Til vinstri: Betelfjölskyldan í Brooklyn hélt jól í síðasta sinn árið 1926. Til hægri: Fólk tekur eftir að vottar Jehóva skera sig úr fjöldanum.
3. HLUTI
Lög og gildi Guðsríkis – að leita réttlætis Guðs
ÞÚ VINKAR nágrannanum um leið og þú gengur fram hjá. Þú hefur tekið eftir að hann hefur verið að fylgjast með þér og fjölskyldunni upp á síðkastið. Hann vinkar á móti og gefur þér síðan bendingu um að koma. „Má ég spyrja þig um svolítið?“ spyr hann. „Af hverju eruð þið svona ólík öðrum?“ „Hvað áttu við?“ spyrð þú. „Þið eruð vottar Jehóva, er það ekki? Þið skerið ykkur úr fjöldanum. Þið eruð ekki eins og önnur trúfélög. Þið haldið ekki hátíðir og takið ekki þátt í stjórnmálum eða styrjöldum. Þið reykið ekki. Og þið fjölskyldan virðist leggja mikið upp úr góðu siðferði. Af hverju eruð þið ólík öðrum á svona marga vegu?“
Þú veist að svarið við spurningu nágrannans er í rauninni einfalt: Við erum þegnar Guðsríkis. Konungurinn Jesús er sífellt að fága okkur og bæta. Hann hjálpar okkur að feta í fótspor sín og þess vegna skerum við okkur úr í þessum illa heimi. Í þessum hluta bókarinnar skoðum við hvernig ríki Messíasar hefur fágað og hreinsað þjóna Guðs trúarlega, siðferðilega og skipulagslega, Jehóva til heiðurs.