Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Hógværð — mikilvæg fyrir kristinn mann
    Varðturninn – 2003 | 1. maí
    • fjölskyldunni. Hann fylltist ekki beiskju þrátt fyrir mótlætið og hann lærði að laga sig að nýjum lífsstíl og umhverfi. En aldrei dvínaði löngun hans að gera vilja Jehóva. Hann kvæntist Sippóru, ól upp syni sína og gætti fénaðar Regúels í 40 ár. Á þessum löngu árum fágaðist sá eiginleiki hans sem átti eftir að einkenna hann öðru fremur. Móse lærði hógværð af andstreyminu. — 2. Mósebók 2:16-22; Postulasagan 7:29, 30.

      14. Lýstu atviki sem er til dæmis um hógværð Móse.

      14 Hógværðin var áfram aðalsmerki Móse eftir að Jehóva skipaði hann leiðtoga Ísraelsmanna. Ungur maður kom til hans og skýrði honum frá því að Eldad og Medad væru að spá í herbúðunum — og þeir höfðu ekki einu sinni verið viðstaddir þegar Jehóva úthellti anda sínum yfir 70 öldunga sem áttu að aðstoða Móse. „Móse, herra minn, bannaðu þeim það!“ sagði Jósúa. En Móse svaraði hógværlega: „Tekur þú upp þykkjuna fyrir mig? Ég vildi að allur lýður Drottins væri spámenn, svo að Drottinn legði anda sinn yfir þá.“ (4. Mósebók 11:26-29) Með hógværðinni dró Móse úr spennunni.

      15. Hvers vegna er fordæmi Móse til eftirbreytni, þó að hann hafi verið ófullkominn?

      15 Einu sinni virðist hógværðin hafa brugðist Móse er hann gaf Jehóva ekki dýrðina vegna kraftaverks í Meríba nálægt Kades. (4. Mósebók 20:1, 9-13) En þó að Móse væri ófullkominn var trú hans óbifanleg og hún hélt honum uppi alla ævi. Og hin einstaka hógværð hans höfðar til okkar enn þann dag í dag. — Hebreabréfið 11:23-28.

      Harka eða hógværð

      16, 17. Hvernig er frásagan af Nabal og Abígail okkur til viðvörunar?

      16 Eitt dæmi til varnaðar má nefna frá tímum Davíðs, skömmu eftir að Samúel spámaður dó. Þar áttu í hlut hjónin Nabal og Abígail. Ekki verður annað sagt en að þau hafi verið ólík! Abígail var „kona vitur“ en maður hennar var „harður og illur viðureignar.“ Menn Davíðs höfðu gætt fénaðar Nabals fyrir þjófum og fóru fram á smávegis af matvælum sem endurgjald. Nabal hafnaði beiðninni ruddalega. Davíð reiddist réttilega og gerði út sveit manna gyrta sverðum til að berjast við Nabal. — 1. Samúelsbók 25:2-13.

      17 Er Abígail frétti hvað gerst hafði tók hún í flýti til brauð, vín, kjöt, rúsínukökur og fíkjukökur og hélt af stað til fundar við Davíð. „Sökin hvílir á mér, herra minn!“ sagði hún með bænarrómi. „Leyf ambátt þinni að tala við þig og hlýð á orð ambáttar þinnar.“ Hógværð Abígail mildaði hjarta Davíðs. Eftir að hafa hlustað á skýringu hennar sagði hann: „Lofaður veri Drottinn, Ísraels Guð, sem sendi þig í dag á minn fund. Og blessuð séu hyggindi þín og blessuð sért þú sjálf, sem aftrað hefir mér í dag frá að baka mér blóðskuld.“ (1. Samúelsbók 25:18, 24, 32, 33) Harka Nabals dró hann síðar til dauða en mannkostir Abígail urðu til þess að Davíð tók sér hana fyrir konu. Hógværð hennar er öllum þjónum Jehóva góð fyrirmynd. — 1. Samúelsbók 25:36-42.

      Stundaðu hógværð

      18, 19. (a) Hvað gerist þegar við íklæðumst hógværð? (b) Hvernig getum við rannsakað okkur?

      18 Kristnir menn verða að stunda hógværð. Hógværð er ekki aðeins mild framkoma heldur aðlaðandi skapgerðareinkenni sem hefur góð áhrif á aðra. Vera kann að við höfum verið hranaleg og óvingjarnleg áður fyrr. Síðan kynntumst við sannleika Biblíunnar, breyttum okkur og urðum þægilegri og viðkunnanlegri í viðmóti. Páll nefndi þessa breytingu er hann hvatti trúsystkini sín: „Íklæðist því eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir, hjartans meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi.“ (Kólossubréfið 3:12) Biblían líkir þessari breytingu við það að grimm villidýr — úlfar, pardusdýr, ljón, birnir og höggormar — breytist í friðsöm húsdýr eins og lömb, kiðlinga, kálfa og kýr. (Jesaja 11:6-9; 65:25) Slík er breytingin að hún vekur undrun þeirra sem til sjá. En við þökkum breytinguna anda Guðs því að hógværð er einn af einstæðum ávöxtum hans.

      19 Ber að skilja það svo að eftir að við höfum einu sinni breytt okkur þurfum við ekki að hugsa um það meir að vera hógvær? Nei, það er ekki nóg að kaupa sér ný föt — við þurfum líka að halda þeim hreinum og snyrtilegum. Ef við rýnum í orð Guðs og hugleiðum dæmin, sem það segir frá, getum við séð sjálf okkur í nýju og hlutlausu ljósi. Innblásið orð Guðs er eins og spegill sem við getum skoðað okkur í. Hvað sýnir hann um okkur? — Jakobsbréfið 1:23-25.

      20. Hvernig getum við sýnt af okkur hógværð?

      20 Skapgerð fólks er mismunandi. Þjónar Guðs eiga misauðvelt með að sýna hógværð. Hvað sem því líður þurfa allir kristnir menn að rækta með sér ávöxt anda Guðs, þar á meðal hógværðina. Páll hvatt Tímóteus hlýlega: „Stunda réttlæti, guðhræðslu, trú, kærleika, stöðuglyndi og hógværð.“ (1. Tímóteusarbréf 6:11) Að „stunda“ lýsir áreynslu. Í einni biblíuþýðingu er talað um að ‚einsetja sér.‘ (J. B. Phillips. New Testament in Modern English) Ef þú leggur þig fram við að hugleiða hin góðu dæmi, sem orð Guðs segir frá, geta þau orðið hluti af sjálfum þér, rétt eins og þau séu ígrædd. Þá geta þau mótað þig og leiðbeint þér. — Jakobsbréfið 1:21.

      21. (a) Hvers vegna eigum við að stunda hógværð? (b) Um hvað er fjallað í greininni á eftir?

      21 Framkoma okkar við aðra sýnir ágætlega hve vel okkur tekst að sýna hógværð. „Hver er vitur og skynsamur yðar á meðal?“ spyr lærisveinninn Jakob. „Hann láti með góðri hegðun verk sín lýsa hóglátri speki.“ (Jakobsbréfið 3:13) Hvernig getum við sýnt þennan eiginleika á heimili okkar, í boðunarstarfinu og í söfnuðinum? Í greininni á eftir eru gefin ýmis góð ráð.

      Til upprifjunar

      • Hvað hefurðu lært um hógværð af

      • Jehóva?

      • Jesú?

      • Móse?

      • Abígail?

      • Af hverju þurfum við að stunda hógværð?

  • Sýnið „hvers konar hógværð við alla menn“
    Varðturninn – 2003 | 1. maí
    • Sýnið „hvers konar hógværð við alla menn“

      „Minn þá á að vera . . . sanngjarnir og sýna hvers konar hógværð við alla menn.“ — TÍTUSARBRÉFIÐ 3:1, 2.

      1. Hvers vegna er ekki alltaf auðvelt að sýna af sér hógværð?

      „VERIÐ eftirbreytendur mínir eins og ég er eftirbreytandi Krists,“ skrifaði Páll postuli. (1. Korintubréf 11:1) Allir þjónar Guðs leggja sig fram um að fara eftir hvatningu hans. Víst er það ekki auðvelt því að við höfum erft eigingirni og skapgerðareinkenni frá foreldrum mannkyns sem stinga í stúf við fordæmi Krists. (Rómverjabréfið 3:23; 7:21-25) En öll getum við sýnt af okkur hógværð ef við leggjum okkur fram. Viljastyrkur nægir þó ekki einn sér. Hvað annað er nauðsynlegt?

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • Íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila