Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.99 bls. 8
  • Hvað ætlarðu að segja við gyðing?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað ætlarðu að segja við gyðing?
  • Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Svipað efni
  • Notarðu þessa bæklinga?
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Hvernig notum við nýja bæklinginn Gleðifréttir frá Guði?
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Líktu eftir Jehóva og áttu þér einlæglega annt um aðra
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Notum úrval bæklinga í boðunarstarfinu
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1999
km 10.99 bls. 8

Hvað ætlarðu að segja við gyðing?

1 Á fyrstu öld brugðust mörg af „börnum Ísraels“ vel við prédikun Jesú og postula hans. (Post. 10:36) Líkt og þá taka margir einlægir gyðingar nú á tímum heilshugar við sannleikanum — ekki aðeins í Ísrael heldur einnig í Rússlandi, Bandaríkjunum og öðrum löndum. Langar þig til að ná betri árangri þegar þú vitnar fyrir fólki sem er gyðingatrúar? Eftirfarandi tillögur geta hjálpað þér að bera háttvíslega vitni fyrir bæði trúuðum gyðingum og veraldlega sinnuðum.

2 Að bera vitni fyrir trúuðum gyðingum: Hafa ber í huga að trúuðum gyðingum er oft umhugaðra um að fylgja erfikenningum rabbína en um skilgreiningu ákveðinna kennisetninga. Í augum þeirra vega erfikenningarnar jafnþungt og Ritningin. Þeir hafa því ekki endilega áhuga á að kafa djúpt í Biblíuna. Þeir hafa líka tilhneigingu til að líta á Biblíuna sem kristna bók. Þess vegna er yfirleitt best að tala um „Hebresku ritningarnar,“ „Tóruna“ eða „Ritninguna“ þegar vísað er í Biblíuna. Bæklingurinn Will There Ever Be a World Without War? (Verður heimurinn einhvern tíma án styrjalda?) er afbragðsgott rit sem hefur verið sérsamið með gyðinga í huga.

3 Hvaða umræðuefni gæti vakið áhuga trúaðra gyðinga? Þeir trúa því að aðeins sé til einn Guð og að hann hafi mikinn áhuga á mönnum. Þeir trúa því einnig að hann grípi inn í málefni manna. Þú gætir notað þetta til að finna sameiginlegan umræðugrundvöll. Flestir gyðingar eru þar að auki mjög meðvitaðir um þjáningar meðbræðra sinna í síðari heimsstyrjöldinni. Þeir velta fyrir sér hvers vegna Guð leyfði slíkt ranglæti og hvenær endi verði bundinn á illskuna. Við erum vel í stakk búin til að svara slíkum spurningum og getum meðal annars vitnað til þess sem trúbræður okkar máttu þola í helförinni.

4 Til að styggja ekki húsráðandann er best að ræða ekki of fljótt um hver Messías sé. Þú gætir þess í stað rætt um hlutverk Móse í sögu Ísraels og spurt húsráðandann hvort hann haldi að kenningar Móse hafi gildi nú á tímum. Þegar þú telur viðeigandi að ræða um hver Messías sé gætirðu fyrst lesið 5. Mósebók 18:15 sem segir: „Spámann mun [Jehóva] Guð þinn upp vekja meðal þín, af bræðrum þínum, slíkan sem ég er. Á hann skuluð þér hlýða.“ Spyrðu hvern hann haldi að Móse hafi haft í huga þegar hann talaði um spámann slíkan sem sig. Farðu síðan yfir efnið á bls. 14, gr. 17 og 18, í bæklingnum World Without War.

5 Veraldlega sinnaðir gyðingar líta málið öðrum augum: Það viðurkenna ekki allir, sem kalla sig gyðinga, kenningar gyðingdómsins. Margir gyðingar hafa veraldlega afstöðu til trúmála. Þeir hafa meiri áhuga á að gyðingar skeri sig úr með tilheyrandi menningu, erfðavenjum og fræðslukerfi, en að iðka gyðingatrú. Sumir veraldlega sinnaðir gyðingar eru efasemdamenn og fáeinir eru jafnvel trúleysingjar. Það hefur lítið upp á sig í fyrstu að vitna mikið í Hebresku ritningarnar. Það er betra að bera sig að eins og verið sé að ræða við hvern annan trúlausan mann. Þú gætir til dæmis bent á hvernig Biblían er gagnleg fyrir nútímamenn. Ef húsráðandinn trúir ekki að Biblían sé innblásin gæti verið gagnlegt að benda á efni í bæklingnum World Without War, einkanlega kaflann á bls. 3 sem heitir „The Bible — Inspired by God?“ (Biblían — innblásin af Guði?).

6 Þegar þú vitnar fyrir gyðingi gætirðu sagt:

◼ „Flest okkar hafa einhvern tíma misst ástvin. Hvað heldurðu að verði um okkur þegar við deyjum?“ Leyfðu húsráðandanum að svara. Beindu síðan athygli hans að rammagreininni „Death and the Soul — What Are They?“ (Dauðinn og sálin — hvað eru þau?) á bls. 22 í bæklingnum World Without War. Þar er gerður samanburður á því sem Ritningin segir um líf eftir dauðann og kenningum rabbína um þetta efni. Flettu þessu næst upp á 17. grein á bls. 23 og sýndu að samkvæmt Ritningunni eiga hinir dauðu að rísa upp til lífs á paradísarjörð. Bjóddu síðan bæklinginn. Leggðu grunninn að endurheimsókn með því að minnast á að ættfaðirinn Job hafi alið í brjósti þá von að fá upprisu. Bentu á ritningarstaðina í lok 17. greinar og bjóðstu til að koma aftur og ræða þá.

7 Guðspjall Matteusar, Markúsar, Lúkasar og Jóhannesar segja frá gyðingum sem hlustuðu á sannleikann og tóku afstöðu með honum. Jehóva heldur leiðinni til eilífs lífs enn opinni. Margir einlægir Gyðingar eiga enn eftir að læra um Jehóva, hinn sanna Guð, svo að þeir geti einnig fengið að lifa að eilífu í nýjum heimi hans. — Mík. 4:1-4.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila