Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • yp2 kafli 35 bls. 289-296
  • Hvernig get ég orðið vinur Guðs?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig get ég orðið vinur Guðs?
  • Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Sjálfsnám er mikilvægt
  • Bænin er nauðsynleg
  • Eigin reynsla
  • Hvernig gat vinur minn sært mig?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
  • Ætti ég að láta skírast?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
  • Hvernig get ég skipulagt tímann?
    Vaknið! – 2009
  • Eyðing Sódómu og Gómorru
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
Sjá meira
Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
yp2 kafli 35 bls. 289-296

KAFLI 35

Hvernig get ég orðið vinur Guðs?

Þegar Jeremy varð fyrir áfalli í lífinu fór hann að meta mikils að eiga Guð að vini. „Þegar ég var 12 ára fór pabbi frá fjölskyldunni,“ segir hann. „Kvöld eitt lá ég á bæn í rúminu og sárbændi Jehóva um að láta pabba minn koma heim.“

Í örvæntingu sinni fór Jeremy að lesa í Biblíunni. Það snart hann djúpt að lesa orðin í Sálmi 10:14 (Biblían 1981). Þar segir um Jehóva: „Hinn bágstaddi felur þér það; þú ert hjálpari föðurlausra.“ Jeremy segir: „Mér fannst eins og Jehóva væri að tala við mig og láta mig vita að hann myndi hjálpa mér, að hann væri faðir minn. Og það er ekki hægt að hugsa sér betri föður en hann.“

HVORT sem þú ert í svipuðum sporum og Jeremy eða ekki kemur fram í Biblíunni að Jehóva vilji að þú verðir vinur hans. Þar segir jafnvel: „Nálægið ykkur Guði og þá mun hann nálgast ykkur.“ (Jakobsbréfið 4:8) Hugsaðu um hvað þessi orð merkja: Þótt þú getir ekki séð Guð og þótt hann sé miklu æðri en þú býður hann þér að verða vinur sinn!

En það krefst samt vinnu af þinni hálfu að verða vinur Guðs. Tökum dæmi til að lýsa þessu. Ef þú átt stofublóm veistu að það vex ekki bara af sjálfu sér. Til að halda lífi í blóminu verðurðu að vökva það reglulega og hafa það á hentugum stað. Það sama má segja um vináttuna við Guð. Hvernig geturðu stuðlað að því að sú vinátta vaxi?

Sjálfsnám er mikilvægt

Vinátta felur í sér gagnkvæm tjáskipti — að hlusta og að tala. Þannig er líka vináttan við Guð. Með því að lesa og hugleiða Biblíuna hlustum við á það sem Guð hefur að segja okkur. — Sálmur 1:2, 3.

Kannski finnst þér ekki sérlega skemmtilegt að lesa og hugleiða. Margir unglingar vilja heldur horfa á sjónvarpið, fara í tölvuleik eða bara vera með vinum sínum. En ef þú vilt rækta gott vinasamband við Guð er ekki hægt að stytta sér leið. Þú verður að hlusta á hann með því að lesa í orði hans.

En hafðu samt ekki áhyggjur. Sjálfsnám í Biblíunni þarf ekki að vera leiðinlegt. Þú getur lært að hafa gaman að því — jafnvel þótt þú teljir þig ekki vera mikinn námshest. Það fyrsta sem þú þarft að gera er að taka frá ákveðinn tíma fyrir sjálfsnám. „Ég er með stundaskrá,“ segir stelpa sem heitir Lais. „Ég les einn kafla í Biblíunni um leið og ég vakna á morgnana.“ María, 15 ára, fer öðruvísi að. „Ég les smávegis í Biblíunni á hverju kvöldi áður en ég fer að sofa,“ segir hún.

Skoðaðu rammann á bls. 292 og notaðu hann til að búa til þína eigin námsskrá. Skrifaðu síðan hér fyrir neðan hvenær þú getir notað um hálftíma til að lesa í Biblíunni.

․․․․․

Að taka frá tíma er bara byrjunin. Þegar þú ert komin(n) í gang kemstu kannski að því að það er ekki alltaf auðvelt að lesa í Biblíunni. Þú er ef til vill sammála Jezreel, 11 ára, sem segir hreinskilningslega: „Það er erfitt að lesa suma kafla í Biblíunni og þeir eru ekkert mjög skemmtilegir.“ Ef þér finnst það líka skaltu samt ekki gefast upp. Hugsaðu alltaf um lestur þinn í Biblíunni sem tíma til að hlusta á vin þinn, Jehóva Guð. Á endanum ert það þú sem ákveður hversu spennandi og ánægjulegt sjálfsnám þitt verður.

Bænin er nauðsynleg

Bænin er okkar leið til að tala við Guð. Hugsaðu um hvað þetta er einstök gjöf. Þú getur talað við Jehóva hvenær sem er, dag og nótt. Hann er alltaf til staðar. Og það sem meira er, hann vill hlusta á það sem þú hefur að segja. Þess vegna hvetur Biblían okkur: „Gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.“ — Filippíbréfið 4:6.

Eins og fram kemur í þessum ritningarstað er margt sem þú getur talað um við Jehóva. Þú gætir talað um vandamál þín eða áhyggjur. Þú gætir líka nefnt það sem þú ert þakklát(ur) fyrir. Þakkarðu ekki einmitt vinum þínum ef þeir gera eitthvað fyrir þig? Þú getur sýnt Jehóva sama þakklæti því að hann hefur gert meira fyrir þig en nokkur annar vinur gæti gert. — Sálmur 106:1.

Skrifaðu niður það sem þú ert Jehóva þakklát(ur) fyrir.

․․․․․

Þú þarft örugglega að glíma við ýmiss konar ótta og áhyggjur sem íþyngja þér stundum. Í Sálmi 55:23 segir: „Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér, aldrei að eilífu lætur hann réttlátan mann hrasa.“

Skrifaðu á línuna hér á eftir vandamál eða áhyggjur sem þig langar að tala um við Jehóva í bæn.

․․․․․

Eigin reynsla

Það er önnur hlið á vináttunni við Guð sem þú mátt ekki leiða hjá þér. Sálmaritarinn Davíð skrifaði: „Finnið og sjáið að Drottinn er góður.“ (Sálmur 34:9) Þegar Davíð orti 34. sálminn var hann nýbúinn að verða fyrir erfiðri lífsreynslu. Hann var á flótta undan Sál konungi sem vildi drepa hann — og það eitt var nógu skelfilegt í sjálfu sér. En síðan þurfti hann líka að leita sér skjóls hjá óvinum sínum, Filistum. Davíð virtist eiga dauðann vísan en hann sýndi kænsku með því að þykjast vera veikur á geði og náði að komast undan. — 1. Samúelsbók 21:10-15.

Davíð hrósaði ekki sjálfum sér af því að komast svona naumlega undan heldur gaf hann Jehóva heiðurinn. Nokkrum versum á undan í sama sálmi skrifaði Davíð: „Ég leitaði Drottins og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu sem ég hræddist.“ (Sálmur 34:5) Það var vegna eigin reynslu sem Davíð gat hvatt aðra til að ,finna og sjá að Drottinn er góður‘.a

Dettur þér í hug eitthvað sem þú hefur sjálf(ur) upplifað sem staðfestir fyrir þér að Jehóva þyki vænt um þig? Ef svo er, skrifaðu það hér fyrir neðan. Ráð: Þetta þarf ekki að vera eitthvað stórkostlegt. Reyndu að hugsa um blessanir sem þú nýtur á hverjum degi og er kannski auðvelt að taka sem sjálfsögðum hlut.

․․․․․

Kannski hafa foreldrar þínir frætt þig um Biblíuna. Ef svo er þá er það mikil blessun. En þú þarft samt að rækta persónulegt samband við Guð. Ef þú hefur ekki gert það nú þegar geturðu notað efnið í þessum kafla til að hjálpa þér að byrja. Jehóva blessar viðleitni þína. Í Biblíunni segir: „Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna.“ — Matteus 7:7.

LESTU MEIRA UM ÞETTA EFNI Í KAFLA 38 OG 39 Í 1. BINDI BÓKARINNAR.

Í NÆSTA KAFLA

Finnst þér erfitt að tala við aðra um Guð? Lestu nánar um hvernig þú getur varið trú þína.

[Neðanmáls]

a Sumar biblíuþýðingar þýða orðin „finnið og sjáið“ sem „uppgötvið það sjálf“, „komist sjálf að raun um“ og „þið munuð sjá það af eigin reynslu“. — Contemporary English Version, Today’s English Version og The Bible in Basic English.

LYKILRITNINGARSTAÐUR

„Sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ — Lúkas 11:28.

RÁÐ

Með því að lesa aðeins fjórar blaðsíður í Biblíunni á dag geturðu náð að lesa hana alla á um það bil einu ári.

VISSIR ÞÚ . . .?

Sú staðreynd að þú ert að lesa þessa bók og fylgja biblíulegum leiðbeiningum hennar gefur til kynna að Jehóva hafi persónulegan áhuga á þér. — Jóhannes 6:44.

HVAÐ ÆTLA ÉG AÐ GERA?

Til að fá meira út úr sjálfsnámi mínu í Biblíunni ætla ég að ․․․․․

Til að koma meiri reglu á bænir mínar ætla ég að ․․․․․

Það sem mig langar til að spyrja foreldra mína um ․․․․․

HVAÐ FINNST ÞÉR?

● Hvernig geturðu haft meiri ánægju af sjálfsnámi þínu í Biblíunni?

● Af hverju vill Jehóva hlusta á bænir ófullkominna manna?

● Hvernig geturðu bætt bænir þínar?

[Innskot á bls. 291]

„Þegar ég var yngri sagði ég alltaf það sama í bænum mínum. Núna reyni ég að tala við Jehóva um það góða og slæma sem ég upplifi á hverjum degi. Þar sem engir tveir dagar eru eins kemur þetta í veg fyrir að ég segi sömu hlutina aftur og aftur.“ — Eva

[Rammi/Mynd á bls. 292]

rannsakaðu Biblíuna

1. Finndu eina frásögu í Biblíunni sem þig langar til að lesa. Biddu Jehóva um visku til að skilja það sem þú lest.

2. Lestu efnið vandlega. Gefðu þér tíma. Notaðu ímyndunaraflið og eins mörg skilningarvit og þú getur meðan þú ert að lesa: Reyndu að sjá fyrir þér atburðina, heyra raddir persónanna, finna lyktina í loftinu, bragðið af matnum og svo framvegis. Gerðu frásöguna lifandi í huga þér.

3. Hugsaðu um það sem þú varst að lesa. Spyrðu þig spurninga eins og:

● Af hverju lét Jehóva skrá þessa frásögu í orð sitt?

● Hvaða persónur eru góðar fyrirmyndir og hverjar eru til viðvörunar?

● Hvaða lærdóm get ég dregið af þessari frásögu?

● Hvað kennir þetta mér um Jehóva og hvernig hann framkvæmir hlutina?

4. Farðu með stutta bæn til Jehóva. Segðu honum hvað þú lærðir af lestri þínum í Biblíunni og hvernig þú ætlar að nýta þér það. Þakkaðu alltaf Jehóva fyrir gjöfina sem hann hefur gefið þér — orð sitt, heilaga Biblíu!

[Mynd]

„Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.“ — Sálmur 119:105.

[Rammi/Mynd á bls. 294]

Allt í réttri röð

Of upptekin(n) til að biðja? Enginn tími fyrir sjálfsnám í Biblíunni? Oft snýst málið um hvernig þú forgangsraðar.

Gerðu þessa tilraun: Taktu fötu og settu nokkra stóra steina í hana. Fylltu síðan fötuna af sandi — alla leið upp að brún. Núna ertu með fötu fulla af steinum og sandi.

Tæmdu núna fötuna en geymdu steinana og sandinn. Prófaðu síðan að gera þetta í öfugri röð. Helltu sandinum í fötuna og reyndu síðan að koma steinunum ofan í. Er ekkert pláss? Það er vegna þess að núna settirðu sandinn fyrst í fötuna.

Hver er lærdómurinn? Í Biblíunni segir: „Metið þá hluti rétt sem máli skipta.“ (Filippíbréfið 1:10) Ef þú lætur smávægilega hluti eins og afþreyingu hafa forgang er eins og þú hafir aldrei nægan tíma fyrir það sem mikilvægara er — andlegu málin. En ef þú fylgir ráðum Biblíunnar kemstu að raun um að þú getur bæði haft tíma fyrir andlegu málin og afþreyingu. Þetta snýst bara um hvað þú setur fyrst ofan í fötuna!

[Mynd á bls. 290]

Hlúa þarf að stofublómi til að það vaxi og það sama er að segja um vináttuna við Guð.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila