ÞJÁLFUNARLIÐUR 15
Sannfæringarkraftur
1. Þessaloníkubréf 1:5
YFIRLIT: Sýndu að þú sért sannfærður um sannleikann og að það sem þú segir sé mikilvægt.
HVERNIG FER MAÐUR AÐ?
Undirbúðu þig vandlega. Rannsakaðu efnið þangað til þú skilur hvernig rökin í Biblíunni sýna fram á sannleiksgildi þess. Reyndu að lýsa meginatriðunum í verkefni þínu með fáeinum einföldum orðum. Beindu athyglinni að því hvernig efnið getur hjálpað þeim sem hlusta. Biddu um heilagan anda.
Notaðu orð sem gefa til kynna að þú sért sannfærður. Notaðu eigin orð frekar en að endurtaka það sem stendur í riti. Tjáðu þig þannig að það sýni að þú sért sannfærður um það sem þú segir.
Sýndu áhuga og einlægni. Talaðu nógu hátt. Þar sem það telst viðeigandi skaltu hafa augnsamband við áheyrendur.