Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w20 mars bls. 30
  • Vissir þú?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vissir þú?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
  • Svipað efni
  • Frá flóðinu til frelsunarinnar úr Egyptalandi
    Biblíusögubókin mín
  • Fjölskyldan flytur til Egyptalands
    Biblíusögubókin mín
  • Vondur konungur í Egyptalandi
    Biblíusögubókin mín
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
w20 mars bls. 30
Jósef gengur í miðri úlfaldalest sem er á leið til Egyptalands.

Vissir þú?

Hvaða heimildir eru utan Biblíunnar fyrir því að Ísraelsmenn hafi verið þrælar í Egyptalandi?

Biblían segir að ættfaðirinn Jakob og fjölskylda hans hafi flust frá Kanaanslandi til Egyptalands einhvern tíma eftir að Midíanítar fóru með Jósef þangað. Þau settust að á svæði sem nefnt er Gósenland og er nálægt ósum Nílar. (1. Mós. 47:1, 5, 6) Ísraelsmenn „voru frjósamir svo að þeim fjölgaði“. Það leiddi til þess að Egyptar óttuðust þá og neyddu þá til að vinna þrælavinnu. – 2. Mós. 1:7–14.

Sumir biblíugagnrýnendur hafa hæðst að þessari frásögn Biblíunnar og kallað hana goðsögn. En til eru heimildir fyrir því að Semítara hafi búið í Egyptalandi til forna og verið þrælar.

Fornleifafræðingar hafa til dæmis fundið leifar af fornum byggðum í Norður-Egyptalandi. Doktor John Bimson segir að heimildir séu fyrir því að þar hafi verið 20 eða fleiri semískar byggðir. Auk þess segir Egyptalandsfræðingurinn James K. Hoffmeier: „Á tímabilinu frá um 1800 til 1540 f.Kr. sóttist semískumælandi fólk frá Vestur-Asíu eftir að flytjast búferlum til Egyptalands.“ Hann bætir við: „Þetta er sama tímabil og svonefndi ,ættfeðratíminn‘ og stemmir því við tíma og aðstæður sem lýst er í 1. Mósebók.“

Það eru líka til heimildir frá Suður-Egyptalandi. Papírushandrit frá tímum Miðjuríkisins (um 2000–1600 f.Kr.) inniheldur nöfn þræla sem unnu á heimili í Suður-Egyptalandi. Rúmlega fjörutíu nafnanna eru semísk. Þrælarnir, eða þjónustufólkið, elduðu, ófu textílefni og unnu aðra erfiðisvinnu. Hoffmeier segir: „Í ljósi þess að rúmlega fjörutíu semítar unnu á sama heimili í Thebaid [Suður-Egyptalandi] er líklegt að fjöldi þeirra um allt Egyptaland og sérstaklega við ósa Nílar hafi verið talsverður.“

Fornleifafræðingurinn David Rohl bendir á að sum nöfnin séu eins og komin af blöðum Biblíunnar. Papírusslitrin innihalda til dæmis nöfn sem eru svipuð nöfnum eins og Íssakar, Asser og Sifra. (2. Mós. 1:3, 4, 15) „Þetta sannar að Ísraelsmenn voru þrælar í Egyptalandi,“ segir Rohl að lokum.

Doktor Bimson segir: „Arfsagnir Biblíunnar um þrælkunina í Egyptalandi og brottförina þaðan eiga sér trausta stoð í sögunni.“

a Heitið Semíti er dregið af nafninu Sem en hann var einn þriggja sona Nóa. Meðal afkomenda Sems voru líklega Elamítar, Assýringar, Fornkaldear, Hebrear, Sýrlendingar og ýmsir ættbálkar Araba.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila