Áhersla lögð á biblíunámskvöld fjölskyldunnar í dagatalinu 2011
Stefið í dagatali Votta Jehóva 2011 er biblíunámskvöld fjölskyldunnar. Dagatalið sýnir fjölskyldur í nútímanum og fyrirmyndir þeirra á biblíutímanum. Einnig eru myndir af hjónum og einhleypum þjónum Jehóva sem lesa og hugleiða orð hans.
Biblíupersónurnar í dagatalinu höfðu yndi af lögmáli Jehóva en það var nauðsynlegt til að geta staðist þá erfiðleika sem urðu á vegi þeirra. (Sálm. 1:2, 3) Myndirnar í dagatalinu minna okkur á mikilvægi biblíunámskvöldsins, hvort sem fjölskyldan er stór eða lítil og hvort sem við búum á trúarlega skiptu heimili eða ekki. Á dagatalinu er lína til að skrá daginn sem fjölskyldan hefur tekið frá fyrir biblíunámskvöldið. Ert þú búinn að skrá daginn þinn?