Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • „Nærður af orði trúarinnar“
    Ríkisþjónusta okkar – 2005 | janúar
    • „Nærður af orði trúarinnar“

      1 Við þurfum að leggja okkur mikið fram til að lifa guðrækilega. (1. Tím. 4:7-10) Ef við reyndum það í eigin mætti myndum við fljótt lýjast og okkur myndi skriðna fótur. (Jes. 40:29-31) Ein leið til að fá styrk frá Jehóva er að vera „nærður af orði trúarinnar“. — 1. Tím. 4:6.

      2 Nærandi andleg fæða: Jehóva notar orð sitt og ‚hinn trúa og hyggna þjón‘ til að sjá okkur fyrir ríkulegri andlegri fæðu. (Matt. 24:45) Leggjum við okkur fram um að hafa gagn af henni? Lesum við daglega í Biblíunni? Tökum við frá tíma fyrir einkanám og íhugun? (Sálm. 1:2, 3) Heilnæmar andlegar venjur endurnæra okkur og vernda gegn illum áhrifum frá heimi Satans. (1. Jóh. 5:19) Jehóva er með okkur ef við nærum huga okkar á því sem er heilnæmt og förum eftir því í lífi okkar. — Fil. 4:8, 9.

      3 Jehóva styrkir okkur einnig með safnaðarsamkomum. (Hebr. 10:24, 25) Andlegar leiðbeiningar og heilnæmur félagsskapur á samkomum veita okkur styrk til að vera staðföst í prófraunum. (1. Pét. 5:9, 10) Kristin unglingsstúlka sagði: „Ég er í skólanum allan liðlangan daginn og það gerir mig niðurdregna. En samkomurnar eru eins og vin í eyðimörkinni, þar sem ég fæ hressingu sem hjálpar mér til að takast á við næsta skóladag.“ Við fáum svo sannarlega blessun fyrir að leggja okkur fram við að sækja samkomur.

      4 Boðun sannleikans: Boðunarstarfið var sem matur fyrir Jesú og veitti honum kraft. (Jóh. 4:32-34) Við endurnærumst einnig þegar við tölum við aðra um stórkostleg loforð Guðs. Með því að vera önnum kafin í boðunarstarfinu beinum við huga okkar og hjarta að Guðsríki og þeim blessunum sem eru rétt fram undan. Það er svo sannarlega hressandi. — Matt. 11:28-30.

      5 Það er mikill heiður að fá að njóta hinnar ríkulegu andlegu fæðu sem Jehóva sér fólki sínu fyrir nú á dögum. Við skulum halda áfram að fagna af hjartans gleði, honum til lofs. — Jes. 65:13, 14.

  • Árangursrík biblíunámskeið
    Ríkisþjónusta okkar – 2005 | janúar
    • Árangursrík biblíunámskeið

      5. hluti: Hvað á að fara yfir mikið efni í hverri námsstund?

      1 Þegar Jesús kenndi lærisveinunum tók hann mið af getu þeirra og kenndi þeim aðeins það „sem þeir gátu numið“. (Mark. 4:33; Jóh. 16:12) Þeir sem kenna orð Guðs nú á dögum verða einnig að meta á hvaða hraða sé best að fara yfir námsefnið. Það fer töluvert eftir getu og aðstæðum kennarans og nemandans.

      2 Byggðu upp sterka trú: Sumir nemendur þurfa tvær eða þrjár námsstundir til að meðtaka það sem aðrir skilja auðveldlega eftir eina námsstund. Það skiptir meira máli að nemandinn skilji efnið vel en að hann komist yfir það á sem skemmstum tíma. Allir nemendur þurfa að hafa góðan grunn að nýfundinni trú sinni á orði Guðs. — Orðskv. 4:7; Rómv. 12:2.

      3 Notaðu þann tíma sem þarf í hverri viku til að hjálpa nemandanum að skilja og taka við því sem hann lærir af orði Guðs. Gættu þess að fara ekki svo hratt yfir efnið að nemandinn hafi ekki fullt gagn af því. Gefðu þér nægan tíma til að beina athygli að aðalatriðum og ræða um helstu ritningarstaðina sem kennslan byggist á. — 2. Tím. 3:16, 17.

      4 Farðu ekki út af sporinu: Þó að við eigum ekki að hraða okkur í gegnum efnið viljum við ekki heldur fara út af sporinu. Ef nemandanum hættir til að tala mikið um persónuleg mál gætum við þurft að sjá til þess að það sé gert eftir námsstundina. — Préd. 3:1.

      5 Þar sem við höfum brennandi áhuga á sannleikanum gætum við líka sjálf þurft að passa upp á að tala ekki of mikið í námsstundinni. (Sálm. 145:6, 7) Það getur verið gagnlegt að benda einstöku sinnum á viðbótarefni eða frásögu. Slíkt má hins vegar ekki verða svo mikið eða langdregið að það komi í veg fyrir að nemandinn fái nákvæma þekkingu á grundvallarkenningum Biblíunnar.

      6 Við getum hjálpað biblíunemendum að ganga „í ljósi Drottins“ ef við förum yfir hæfilega mikið efni í hverri námsstund. — Jes. 2:5.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • Íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila