregst aldrei
    Varðturninn – 1999 | 1. mars
    • Vegur kærleikans bregst aldrei

      „Sækist heldur eftir náðargáfunum, þeim hinum meiri. Og nú bendi ég yður á enn þá miklu ágætari leið.“ — 1. KORINTUBRÉF 12:31.

      1-3. (a) Hvað er líkt með því að læra að sýna kærleika og að læra nýtt tungumál? (b) Hvers vegna getur þurft að leggja töluvert á sig til að sýna kærleika?

      HEFUR þú einhvern tíma reynt að læra nýtt tungumál? Það er svo sannarlega ekkert áhlaupaverk! Barn þarf að vísu ekki annað en að heyra málið talað til að læra það. Heili barnsins drekkur í sig hljóðin og merkingu orðanna, og áður en varir er það farið að tala málið reiprennandi, jafnvel óstöðvandi. En um fullorðna gegnir öðru máli. Við þurfum að fletta orðabókum fram og aftur til að ná tökum á fáeinum einföldum setningum á erlendu máli. En með tíma og æfingu förum við að hugsa á nýja málinu og þá verður auðveldara að tala það.

      2 Að læra að sýna kærleika er að mörgu leyti líkt því að læra nýtt tungumál. Þessi eiginleiki Guðs er okkur að vísu eðlislægur að vissu marki. (1. Mósebók 1:27; samanber 1. Jóhannesarbréf 4:8.) Samt sem áður þarf að leggja talsvert á sig til þess að læra að sýna hann — ekki síst núna þegar eðlileg ástúð er orðin jafnfágæt og raun ber vitni. (2. Tímóteusarbréf 3:1-5) Stundum er það þannig í fjölskyldunni. Margir alast upp í harðneskjulegu umhverfi þar sem kærleiksorð heyrast sjaldan — eða aldrei. (Efesusbréfið 4:29-31; 6:4) Hvernig getum við þá lært að sýna kærleika — jafnvel þótt við höfum sjaldan fundið fyrir honum?

      3 Biblían getur hjálpað okkur. Í 1. Korintubréfi 13:4-8 skilgreinir Páll hvað kærleikur sé. Þetta er ekki vélræn skilgreining heldur lifandi

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila