Brautryðjandastarf — á eftirlaunum
1 Ertu lífeyrisþegi eða á eftirlaunum? Eða kemur brátt að því? Er heilsan þokkalega góð? Þá er brautryðjandastarfið líklega hentugt fyrir þig. Ef þú ert lífeyris- eða eftirlaunaþegi hefur þú sérstaklega gott tækifæri til að verða brautryðjandi — til gagns fyrir söfnuðinn og starfssvæðið.
2 Í mörg ár hefur þú að líkindum verið upptekinn af veraldlegri vinnu. En nú er því ekki lengur fyrir að fara. Hvernig ætlarðu nú að eyða tímanum? Kannski er það í fyrsta sinn á ævinni sem þú ræður hvernig þú ráðstafar honum. Hve mikinn hluta af nýfengnu „frelsi“ ætlarðu að nota í þágu Jehóva? (Orðskv. 3:9, 10) Brautryðjandi verður að skila 18 klukkustunda starfi á viku sem er um það bil helmingur af venjulegum vinnutíma. Virðist það ekki vera viðráðanlegt? Og um leið ert þú að vinna mikilvægasta verkið og það ánægjulegasta sem hugsast getur. — Matt. 24:14.
3 Fjárhagur getur komið í veg fyrir brautryðjandastarfið. En því er ekki til að dreifa hjá lífeyris- eða eftirlaunaþegum. Brautryðjandi er önnum kafinn í þjónustunni. Það veitir lífsfyllingu og hefur tilgang en það eykur hvorki neysluna né útgjöldin. Brautryðjandastarfið auðveldar því fjárhagslega afkomu. — Hebr. 13:5, 6.
4 Sem lífeyrisþegi hefur þú áunnið þér lífsvisku og andlegan þroska sem veitir þér mun fleiri tækifæri til að ná til fólks á svæðinu. Og samfara því að vera brautryðjandi getur þú nýtt þessa eiginleika betur til gagns fyrir ráðvant fólk. Það er líka mikil uppörvun fyrir aðra í söfnuðinum þegar þú kennir, leiðbeinir og þjálfar þá sem þú ferð með út í boðunarstarfið, og þú getur sagt þeim frá reynslu þinni og lífsviðhorfum. — Orðskv. 16:31.
5 Þegar maður er upptekinn við að hjálpa öðrum er maður að hjálpa sjálfum sér um leið. (Post. 20:35) Athafnasamt og hressilegt líf, fullt af ögrunum og gleði, áhugavekjandi fólk og samvistir við trúsystkin hefur hvað með öðru góð áhrif á heilsufarið. Brautryðjandi, 85 ára bróðir, færði í tal við lækni sinn að hætta brautryðjandastarfinu. Læknirinn mælti eindregið gegn því. Nú er bróðirinn níræður og er enn þá brautryðjandi.
6 Brautryðjandastarfið hefur í för með sér einstakt tækifæri til að þróa persónulegra samband við Jehóva. Ert þú lífeyris- eða eftirlaunaþegi? Er stutt í það? Getur þú þá orðið brautryðjandi? — 2. Kor. 2:12; Heb. 6:10.