-
Spurning 13: Hvað segir Biblían um vinnu?Kynning á orði Guðs
-
-
SPURNING 13
Hvað segir Biblían um vinnu?
„Sjáir þú mann vel færan í verki sínu mun hann veita konungum þjónustu sína en ekki þjóna ótignum mönnum.“
„Hinn stelvísi hætti að stela en leggi hart að sér og geri það sem gagnlegt er með höndum sínum svo að hann hafi eitthvað að miðla þeim sem þurfandi er.“
„Að matast, drekka og gleðjast af öllu erfiði sínu, einnig það er Guðs gjöf.“
-
-
Spurning 14: Hvernig geturðu lært að fara vel með peninga?Kynning á orði Guðs
-
-
SPURNING 14
Hvernig geturðu lært að fara vel með peninga?
„Öreigi verður sá sem sólginn er í skemmtanir, sá sem sólginn er í vín og olíu verður ekki ríkur.“
„Lánþeginn verður þræll lánardrottins síns.“
„Hver yðar sest ekki fyrst við ef hann ætlar að reisa turn og reiknar kostnaðinn, hvort hann eigi nóg til að ljúka verkinu? Ella má svo fara að hann leggi undirstöðu en fái ekki lokið við og allir, sem það sjá, taki að spotta hann og segja: Þessi maður fór að byggja en gat ekki lokið.“
„Þegar fólkið var orðið mett segir Jesús við lærisveina sína: ,Safnið saman leifunum svo ekkert spillist.‘“
-
-
Spurning 15: Hvernig geturðu fundið hamingjuna?Kynning á orði Guðs
-
-
SPURNING 15
Hvernig geturðu fundið hamingjuna?
„Betri er einn skammtur kálmetis með kærleika en alinaut með hatri.“
„Ég er Drottinn, Guð þinn, sem kenni þér það sem gagnlegt er, leiði þig þann veg sem þú skalt ganga.“
„Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju því orði, sem fram gengur af Guðs munni.“
„Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“
„Eins og þér viljið að aðrir menn geri við yður, svo skuluð þér og þeim gera.“
„Sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það.“
„Enginn þiggur líf af eigum sínum þótt auðugur sé.“
„Ef við höfum fæði og klæði þá látum okkur það nægja.“
„Sælla er að gefa en þiggja.“
-
-
Spurning 16: Hvernig geturðu tekist á við áhyggjur og kvíða?Kynning á orði Guðs
-
-
SPURNING 16
Hvernig geturðu tekist á við áhyggjur og kvíða?
„Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér, aldrei að eilífu lætur hann réttlátan mann hrasa.“
„Áform hins iðjusama færa arð en hroðvirkni endar í örbirgð.“
„Óttast eigi því að ég er með þér, vertu ekki hræddur því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með sigrandi hendi minni.“
„Hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn?“
„Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.“
„Metið þá hluti rétt sem máli skipta.“
„Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú.“
-
-
Spurning 17: Hvernig getur Biblían hjálpað fjölskyldunni?Kynning á orði Guðs
-
-
SPURNING 17
Hvernig getur Biblían hjálpað fjölskyldunni?
EIGINMENN/FEÐUR
„Þannig skulu eiginmennirnir elska konur sínar eins og eigin líkami. Sá sem elskar konu sína elskar sjálfan sig. Enginn hefur nokkru sinni hatað eigið hold heldur elur hann það og annast ... Hver og einn skal elska eiginkonu sína eins og sjálfan sig.“
„Feður, reitið ekki börn ykkar til reiði heldur alið þau upp með aga og fræðslu um Drottin.“
EIGINKONUR
„Konan beri lotningu fyrir manni sínum.“
„Konur, verið undirgefnar eiginmönnum ykkar eins og sómir þeim er Drottni heyra til.“
BÖRN
„Börn, hlýðið foreldrum ykkar vegna Drottins því að það er rétt. ,Heiðra föður þinn og móður‘ – það er hið fyrsta boðorð með fyrirheiti: ,til þess að þér vegni vel og þú verðir langlífur á jörðinni.‘“
„Börn, verið hlýðin foreldrum ykkar í öllu því að það er Drottni þóknanlegt.“
-