-
Hver er vilji Guðs?Hverjir gera vilja Jehóva?
-
-
Hver er vilji Guðs?
Guð vill að við lifum að eilífu í friði og hamingju í paradís á jörð.
Þér er kannski spurn hvort það geti nokkurn tíma orðið að veruleika. Í Biblíunni segir að ríki Guðs komi þessu til leiðar. Það er vilji hans að allir fræðist um þetta ríki og fyrirætlun hans með mennina. – Sálmur 37:11, 29; Jesaja 9:6.
Guð vill að við njótum góðs af kennslu hans.
Góður faðir vill börnum sínum allt það besta. Faðir okkar á himnum óskar þess einnig að við lifum hamingjusöm að eilífu. (Jesaja 48:17, 18) Hann hefur lofað að ,sá sem geri Guðs vilja vari að eilífu‘. – 1. Jóhannesarbréf 2:17.
Guð vill að við göngum leiðina sem hann bendir á.
Í Biblíunni segir að skaparinn vilji ,vísa okkur vegu sína‘ til að við getum „gengið brautir hans“. (Jesaja 2:2, 3) Hann hefur kallað saman ,lýð sem ber nafn hans‘ og skipulagt hann til að boða vilja sinn um allan heim. – Postulasagan 15:14.
Guð vill að við séum sameinuð í tilbeiðslu á honum.
Sönn tilbeiðsla á Jehóva sundrar ekki heldur sameinar. Hún kennir fólki að elska hvert annað. (Jóhannes 13:35) Hverjir kenna körlum og konum um heim allan að þjóna Guði í sameiningu? Við hvetjum þig til að kynna þér málið með hjálp þessa rits.
-
-
Hvers konar fólk er vottar Jehóva?Hverjir gera vilja Jehóva?
-
-
1. HLUTI
Hvers konar fólk er vottar Jehóva?
Danmörk
Taívan
Venesúela
Indland
Hve marga votta Jehóva þekkirðu? Við getum verið nágrannar þínir, vinnufélagar eða skólafélagar. Þú hefur ef til vill rætt við eitthvert okkar um biblíuleg mál. Hver erum við eiginlega og hvers vegna boðum við trú okkar meðal almennings?
Við erum ósköp venjulegt fólk. Við erum af ýmsum uppruna og ólumst upp við ólíkar aðstæður. Sum okkar voru annarrar trúar, önnur trúðu ekki á Guð. En áður en við gerðumst vottar gáfum við okkur öll tíma til að kynna okkur kenningar Biblíunnar vandlega. (Postulasagan 17:11) Við vorum sátt við það sem við lærðum og ákváðum því að tilbiðja Jehóva Guð.
Við njótum góðs af biblíunámi okkar. Eins og allir aðrir þurfum við að glíma við okkar eigin veikleika og ýmis önnur vandamál. Við finnum hins vegar að það bætir lífsgæðin til muna að reyna að fara eftir meginreglum Biblíunnar dagsdaglega. (Sálmur 128:1, 2) Það er ein ástæðan fyrir því að við segjum öðrum frá góðum lífsreglum Biblíunnar sem við höfum lært.
Við lifum eftir góðum gildum Biblíunnar. Þessi gildi stuðla að velferð okkar og virðingu fyrir öðrum, ásamt góðvild og heiðarleika. Þau hvetja fólk til að vera ábyrgir þjóðfélagsþegnar og efla gott siðferði og samheldni í fjölskyldunni. Við erum sannfærð um að ,Guð fari ekki í manngreinarálit‘ þannig að við skiptumst ekki eftir kynþáttum og stjórnmálum. Söfnuðurinn okkar er því eitt alþjóðlegt bræðralag. Hann er einstakur þótt hann sé myndaður af ósköp venjulegu fólki. – Postulasagan 4:13; 10:34, 35.
Hvað er sameiginlegt með vottum Jehóva og öllum öðrum?
Hvaða gildi hafa vottar Jehóva lært af biblíunámi sínu?
-
-
Hvers vegna köllum við okkur Votta Jehóva?Hverjir gera vilja Jehóva?
-
-
2. HLUTI
Hvers vegna köllum við okkur Votta Jehóva?
Nói
Abraham og Sara
Móse
Jesús Kristur
Margir halda að nafngiftin Vottar Jehóva sé fremur ný af nálinni en svo er ekki. Þjónar hins sanna Guðs voru kallaðir „vottar“ hans fyrir meira en 2.700 árum. (Jesaja 43:10-12) Fram til 1931 kölluðum við okkur Biblíunemendur. Af hverju tókum við þá upp nafnið Vottar Jehóva?
Það bendir á Guð okkar. Nafnið Jehóva stendur mörg þúsund sinnum í fornum handritum Biblíunnar. Í mörgum þýðingum hennar hafa verið settir titlar eins og Drottinn eða Guð í staðinn. Hinn sanni Guð opinberaði hins vegar Móse að hann héti Jehóva og sagði: „Þetta er nafn mitt um aldur og ævi.“ (2. Mósebók 3:15; 6:3, neðanmáls) Þannig aðgreindi hann sig frá öllum falsguðum. Við erum stolt af því að mega bera heilagt nafn Guðs.
Það lýsir hlutverki okkar. Í aldanna rás vitnaði fjöldi fólks um trú sína á Jehóva. Hinn réttláti Abel var fyrstur þessara „fjölda votta“, en af öðrum má meðal annars nefna Nóa, Abraham, Söru, Móse og Davíð. (Hebreabréfið 11:4–12:1) Við erum staðráðin í að boða sannleikann um þann Guð sem við tilbiðjum, ekki ósvipað og maður sem vitnar fyrir rétti um sakleysi annars.
Við líkjum eftir Jesú. Í Biblíunni er hann nefndur „votturinn trúi og sanni“. (Opinberunarbókin 3:14) Jesús sagðist hafa opinberað nafn Guðs og borið vitni sannleikanum um hann. (Jóhannes 17:26; 18:37) Sannir fylgjendur Krists verða þess vegna að bera nafn Jehóva og kunngera það. Vottar Jehóva leitast við að gera það.
Af hverju tóku Biblíunemendurnir upp nafnið Vottar Jehóva?
Hve lengi hefur Jehóva átt sér votta á jörðinni?
Hver er mesti vottur Jehóva?
-