ÞJÁLFUNARLIÐUR 5
Nákvæmni í lestri
1. Tímóteusarbréf 4:13
YFIRLIT: Lestu upphátt það sem stendur á blaðsíðunni.
HVERNIG FER MAÐUR AÐ?
Undirbúðu þig vel. Íhugaðu hvers vegna kaflinn var skrifaður. Æfðu þig í að lesa orðasambönd en ekki bara stök orð. Gættu þess að sleppa ekki, bæta ekki við eða skipta út orðum. Taktu mið af öllum greinarmerkjum.
Berðu hvert orð rétt fram. Ef þú veist ekki hvernig á að bera eitthvert orð fram skaltu fletta því upp í orðabók, hlusta á hljóðskrá með upplestri ritsins eða biðja einhvern sem les vel um aðstoð.
Talaðu skýrt og greinilega. Vandaðu framburðinn, réttu vel úr þér og opnaðu vel munninn. Leitastu við að bera fram hvern einasta sérhljóða.