Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Það er heiður að fá að boða fagnaðarerindið um ríkið
    Ríkisþjónusta okkar – 2005 | ágúst
    • Það er heiður að fá að boða fagnaðarerindið um ríkið

      1 Á hverjum degi njóta milljarðar manna góðs af því sem Jehóva hefur gert í örlæti sínu til að viðhalda lífi þeirra. (Matt. 5:45) Hins vegar hafa mjög fáir þann heiður að sýna skapara sínum þakklæti með því að prédika fagnaðarerindið um Guðsríki. (Matt. 24:14) Hversu mikils metur þú þennan einstaka heiður?

      2 Boðun Guðsríkis er Guði til heiðurs og færir fólki, sem er þjakað sökum ólgunnar í heiminum, von og frið. (Hebr. 13:15) Þeir sem taka við boðskapnum fá von um eilíft líf. (Jóh. 17:3) Er einhver veraldlegur starfsframi eða starfsgrein sem hefur slíkan ávinning upp á að bjóða? Páll postuli sýndi að hann kunni að meta þjónustu sína og það birtist í því hvernig hann innti hana af hendi. Hann leit á hana sem fjársjóð. — Post. 20:20, 21, 24; 2. Kor. 4:1, 7.

      3 Sýnum þakklæti fyrir þann heiður sem við höfum: Ein leið til að sýna þakklæti fyrir þann heiður að prédika er að huga að því hversu vel við innum þjónustu okkar af hendi. Tökum við frá tíma til að undirbúa kynningu sem snertir hjarta áheyrenda okkar? Getum við tekið framförum í að nota Biblíuna og rökræða við fólk? Förum við vel yfir svæðið sem okkur hefur verið úthlutað? Getum við hafið biblíunámskeið og stýrt því? Líkt og trúfastir kristnir menn, bæði fyrr og nú, sjáum við þetta starf í réttu ljósi þannig að við metum það mikils að mega taka þátt í því. — Matt. 25:14-23.

      4 Þegar vandamál ellinnar, slæm heilsa eða aðrar erfiðar aðstæður koma upp er hughreystandi til þess að vita að það sem við leggjum á okkur til að eiga þátt í boðunarstarfinu er mikils metið. Orð Guðs fullvissar okkur um að Jehóva kunni að meta slíka viðleitni í þjónustunni við hann jafnvel þó að það sem við gerum virðist ekki mikið í augum annarra. — Lúk. 21:1-4.

      5 Boðun Guðsríkis veitir mikla gleði. Systir, sem er 92 ára, sagði: „Það er mikill heiður að geta horft til baka yfir 80 ára heilshugar þjónustu við Guð og sjá ekki eftir neinu. Ef ég gæti lifað líf mitt upp á nýtt myndi ég lifa því á sama hátt vegna þess að ,miskunn Guðs er mætari en lífið‘.“ (Sálm. 63:4) Við skulum einnig meta mikils þá þjónustu sem Guð hefur fengið okkur — boðun fagnaðarerindisins um Guðsríki.

  • 12. hluti: Árangursrík biblíunámskeið
    Ríkisþjónusta okkar – 2005 | ágúst
    • 12. hluti: Árangursrík biblíunámskeið

      Hjálpaðu nemandanum að hefja og halda biblíunámskeið

      1 Þegar biblíunemendur okkar fara að taka þátt í boðunarstarfinu gæti það vaxið þeim í augum að stofna og halda sín eigin biblíunámskeið. Hvernig getum við stuðlað að því að þeir séu jákvæðir gagnvart þessum mikilvæga þætti þjónustunnar? — Matt. 24:14; 28:19, 20.

      2 Þegar biblíunemandi er orðinn hæfur til að verða óskírður boðberi er hann líklega farinn að taka þátt í Boðunarskólanum. Þjálfunin, sem hann hlýtur þegar hann undirbýr og flytur nemendaverkefni, hjálpar honum að verða fær í að kenna öðrum. Þannig getur hann orðið „verkamaður, er ekki þarf að skammast sín og fer rétt með orð sannleikans“. — 2. Tím. 2:15.

      3 Kenndu með fordæmi þínu: Jesús kenndi lærisveinum sínum með því að gefa þeim skýrar leiðbeiningar og setja þeim gott fordæmi. Hann sagði: „Hver sem er fullnuma, verður eins og meistari hans.“ (Lúk. 6:40) Það er mjög mikilvægt að þú líkir eftir Jesú með því að setja sjálfur gott fordæmi í boðunarstarfinu. Þegar nemandinn fylgist með þér í starfinu skilur hann að markmiðið með endurheimsóknum er að hefja biblíunámskeið.

      4 Útskýrðu fyrir nemandanum að þegar við bjóðum fólki biblíunámskeið er venjulega ekki nauðsynlegt að lýsa fyrirkomulagi þess í smáatriðum. Oft er best að sýna hvernig námskeiðið fer fram með því að nota eina eða tvær greinar úr námsefninu. Finna má gagnlegar tillögur um þetta á bls. 8 í þessu tölublaði Ríkisþjónustu okkar og í janúar 2002 á bls. 6. Bentu nemandanum á að hann megi skrá biblíunámskeið í starfsskýrsluna þegar það hefur verið haldið í tvö skipti eftir að hann sýndi námsaðferðina og ástæða er að ætla að það muni halda áfram.

      5 Eftir því sem við á getur þú boðið nemandanum að koma með þér eða öðrum reyndum boðbera til biblíunemanda. Hann gæti komið með athugasemdir í tengslum við ákveðna grein eða lykilritningarstað. Með því að fylgjast með getur nemandinn lært mikið um það hvernig halda eigi árangursrík biblíunámskeið. (Orðskv. 27:17; 2. Tím. 2:2) Hrósaðu honum og ræddu við hann um hvernig hann getur tekið framförum.

      6 Þegar nýir boðberar fá þjálfun í að kenna orð Guðs verða þeir færir um að sinna því mikilvæga starfi að hefja og halda biblíunámskeið. (2. Tím. 3:17) Það er ánægjulegt að starfa með þeim að því að bjóða öðrum „ókeypis lífsins vatn“. — Opinb. 22:17.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • Íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila