LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Hvernig geta hjón styrkt hjónabandið?
Abraham og Sara elskuðu og virtu hvort annað og voru hjónum góðar fyrirmyndir. (1Mó 12:11–13; 1Pé 3:6) Hjónaband þeirra var samt sem áður ekki fullkomið og þau þurftu að glíma við erfiðleika í lífinu. Hvað geta hjón lært af því að hugleiða fordæmi Abrahams og Söru?
Talið saman. Sýndu lítillæti þegar maki þinn segir eitthvað í uppnámi eða er pirraður. (1Mó 16:5, 6) Takið ykkur tíma saman. Fullvissaðu maka þinn um ást þína með því sem þú segir og gerir. Hafið umfram allt Jehóva með í hjónabandi ykkar með því að rannsaka Biblíuna, biðja og tilbiðja Jehóva saman. (Pré 4:12) Sterk hjónabönd heiðra Jehóva, höfund þessa heilaga sambands.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ LYKILLINN AÐ STERKU HJÓNABANDI OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvað benti til þess að Shaan og Kiara væru að fjarlægjast hvort annað?
Hvers vegna eru heiðarleg og opin tjáskipti mikilvæg í hjónabandi?
Hvernig hjálpaði fordæmi Abrahams og Söru þeim Shaan og Kiöru?
Hvað gerðu Shaan og Kiara til að styrkja hjónabandið?
Hvers vegna ættu eiginmaður og eiginkona ekki að gera ráð fyrir því að hjónabandið sé fullkomið?
Þú getur styrkt hjónabandið þitt