Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Að hefja biblíunámskeið við dyrnar eða í síma
    Ríkisþjónusta okkar – 2005 | ágúst
    • Að hefja biblíunámskeið við dyrnar eða í síma

      1, 2. Hvernig gætum við breytt starfsvenjum okkar til að geta hjálpað önnum köfnu fólki að kynna sér Biblíuna?

      1 Fólk er önnum kafið nú á dögum. Margir hafa samt sem áður áhuga á trúmálum. Hvernig getum við hjálpað þeim að svala þessari andlegu þörf? Margir boðberar geta haldið biblíunámskeið við dyrnar hjá fólki eða þá í gegnum síma. Gætir þú reynt þessar aðferðir í boðunarstarfinu?

      2 Til að hefja biblíunámskeið verðum við að geta sýnt hvernig slíkt námskeið fer fram hvenær sem tækifæri gefst. Hvar og hvernig getum við gert það?

      3. Hvers vegna er gott að sýna í fyrstu heimsókn hvernig biblíunámskeið fer fram og hvernig getum við gert það?

      3 Við dyrnar: Þegar þú hittir einhvern sem vill ræða um Biblíuna skaltu fletta upp efnisgreininni sem þú hefur undirbúið fyrir fram, til dæmis fyrstu efnisgreinina í 1. kafla Kröfubæklingsins og byrja síðan. Lestu greinina, ræddu um spurninguna og fjallaðu um einn eða tvo þeirra ritningarstaða sem vintað er í. Þetta má oft gera á fimm til tíu mínútum við dyrnar. Ef viðmælandinn er ánægður með samræðurnar skaltu mæla þér mót við hann til að fara seinna yfir eina eða tvær efnisgreinar í viðbót. — Fleiri tillögur um hvernig hægt er að bjóða biblíunámskeið beint má finna í Ríkisþjónustu okkar í janúar 2002, bls. 5.

      4. Hvernig væri hægt að hefja biblíunámskeið við dyrnar hjá fólki þegar við förum aftur til þess?

      4 Svipaða aðferð má nota til að hefja biblíunámskeið þegar farið er aftur til fólks. Þú gætir til dæmis boðið Kröfubæklinginn og sýnt nafn Guðs með því að nota 1. og 2. grein í 2. kafla. Í næstu heimsókn gætirðu rætt um eiginleika Jehóva eins og þeim er lýst í Biblíunni og notað efnisgreinar 3 og 4. Í samræðum þar á eftir gætirðu farið yfir efnisgreinar 5 og 6 og notað myndina á bls. 5 til að sýna fram á að biblíunámskeið geti hjálpað okkur að kynnast Jehóva. Allt þetta má gera við dyrnar.

      5, 6. (a) Hvers vegna vilja sumir frekar kynna sér Biblíuna í gegnum síma? (b) Hvaða aðferð gætum við notað þegar við bjóðum símabiblíunámskeið?

      5 Í síma: Sumir vilja kannski frekar kynna sér Biblíuna í gegnum síma en augliti til auglitis. Lítum á eftirfarandi frásögu: Systir var að starfa hús úr húsi og hitti önnum kafna, útivinnandi, unga móður. Systurinni tókst ekki að hitta hana aftur heima og ákvað því að hringja í hana. Unga konan sagðist ekki hafa neinn tíma til að ræða um Biblíuna. Þá sagði systirin: „Þú getur lært margt nýtt á 10 til 15 mínútum jafnvel í gegnum síma.“ „Jæja, ef það er hægt í gegnum síma þá er ég til í það,“ svaraði konan. Áður en langt um leið var biblíunámskeið haldið reglulega í gegnum síma.

      6 Er hugsanlegt að einhverjir sem þú ferð til vilji kynna sér Biblíuna í gegnum síma? Þú gætir reynt aðferðina sem var lýst hér að ofan eða sagt: „Við gætum rætt um Biblíuna í gegnum síma ef þú vilt það frekar. Myndi það henta þér betur?“ Ef við lögum starfsaðferðir okkar að kringumstæðum annarra gætum við hjálpað þeim að „öðlast þekking á Guði“. — Orðskv. 2:5; 1. Kor. 9:23.

  • Hvað geturðu sagt um blöðin?
    Ríkisþjónusta okkar – 2005 | ágúst
    • Hvað geturðu sagt um blöðin?

      Varðturninn 1. september

      „Mörgum finnst þeir vera lítils virði. Hvað heldurðu að geti hjálpað þeim? [Gefðu kost á svari.] Í þessu blaði er rætt um það hvernig Biblían getur hjálpað fólki að finna sanna hamingju.“ Bentu á ritningarstaðina sem eru ská- og feitletraðir í greininni „Biblían getur hjálpað þér að finna hamingju“.

      Vaknið! júlí-september

      „Flestir foreldrar leyfa börnunum sínum ekki að horfa á hvað sem er. Hefur þér fundist erfitt að finna kvikmyndir sem eru viðeigandi fyrir fjölskylduna? [Gefðu kost á svari og lestu síðan Efesusbréfið 4:17.] Í þessu blaði er rætt um hvernig foreldrar geta hjálpað börnunum að velja heilnæmt skemmtiefni.“

      Kynning á Kröfubæklingnum

      „Menn þurfa að takast á við margt í lífinu nú á tímum og því mætti spyrja hvort bænin geti komið okkur að raunverulegu gagni?[Gefðu kost á svari.] Margir segja að bænin veiti þeim innri styrk. [Lestu Filippíbréfið 4:6, 7.] Engu að síður getur þeim fundist að þeir fái ekki bænheyrslu. [Opnaðu Kröfubæklinginn á kafla 7.] Þessi bæklingur útskýrir hvernig bænin getur gagnast okkur sem best.“

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • Íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila