Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Þegar hjónabandsfriðnum er stefnt í voða
    Varðturninn – 1989 | 1. september
    • börnin upp í kristinni trú. Hann á því að nema Biblíuna með þeim, fara með þau á samkomur og taka þau með sér í starfið á akrinum. (Efesusbréfið 6:4) En það gefur augaleið að hann þarf að vera vingjarnlegur, kærleiksríkur og sanngjarn við eiginkonu sína sem ekki er í trúnni.

      Varðveitið friðinn sem sameinuð fjölskylda

      23. Hvað getur hjálpað sé hjónabandsfriðnum ógnað?

      23 Þar sem hjón eru ‚eitt hold‘ eiga þau að lifa í friði eins og Guð ætlaði giftu fólki að gera, ekki síst ef þau eru bæði kristin. (Matteus 19:5; 1. Korintubréf 7:3-5) En ef hjónabandsfriði þínum er ógnað skaltu fara gaumgæfilega yfir biblíulegu leiðbeiningarnar hér að framan og ræða málið við Jehóva í bæn. Það getur líka hjálpað að hugsa til þess tíma þegar þið hjónin voruð að draga ykkur saman. Þá hafið þið áreiðanlega bæði lagt ykkur fram við að gera það sem rétt er og leggja grundvöllinn að hamingjuríku sambandi! Ertu reiðubúinn til að leggja þig fram á svipaðan hátt til að varðveita hjónabandið?

      24. Hvaða viðhorf ættu kristnir einstaklingar að hafa til hjúskapar?

      24 Kristnir einstaklingar sameinaðir í hjúpskap eiga dásamlega gjöf frá Guði — hjónabandið! Framundan þér er nýr heimur þar sem sársaukafullur aðskilnaður og hjónaskilnaður þjakar ekki lengur mannkynið, ef þú stendur í verki við hjónavígsluheit þitt og varðveitir ráðvendni gagnvart Jehóva. Þú skalt því sýna þakklæti þitt fyrir hjónabandið sem táknrænan „þrefaldan þráð,“ þar sem Jehóva er mikilvægur þáttur. (Prédikarinn 4:12) Og megi allir í samhentri fjölskyldu þinni njóta blessunar fjölskylduhamingjunnar á heimili sem reynist vera staður hvíldar og friðar.

  • Hefur Guð kallað þig að lifa í friði?
    Varðturninn – 1989 | 1. september
    • Hefur Guð kallað þig að lifa í friði?

      „En ef hinn vantrúaði vill skilja, þá fái hann skilnað. Hvorki bróðir né systir eru þrælbundin í slíkum efnum. Guð hefur kallað yður að lifa í friði.“ — 1. KORINTUBRÉF 7:15.

      1. Hvernig ætti að líta á hjónabandið út frá Biblíunni?

      JEHÓVA ætlaðist aldrei til að hjónaband leiddi til sársaukafullra sambúðarslita eða skilnaðar. Hjónabandið átti að vera varanlegt band tveggja einstaklinga er væru „eitt hold“ og veita þeim gleði, hvíld og frið. (1. Mósebók 2:24; Rutarbók 1:9) Almennt má segja að Ritningin ráðleggi hjónum að halda áfram að búa saman, jafnvel þótt annað hjónanna sé kristið en hitt sé ekki í trúnni. (1. Korintubréf 7:12-16) Auk þess gera svik, sem valda því að hjónabandið rofnar, hinn seka siðferðilega ábyrgan frammi fyrir Guði sem ‚hatar hjónaskilnað.‘ — Malakí 2:13-16.

      2. Hvaða augum líta kristnir menn sambúðarslit og skilnað?

      2 Mannlegur ófullkomleiki og önnur atriði hafa stundum leitt til sambúðarslita eða skilnaðar jafnvel meðal skírðra þjóna Guðs. Þó eru þessi skref vanalega ekki stigin fyrr en reynt hefur verið til þrautar að halda hjónabandinu saman, vegna þess að kristnir menn bera mikla virðingu fyrir hjónabandinu. Guð hefur sjálfur sett besta fordæmið hvað þetta varðar. Hann var ‚eiginmaður‘ Ísraels til forna og þoldi þjóð sinni margra alda þrjósku, uppreisn og andlegan hórdóm. (Jesaja 54:1-5; Jeremía 3:14-17; Hósea 1:10, 11; 3:1-5) Það var ekki fyrr en Ísraelsmenn höfðu sýnt sig algerlega óforbetranlega að Jehóva hafnaði þeim sem þjóð. — Matteus 23:37, 38.

      3. (a) Af hvaða biblíulegum ástæðum gæti kristinn einstaklingur slitið sambúð við maka sinn? (b) Við hvaða kringumstæður leyfir Biblían skilnað?

      3 Stundum leita kristnir menn til öldunga og biðja um hjálp vegna alvarlegra hjónabandsörðugleika. Öldungarnir hafa ekki umboð til að segja neinum að yfirgefa maka sinn eða skilja við hann, en þeir geta bent á hvað orð Guðs segir um málið. Eins og sýnt var fram á í greinunum á undan eru sambúðarslit leyfileg samkvæmt Biblíunni ef um er að ræða vísvitandi vanrækslu á framfærsluskyldu, verulegar líkamsmeiðingar eða algjöra ógnun við andlega velferð. Á það hefur líka verið bent að mögulegt sé að skilja á biblíulegum forsendum og giftast aftur ef makinn hefur gert sig sekan um ‚hórdóm‘ sem nær yfir ýmiss konar siðlaus kynmök. (Matteus 19:9) Auðvitað eru sambúðarslit eða skilnaður ekki sjálfgefið mál undir slíkum kringumstæðum, því það getur verið mögulegt að koma aftur á friði í hjónabandinu og saklausi makinn getur jafnvel fyrirgefið hjúskaparbrot eða annað það sem ‚hórdómur‘ nær yfir. — Matteus 5:31, 32; samanber Hósea 3:1-3.

      4. (a) Teldu upp í stuttu máli hvað Páll sagði giftum einstaklingum í 1. Korintubréfi 7:10-16. (b) Hvenær er hægt að segja: „Guð hefur kallað yður að lifa í friði“?

      4 Eins og við tókum eftir í greininni á undan hvatti Páll postuli gifta, kristna einstaklinga til að yfirgefa ekki maka sinn. (1. Korintubréf 7:10-16) Ef það hjóna, sem ekki er í trúnni, kýs að búa áfram með kristnum maka sínum ætti hinn trúaði að reyna að hjálpa honum andlega, í ljósi þess sem Páll sagði. (1. Pétursbréf 3:1-4) Ef hann tæki trú myndi það sannarlega gera mikið til að gera heimilið að stað hvíldar og friðar. En hvað getur kristni makinn gert ef sá sem ekki er í trúnni er svo andvígur trúnni að hann kýs sambúðarslit? Ef hinn trúaði reyndi að þvinga maka sinn til að vera gæti hann eða hún gert hinum kristna lífið svo leitt að honum yrði alls enginn friður búinn. Kristni aðilinn getur því, í þágu friðarins, leyft hinum að fara. (Matteus 5:9) Einungis þegar maki, sem ekki er í trúnni, fer er hægt að segja: „Guð hefur kallað yður að lifa í friði.“ Þessi orð er ekki hægt að nota til að réttlæta sambúðarslit tveggja, kristinna einstaklinga á óbiblíulegum grundvelli eða vegna smámuna.

      5. Hvaða spurningar verðskulda nú athygli okkar?

      5 Engin tvö dæmi um sambúðarslit eða skilnað eru alveg eins, og engin „forskrift“ nær yfir öll tilvik. En hvaða vandi mætir kristnum einstaklingi eftir sambúðarslit eða skilnað? Hvernig er hægt að bregðast við honum? Og hvernig geta aðrir hjálpað?

      Tilfinningalegar eða kynferðislegar þarfir

      6. Hvað er hægt að segja um sambúðarslit og skilnað ef vandamál því samfara eru höfð í huga?

      6 Sambúðarslit eða skilnaður, sem Biblían heimilar, leysir einhver vandamál, en í meginatriðum kallar það á önnur í staðinn. Til dæmis sagði kristin, fráskilin kona: „Ég get ekki annað en þakkað Jehóva fyrir að nú hef ég frið.“ En hún viðurkenndi: „Það er ekki auðvelt að ala börn upp ein. Og stundum verð ég mjög einmana og niðurdregin. Jafnvel kynferðislega er þetta ekki auðvelt. Það er nauðsynlegt að venjast algjörlega breyttum lifnaðarháttum.“a

      7. Hvers vegna ætti kristinn einstaklingur að hugsa vandlega um afleiðingar sambúðarslita eða skilnaðar?

      7 Eigi kristinn maður um tvennt að velja ætti hann því að hugleiða vandlega hugsanlegar afleiðingar sambúðarslita eða skilnaðar. Það væri rétt að huga að tilfinningalegum þörfum, svo sem löngun konu eftir félagsskap karlmanns. (Samanber 1. Mósebók 3:16.) Fráskilin kona getur bundið miklar vonir við að giftast aftur. Sumir þrá að losna úr erfiðu hjónabandi, en eru þeir reiðubúnir að horfast í augu við það að ef til vill sé ekkert tækifæri til að giftast aftur?

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • Íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila