Hvað ætlar þú að gera um hátíðarnar?
Margir eiga frí frá vinnu og eru því heima við á hátíðisdögum og öðrum lögbundnum frídögum. Þess vegna er tilvalið að fara í boðunarstarfið þessa daga. Söfnuðirnir eru hvattir til að gera sérstakar ráðstafanir fyrir boðunarstarf þá frídaga sem eru fram undan. Ef margir á svæðum okkar sofa lengur fram eftir morgni þessa daga væri gott að breyta tímum fyrir samansafnanir í samræmi við það. Tilkynna má söfnuðinum á þjónustusamkomu um sérstakar ráðstafanir fyrir boðunarstarf á frídögum og jafnframt hvetja alla sem geta til að taka þátt í því. Að sjálfsögðu getum við líka notað frídagana til að hvíla okkur eða annast persónuleg mál. Hvernig væri að taka frá hluta úr degi til að boða fagnaðarerindið? Þá finnur maður hvað það er endurnærandi að taka þátt í heilagri þjónustu. – Matt. 11:29, 30.