SÖNGUR 109
Höfum brennandi kærleika hvert til annars
Prentuð útgáfa
1. Kærleika við kjósum að tjá,
kærleik sem gleður Jehóva,
æðstur hann er í eðli hans,
okkur hann er svo kær.
Hlýja magnast hjartanu í,
hugljúfa eflir vináttu,
óeigingjörn æ elskan er,
einlægni knúið fær.
Hönd við réttum hrjáðum vin,
hjálpum þá og stöndum þétt við hlið.
Vinir sannir verum við,
veitum umhyggju og lið.
Kristur birti kærleikans mátt,
kenndi hve öflug ást Guðs er,
hreyfði við hjörtum, knúði þau,
hjartahlýjan upphaf er,
sannan kærleik sýna ber.
(Sjá einnig 1. Pét. 2:17; 3:8; 4:8; 1. Jóh. 3:11.)