-
Frumkristnir menn og MóselöginVarðturninn – 2003 | 1. maí
-
-
varðandi lögmálið. Það var þó ekki fyrr en árið 70 sem öllum kristnum Gyðingum var fyllilega ljóst hvernig líta bæri á Móselögin. Það gerðist þegar Guð leyfði að Jerúsalem, musterinu og öllum skrám um prestastéttina væri eytt. Nú gat enginn lengur haldið lögmálið að öllu leyti.
Lærdómur fyrir okkur
18, 19. (a) Hvaða sjónarmið verðum við að tileinka okkur og hver að forðast til að halda okkur andlega heilbrigðum? (b) Hvað má læra af dæmi Páls um að fylgja leiðbeiningum þeirra sem fara með forystuna? (Sjá rammagrein á bls. 20)
18 Þér er kannski spurn, eftir að hafa skoðað þessa löngu liðnu atburði: ‚Hvernig hefði ég brugðist við markvissri opinberun á vilja Guðs ef ég hefði verið uppi á þeim tíma? Hefði ég ríghaldið í hefðbundna afstöðu til lögmálsins eða hefði ég verið þolinmóður uns það skýrðist hver væri rétti skilningurinn? Og hefði ég stutt þennan skilning af heilum hug þegar hann kom í ljós?‘
19 Við getum auðvitað ekki verið viss um hver viðbrögð okkar hefðu verið ef við hefðum verið uppi á þeim tíma. Hins vegar getum við spurt okkur: ‚Hvernig bregst ég við skýrari biblíuskilningi nú á tímum? (Matteus 24:45) Reyni ég að fara eftir biblíulegum leiðbeiningum sem gefnar eru, og þá ekki aðeins bókstafnum heldur einnig andanum að baki þeim? (1. Korintubréf 14:20) Bíð ég þolinmóður eftir Jehóva þegar svar við spurningu virðist lengi á leiðinni?‘ Það er mikilvægt að nota vel þá andlegu fæðu sem nú er í boði til að við ‚berumst ekki afleiðis.‘ (Hebreabréfið 2:1) Við skulum hlusta vel þegar Jehóva notar orð sitt, anda og jarðneskt skipulag til að leiðbeina. Ef við gerum það gefur Jehóva okkur eilíft líf og hamingju.
-
-
Hógværð — mikilvæg fyrir kristinn mannVarðturninn – 2003 | 1. maí
-
-
Hógværð — mikilvæg fyrir kristinn mann
„Íklæðist . . . hógværð.“ — KÓLOSSUBRÉFIÐ 3:12.
1. Að hvaða leyti er hógværð sérstæður eiginleiki?
ÞEGAR milt er í veðri er þægilegt að vera úti og njóta blíðunnar. Að sama skapi er þægilegt að umgangast hógværan mann. En spekingurinn Salómon sagði að ‚mjúk tunga gæti mulið bein.‘ (Orðskviðirnir 25:15) Hógværð er sérstæð að því leyti að í henni sameinast styrkur og þægilegt viðmót.
2, 3. Hvernig tengist hógværð heilögum anda og um hvað fjöllum við í þessari grein?
2 Páll postuli nefndi hógværð sem hluta af ‚ávexti andans‘ eins og hann lýsir honum í Galatabréfinu 5:22, 23. Gríska orðið, sem þýtt er „hógværð“ í 23. versi, er stundum þýtt „mildi“ eða „blíða.“ Reyndar eiga fá önnur tungumál nákvæmt jafngildi gríska orðsins vegna þess að það lýsir innri mildi og góðlyndi en ekki ytri blíðu eða gæsku; það er notað um hjarta- og hugarástand en ekki hegðun eða framkomu.
3 Við skulum skoða fjögur dæmi úr Biblíunni til að glöggva okkur betur á merkingu og gildi þess sem við köllum hógværð. (Rómverjabréfið 15:4) Þannig getum við skýrt betur fyrir sjálfum okkur hvað sé fólgið í hógværð, hvernig við verðum hógvær og hvernig hún birtist í öllum samskiptum okkar við aðra.
‚Dýrmæt í augum Guðs‘
4. Hvernig vitum við að hógværð er dýrmæt í augum Jehóva?
4 Þar eð hógværð er hluti af ávexti anda Guðs er rökrétt að hún sé nátengd hinum einstaka persónuleika hans. Pétur postuli skrifaði að ‚hógvær og kyrrlátur andi‘ sé ‚dýrmætur í augum Guðs.‘ (1. Pétursbréf 3:4) Hógværð er einn af eiginleikum Jehóva svo að hann metur hana mikils. Það er í sjálfu sér góð ástæða fyrir alla þjóna Guðs til að tileinka sér hógværð. En hvernig sýnir alvaldur Guð, æðsta yfirvald alheimsins, hógværð?
5. Hvaða möguleika höfum við vegna þess að Jehóva er mildur og hógvær?
5 Fyrstu hjónin, Adam og Eva, óhlýðnuðust vísvitandi skýru banni Guðs við því að borða ávöxtinn af skilningstrénu góðs og ills. (1. Mósebók 2:16, 17) Með því að óhlýðnast af ásettu ráði kölluðu þau synd, dauða og sambandsleysi við Guð yfir sig og ófædda afkomendur sína. (Rómverjabréfið 5:12) Þó að það hafi verið fullkomlega réttlætanlegt af Jehóva að dæma þau sýndi hann ekki þá hörku að afskrifa mennina sem forherta og óforbetranlega. (Sálmur 130:3) Hann vildi ekki vera strangur og kröfuharður heldur var hann miskunnsamur og bauð syndugum mönnum upp á leið til að koma til sín og hljóta velvild sína. Þannig sýndi hann af sér mildi og hógværð. Með því að gefa son sinn Jesú Krist sem lausnarfórn gerir Jehóva okkur kleift að nálgast hið mikla hásæti sitt án ótta eða kvíða. — Rómverjabréfið 6:23; Hebreabréfið 4:14-16; 1. Jóhannesarbréf 4:9, 10, 18.
6. Hvernig sýndi Jehóva mildi og hógværð í samskiptum við Kain?
6 Jehóva sýndi mildi og hógværð löngu áður en Jesús kom til jarðar. Það var þegar Kain og Abel, synir Adams, færðu honum fórnir sínar. Jehóva sá hvað bjó í hjörtum þeirra og hafnaði fórn Kains en „leit með velþóknun“ til Abels og fórnar hans. Velvild Guðs í garð hins trúa Abels vakti harkaleg viðbrögð hjá Kain. „Þá reiddist Kain ákaflega og varð niðurlútur,“ segir frásagan. Hvernig brást Jehóva við? Móðgaðist hann yfir rangri afstöðu Kains? Nei, hann spurði Kain mildilega hvers vegna hann reiddist svona og skýrði jafnvel fyrir honum hvernig hann gæti orðið „upplitsdjarfur.“ (1. Mósebók 4:3-7) Jehóva er sannarlega ímynd mildi og hógværðar. — 2. Mósebók 34:6.
Hógværð er aðlaðandi og hressandi
7, 8. (a) Hvernig getum við fengið innsýn í hógværð Jehóva? (b) Hvað segja orðin í Matteusi 11:27-29 um Jehóva og Jesú?
7 Einhver besta leiðin til að fá innsýn í einstæða eiginleika Jehóva er að kynna sér ævi og þjónustu Jesú Krists. (Jóhannes 1:18; 14:6-9) Á öðru þjónustuári sínu vann Jesús mörg kraftaverk í Kórasín, Betsaídu, Kapernaum og nágrenni. En flestir voru hrokafullir og áhugalausir og vildu ekki trúa. Hvernig brást Jesús við? Hann benti þeim ákveðið á hvaða afleiðingar trúleysi þeirra myndi hafa en var djúpt snortinn af andlegri neyð hins óbreytta almúga, ʽam haʼarets, á meðal þeirra. — Matteus 9:35, 36; 11:20-24.
-