Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w17 janúar bls. 32
  • Vissir þú?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vissir þú?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
  • Svipað efni
  • Mesta sönnunin fyrir kærleika Guðs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Hann sýndi trú
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • Guð reynir trú Abrahams
    Biblíusögubókin mín
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
w17 janúar bls. 32
Ísak ber eldivið og Abraham ber ílát með heitum glóðum.

Vissir þú?

Hvernig var eldur fluttur milli staða til forna?

Í FRÁSÖGN Biblíunnar í 1. Mósebók 22:6 kemur fram hvað Abraham gerði til að geta fært fórn á fjarlægum stað: „Abraham tók ... brennifórnarviðinn og lagði Ísak syni sínum á herðar en eldinn og hnífinn tók hann sér í hönd. Og þeir gengu báðir saman.“

Í Biblíunni er hvergi minnst á hvaða aðferð var notuð til forna til að kveikja eld. Varðandi umrædda frásögn telur biblíuskýrandi nokkur að „varla hafi verið hægt að halda eldi lifandi alla þá löngu leið“ sem Abraham og Ísak ferðuðust. Það má því vera að í frásögunni sé átt við eldfæri.

Aðrir benda hins vegar á að það hafi ekki verið létt verk að kveikja eld til forna. Ef fólk gat fengið heitar glóðir frá nágrönnum sínum þótti það auðveldara en að reyna að kveikja sinn eigin eld. Margir fræðimenn telja því að Abraham hafi haft með sér ílát – hugsanlega pott hangandi í keðju – og haft í því glóandi kol eða glóðir úr viðarkolum elds frá kvöldinu áður. (Jes. 30:14) Auðvelt hefur verið að nota glóðir fluttar á þennan hátt til að kveikja eld hvenær sem er á ferðalagi.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila