Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • bh bls. 218-bls. 219 gr. 1
  • Hver er Míkael höfuðengill?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hver er Míkael höfuðengill?
  • Hvað kennir Biblían?
  • Svipað efni
  • Hver er erkiengillinn Mikael?
    Biblíuspurningar og svör
  • Er Jesús höfuðengillinn Míkael?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Hver er Míkael höfuðengill?
    Vaknið! – 2002
  • Míkael, hinn mikli höfðingi, gengur fram
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
Sjá meira
Hvað kennir Biblían?
bh bls. 218-bls. 219 gr. 1

VIÐAUKI

Hver er Míkael höfuðengill?

BIBLÍAN minnist ekki oft á andaveruna Míkael. Þegar hans er getið stendur hann hins vegar í stórræðum. Í Daníelsbók berst hann við illa engla, í Júdasarbréfinu deilir hann við Satan og í Opinberunarbókinni á hann í stríði við Satan og illu andana. Með því að verja stjórn Jehóva og berjast við óvini hans rís hann undir nafni en nafnið merkir „hver er Guði líkur?“ Hver er Míkael?

Stundum eru persónur þekktar undir fleiri en einu nafni. Ættfaðirinn Jakob er líka þekktur undir nafninu Ísrael og Pétur postuli undir nafninu Símon, svo dæmi séu tekin. (1. Mósebók 49:1, 2; Matteus 10:2) Biblían gefur til kynna að Míkael sé annað nafn á Jesú Kristi, bæði fyrir og eftir veru hans á jörðinni. Lítum á biblíuleg rök fyrir þessari ályktun.

Höfuðengill. Í orði Guðs er Míkael kallaður „höfuðengillinn“. (Júdasarbréfið 9) Við tökum eftir að titillinn er með ákveðnum greini sem bendir til þess að aðeins sé til einn höfuðengill. Reyndar stendur orðið aðeins í eintölu í Biblíunni. Jesús er einnig nefndur í tengslum við stöðu höfuðengils. Sagt er um hinn upprisna Drottin Jesú Krist í 1. Þessaloníkubréfi 4:16: „Sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust.“ Þarna er Jesús sagður tala með rödd höfuðengils. Af þessu versi má ráða að Jesús sé höfuðengillinn Míkael.

Foringi hersveitar. Í Biblíunni kemur fram að „Míkael og englar hans“ hafi barist við ‚drekann og engla hans‘, þannig að Míkael er foringi hersveitar trúfastra engla. (Opinberunarbókin 12:7) Opinberunarbókin talar einnig um að Jesús fari fyrir hersveit trúfastra engla. (Opinberunarbókin 19:14-16) Og Páll postuli nefnir sérstaklega ‚Drottin Jesú‘ og ‚engla máttar hans‘. (2. Þessaloníkubréf 1:7) Biblían talar sem sagt bæði um Míkael og ‚engla hans‘ og um Jesú og ‚engla hans‘. (Matteus 13:41; 16:27; 24:31; 1. Pétursbréf 3:22) Hvergi kemur fram í Biblíunni að til séu tveir herir trúfastra engla á himnum, annar undir forystu Míkaels en hinn undir forystu Jesú. Það er því rökrétt að Míkael og Jesús Kristur í himnesku hlutverki hans séu ein og sama persónan.a

a Nánari upplýsingar um að nafnið Míkael sé notað um son Guðs má finna í bókinni Insight on the Scriptures, 2. bindi, bls. 393-94, gefin út af Vottum Jehóva.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila