-
Árangursrík biblíunámskeiðRíkisþjónusta okkar – 2004 | nóvember
-
-
Árangursrík biblíunámskeið
3. hluti: Notum Biblíuna á áhrifaríkan hátt
1. Hvers vegna ættum við að leggja áherslu á orð Guðs á biblíunámskeiðum?
1 Markmiðið með biblíunámskeiðum er að gera menn að lærisveinum. Það gerum við með því að hjálpa þeim að viðurkenna og skilja kenningarnar í orði Guðs og fara síðan eftir þeim. (Matt. 28:19, 20; 1. Þess. 2:13) Biblían ætti því að vera þungamiðjan í kennslu okkar. Til að byrja með getur verið gagnlegt að hjálpa nemendum að finna ákveðna ritningarstaði í þeirra eigin biblíu. En hvernig getum við notað Ritninguna til að hjálpa þeim að taka andlegum framförum?
2. Hvernig ákveðum við hvaða ritningarstaði við lesum og ræðum um?
2 Veldu ritningarstaði: Þegar þú undirbýrð þig skaltu gera þér grein fyrir hvernig ritningarstaðirnir í námsefninu tengjast því sem til umfjöllunar er og ákveða hverja þeirra þú ætlar að lesa og ræða um í námsstundinni. Alla jafna er gott að lesa þá ritningarstaði sem sýna fram á að trú okkar er byggð á Biblíunni. Ef til vill er ekki þörf á að lesa ritningarstaði sem veita aukaupplýsingar. Taktu mið af þörfum og aðstæðum hvers nemanda.
3. Hvers vegna er gagnlegt að nota spurningar og hvernig getum við beitt þeim?
3 Notaðu spurningar: Í stað þess að útskýra ritningarstaðina fyrir nemandanum skaltu láta hann útskýra þá fyrir þér. Þú getur hvatt hann til þess með því að nota spurningar af leikni. Ef það er augljóst hvernig ritningarstaðurinn á við efnið gætirðu einfaldlega spurt hann hvernig hann styður það sem sagt var í greininni. Í öðrum tilfellum getur þurft ítarlegri spurningu eða röð spurninga til að beina nemandanum að réttri niðurstöðu. Ef þörf er á frekari skýringu er hægt að koma henni á framfæri eftir að nemandinn hefur svarað.
4. Hversu rækilega þurfum við að útskýra ritningarstaðina sem við lesum?
4 Einfaldleiki: Fær bogamaður þarf oft ekki nema eina ör til að hitta í mark. Eins þarf fær kennari ekki mörg orð til að koma hugsun til skila. Hann getur miðlað upplýsingum á einfaldan, skýran og nákvæman hátt. Stundum þarftu kannski að rannsaka ritningarstað með hjálp rita okkar til að skilja hann og útskýra rétt. (2. Tím. 2:15) Reyndu samt ekki að útskýra allar hliðar á hverjum einasta ritningarstað í námsefninu. Veittu aðeins upplýsingar sem leggja áherslu á það sem er til umfjöllunar.
5, 6. Hvernig getum við hjálpað nemendum að fara eftir orði Guðs en hvað ættum við að forðast?
5 Gagnleg heimfærsla: Þegar við á skaltu hjálpa nemandanum að sjá hvernig ritningarstaðir eiga við hann persónulega. Til dæmis þegar þú ræðir um Hebreabréfið 10:24, 25 við nemanda, sem er ekki farinn að sækja safnaðarsamkomur, gætirðu sagt honum frá einni af samkomunum og boðið honum á hana. En þrýstu ekki á hann. Leyfðu orði Guðs að vekja með honum löngun til að gera það sem nauðsynlegt er til að þóknast Guði. — Hebr. 4:12.
6 Þegar við sinnum því verkefni, sem okkur hefur verið falið, að gera menn að lærisveinum skulum við vera ,hlýðin við trúna‘ með því að nota ritningarstaði á áhrifaríkan hátt. — Rómv. 16:26.
-
-
Hvað geturðu sagt um blöðin?Ríkisþjónusta okkar – 2004 | nóvember
-
-
Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. desember
„Sumir telja að hamingjan ráðist af peningum. Heldurðu að svo sé? [Gefðu kost á svari.] Taktu eftir hvað feiknalega ríkur maður skrifaði. [Lestu Prédikarinn 5:10] Þetta tímarit fjallar um verðmæti sem eru miklu meira virði en efnislegur auður.“
Vaknið! október-desember
„Nú á dögum eru glæpamenn stöðugt að finna nýjar leiðir til að svíkja peninga út úr grunlausu fólki. Hefurðu áhyggjur af þessari þróun? [Gefðu kost á svari.] Þetta blað fjallar um nokkrar einfaldar varúðarráðstafanir sem geta verndað okkur gegn fjársvikum.“ Lestu Orðskviðina 22:3.
Kynning á Kröfubæklingnum
„Menn þurfa að takast á við margt í lífinu nú á tímum og því mætti spyrja hvort bænin geti hugsanlega komið okkur að raunverulegu gagni? [Gefðu kost á svari.] Margir segja að bænin veiti þeim innri styrk. [Lestu Filippíbréfið 4:6, 7.] Engu að síður getur þeim fundist að þeir fái ekki bænheyrslu. [Opnaðu Kröfubæklinginn á kafla 7.] Þessi bæklingur útskýrir hvernig bænin getur gagnast okkur sem best.“
-