Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Þín er þörf
    Ríkisþjónusta okkar – 2004 | desember
    • Þín er þörf

      „Þakka ykkur fyrir allt sem þið gerið fyrir okkur. Það er afar mikils virði.“ Þessi orð lýsa vel hversu þakklát við erum fyrir öldungana og safnaðarþjónanna. Þjónum Guðs heldur áfram að fjölga og þess vegna er alltaf þörf fyrir þroskaða karlmenn til að þjóna í næstum 100.000 söfnuðum um allan heim. Ef þú ert skírður bróðir er hjálpar þinnar þörf.

      2 Að ,sækjast eftir‘ þjónustuverkefnum: Hvernig geturðu sóst eftir fleiri þjónustuverkefnum? (1. Tím. 3:1) Aðallega með því að vera til fyrirmyndar á öllum sviðum lífsins. (1. Tím. 4:12; Tít. 2:6-8; 1. Pét. 5:3) Taktu fullan þátt í boðunarstarfinu og hjálpaðu öðrum að gera það líka. (2. Tím. 4:5) Láttu þér einlæglega umhugað um velferð trúsystkina þinna. (Rómv. 12:13) Vertu iðinn við nám í orði Guðs og taktu framförum í að kenna. (Tít. 1:9; 1. Tím. 4:13) Sinntu vel þeim verkefnum sem öldungarnir fela þér. (1. Tím. 3:10) Ef þú ert fjölskyldufaðir skaltu ,veita heimili þínu góða forstöðu‘. — 1. Tím. 3:4, 5, 12.

      3 Að vera öldungur eða þjónn í söfnuðinum kostar mikla vinnu og útheimtir fórnfýsi. (1. Tím. 5:17) Þegar þú sækist eftir þjónustuverkefnum skaltu þess vegna einbeita þér að því að þjóna öðrum af auðmýkt. (Matt. 20:25-28; Jóh. 13:3-5, 12-17) Veltu fyrir þér hugarfari Tímóteusar og leitastu við að líkja eftir honum. (Fil. 2:20-22) Leggðu þig fram um að geta þér gott orð með góðri hegðun líkt og hann. (Post. 16:1, 2) ,Framför þín verður öllum augljós‘ þegar þú þroskar með þér þá andlegu eiginleika sem þarf til að bera aukna ábyrgð og ferð eftir öllum ráðleggingum sem hjálpa þér að gera betur. — 1. Tím. 4:15.

      4 Foreldrar, kennið börnunum að vera hjálpsöm: Börn geta lært að vera hjálpsöm frá því að þau eru mjög ung. Kenndu þeim að prédika, fylgjast með á samkomum og hegða sér vel í ríkissalnum og í skólanum. Kenndu þeim líka að þjóna öðrum. Þau gætu til dæmis hjálpað öldruðum og tekið þátt í að þrífa ríkissalinn. Leyfðu þeim að upplifa gleðina sem fylgir því að gefa. (Post. 20:35) Slík kennsla getur stuðlað að því að þau verði brautryðjendur, safnaðarþjónar og öldungar framtíðarinnar.

  • Árangursrík biblíunámskeið
    Ríkisþjónusta okkar – 2004 | desember
    • Árangursrík biblíunámskeið

      4. hluti: Kennum nemendum að undirbúa sig

      1 Nemandi tekur yfirleitt skjótum framförum í trúnni ef hann les námsefnið fyrir fram, strikar undir svörin og hugsar um hvernig hann geti svarað með eigin orðum. Þegar reglulegu biblíunámskeiði hefur verið komið í gang getur verið gott að fara með nemandanum yfir efnið fyrir næstu námsstund til þess að sýna honum hvernig hann geti undirbúið sig. Flestir nemendur hafa gagn af því að farið sé yfir heilan kafla sameiginlega.

      2 Athugasemdir og undirstrikun: Útskýrðu hvernig hægt sé að finna bein svör við spurningunum. Sýndu nemandanum að þú hefur eingöngu merkt við lykilorð og –setningar í þínu námsriti. Þegar þið undirbúið ykkur fylgir hann kannski fordæmi þínu og merkir aðeins við það sem hann þarf til að hjálpa sér að muna svarið. (Lúk. 6:40) Biddu hann síðan að svara með eigin orðum. Þannig geturðu séð hve vel hann skilur efnið.

      3 Þegar nemandinn undirbýr sig fyrir námið er mikilvægt fyrir hann að skoða vel ritningarstaðina sem ekki eru útskrifaðir. (Post. 17:11) Leiddu honum fyrir sjónir að sérhver biblíutilvísun styður atriði sem kemur fram í efnisgreininni. Sýndu honum hvernig hægt er að gera stuttar athugasemdir á spássíu námsritsins. Leggðu áherslu á að það sem hann er að læra sé byggt á Biblíunni. Hvettu hann til að vera duglegur að nota ritningarstaðina, sem vísað er í, þegar hann svarar á námskeiðinu.

      4 Yfirlit og upprifjun: Áður en nemandinn fer að undirbúa námsefnið ítarlega er gott fyrir hann að fá yfirsýn yfir efnið. Bentu á að hann geti gert það með því að skoða stuttlega kaflaheitið, millifyrirsagnirnar og myndirnar. Segðu honum að gott sé að nota stutta stund til að renna yfir aðalatriði efnisins áður en hann lýkur undirbúningnum. Til þess má nota upprifjunarspurningar, séu þær til staðar. Slík endurtekning hjálpar nemandanum að leggja efnið á minnið.

      5 Ef nemandinn lærir að undirbúa sig vel fyrir námið hjálpar það honum að gefa innihaldsrík svör á safnaðarsamkomum. Það stuðlar líka að því að hann temji sér góðar námsvenjur sem gagnast honum löngu eftir að biblíunámskeiðinu er lokið.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • Íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila