Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w93 1.11. bls. 32
  • Getur þú treyst Biblíunni?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Getur þú treyst Biblíunni?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
w93 1.11. bls. 32

Getur þú treyst Biblíunni?

MYNDIR þú búast við að finna pening ef þú tækir þér Biblíu í hönd? Hvað um þennan ævaforna silfurpening?

Margir líta á Biblíuna sem gamla bók með skemmtilega gamaldags sögum og aðdáunarverðum siðaboðskap. Hins vegar trúa þeir ekki að frásagnir Biblíunnar séu sagnfræðilega nákvæmar þannig að þeir afneita því að hún sé orð Guðs. Kappnóg rök eru þó fyrir því að Biblían sé nákvæm. Þessi peningur (stækkuð mynd) er gott dæmi. Hvað stendur á honum?

Peningurinn er gerður í Tarsus, borg þar sem nú er suðausturhluti Tyrklands. Hann var sleginn í stjórnartíð persneska landstjórans Mazaeusar á fjórðu öld fyrir okkar tímatal. Á peningnum er hann titlaður landstjóri héraðsins „hinumegin Fljóts,“ það er að segja Efratfljótsins.

En hvers vegna eru þessi orð athyglisverð? Vegna þess að þau eru líka notuð í Biblíunni. Í Esrabók 5:6–6:13 er greint frá bréfaskiptum Daríusar Persakonungs og landstjóra sem Tatnaí hét. Umræðuefnið er endurbygging musteris Gyðinga í Jerúsalem. Esra var fær afritari lögmáls Guðs og má því vænta þess að hann hafi verið nákvæmur og áreiðanlegur í því sem hann skrifaði. Í Esrabók 5:6 og 6:13 má lesa að hann kallaði Tatnaí ‚landstjóra héraðsins hinumegin Fljóts.‘

Esra skrifaði þetta um árið 460 f.o.t., um 100 árum áður en þessi peningur var sleginn. Sumum finnst það kannski lítilsvert smáatriði hvaða titli forn embættismaður var kallaður, en ef hægt er að treysta biblíuriturunum jafnvel í svona smáu, ætti það þá ekki að auka traust okkar á öðru sem þeir skrifuðu?

Í fyrstu tveim greinunum í þessu blaði er bent á fleiri ástæður til þess að treysta Biblíunni.

[Rétthafi myndar á blaðsíðu 32]

Úr safni Fornminjaráðuneytis Ísraels; uppstilling og ljósmyndun: Israel Museum

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila