-
Lærdómur úr lífi siglingamannsVarðturninn – 2000 | 1. september
-
-
Lærdómur úr lífi siglingamanns
ÞAÐ GETUR verið lýjandi að sigla einsamall um opið haf. Þreytan getur gert siglingamanninn svo dofinn að honum hættir við mistökum eða röngum ákvörðunum. Þá kemur rekakkeri í góðar þarfir. Það gefur þreyttum sæfara tækifæri til að hvílast og hressast án þess að skútuna reki hættulega mikið af leið. Og rekakkerið snýr skútunni upp í vindinn og öldurnar þannig að hún verði sem stöðugust.
Kristinn maður er undir sífelldu álagi frá heiminum og þarf að hvílast, líkt og sæfarinn sem lendir í mörgum hættum á hafi úti. Reyndar hvatti Jesús lærisveinana einu sinni til að ‚koma á óbyggðan stað svo að þeir gætu verið einir saman og hvílst um stund.‘ (Markús 6:31) Sumir fara í helgarfrí eða nokkurra vikna ferðalag til að slaka á með fjölskyldunni. Þetta getur bæði hresst og endurnært. En hvernig getum við gætt að andlegu öryggi okkar þegar við erum í fríi? Hvað getum við notað sem andlegt rekakkeri svo að við höldum jafnvægi og okkur reki ekki af leið?
Jehóva hefur gefið okkur þess konar akkeri — heilagt orð sitt, Biblíuna. Með daglegum biblíulestri getum við varðveitt náið samband við hann svo að við fjarlægjumst hann ekki. Ráðleggingar Biblíunnar gera okkur stöðug svo að við getum staðist freistingar Satans og heimsins. Reglulegur biblíulestur, jafnvel þegar við bregðum út af daglegum vanagangi, getur verið eins og andlegt akkeri fyrir okkur. — Jósúabók 1:7, 8; Kólossubréfið 2:7.
Sálmaritarinn minnir á að sá maður sé „sæll“ sem ‚hefur yndi af lögmáli Jehóva og hugleiðir það dag og nótt.‘ (Sálmur 1:1, 2) Daglegur biblíulestur hressir okkur og endurnærir þannig að við getum haldið kristinni stefnu.
-
-
Viltu fá heimsókn?Varðturninn – 2000 | 1. september
-
-
Viltu fá heimsókn?
Biblían veitir þekkingu á Guði, ríki hans og tilgangi með mannkynið sem getur verið hamingju- og gleðigjafi í þessum hrjáða heimi. Ef þú hefur áhuga á frekari upplýsingum eða vilt að einhver heimsæki þig til að aðstoða þig endurgjaldslaust við biblíunám skaltu hafa samband við Varðturninn, Sogavegi 71, 108 Reykjavík, eða nota annað viðeigandi póstfang á bls. 2. Upplýsingar eru einnig veittar í síma 533 1660.
-