LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Þáttur minn í góðu mannorði safnaðarins
Fólk tekur eftir framkomu votta Jehóva. (1Kor 4:9) Við ættum að velta fyrir okkur hvort það sem við segjum og gerum sé Jehóva til lofs. (1Pé 2:12) Við viljum að sjálfsögðu ekki gera neitt sem varpar skugga á það góða mannorð sem Vottar Jehóva hafa áunnið sér í áranna rás. – Pré 10:1.
Skrifaðu við eftirfarandi aðstæður hvernig vottur Jehóva ætti að bregðast við og gagnlega meginreglu í Biblíunni:
Þegar einhver sem er ekki vottur gagnrýnir þig reiðilega.
Þegar fötin þín eru orðin ósnyrtileg eða bíllinn eða heimilið.
Þegar lög landsins virðast vera ósanngjörn eða erfitt að fara eftir þeim.
Sjáðu hvernig rannsóknir starfsfólks ritdeildarinnar stuðla að góðu mannorði safnaðarins.
HORFÐU Á MYNDBANDIÐ STUÐLAÐ AÐ VIRÐINGU FYRIR SANNLEIKANUM OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGU:
Hvað finnst þér eftirtektarvert við þá vinnu sem söfnuðurinn leggur í að undirbúa nákvæmt efni?