SÖNGUR 125
„Sælir eru miskunnsamir“
1. Guð sæll og miskunnsamur er,
á sonum manna aumur sér.
Hann hjálpar fús í hverri nauð
og heyrir bæn um daglegt brauð.
Ef auðmjúk iðrumst getum öll
treyst að hann heyri bænaköll.
Hann minnist þess að erum mold,
er miskunnsamur við allt hold.
2. Ef synd og sorg er okkar kvöl
Guðs sönnu miskunn á er völ.
Af Jesú lærum best þá list
að leita Guðs í bænum fyrst:
„Æ, faðir, fyrirgefðu mér,
í fyrirgefning líkist þér.“
Þá gremjunni ég get vel eytt
sem getur frið í hjarta veitt.
3. Er öðrum miskunn miðlum hlý
við mildi sýnum verki í.
Ef miklumst ei er gefum gjöf
á gleði verður aldrei töf.
Þá Guð, sem þínar gjafir sér,
mun gjarnan endurgjalda þér.
Já, sælir miskunnsamir menn,
Guð slíka fegurð metur enn.
(Sjá einnig Matt. 6:2-4, 12-14.)