Söngur 20
Blessaðu samkomu okkar
Prentuð útgáfa
1. Er við söfnumst saman, Drottinn,
samkomuna blessi þú.
Vígða staðinn viljum þakka,
verði andi þinn hér nú.
2. Tilbeiðsluna betrumbætum
barmafull af sannleiksþrá.
Þjálfuð vel til þjónustunnar,
þína elsku viljum tjá.
3. Viltu blessa votta þína,
veita frið og góðan róm.
Megi verk og orðin okkar
upphefja þinn konungdóm.
(Sjá einnig Sálm. 22:23; 34:4; Jes. 50:4.)