SÖNGUR 140
Loksins eilíft líf
Prentuð útgáfa
1. Sérðu þá sjón fyrir þér,
samlynt mannkynið lifir?
Langþráðan frið lítum við,
líf sem er laust við kvöl.
(VIÐLAG)
Syngjum af hjarta hátt!
Hlut getum í því átt.
Syngjum þann dag sigurlag:
„Sjá, loksins eilíft líf.“
2. Áhyggjur engan mann hrjá,
óttalaust getum lifað.
Æskuþrótt fá allir þá,
eilífan frið við Guð.
(VIÐLAG)
Syngjum af hjarta hátt!
Hlut getum í því átt.
Syngjum þann dag sigurlag:
„Sjá, loksins eilíft líf.“
3. Paradís unaðar í
allir lofsyngja Guði.
Og með Guðs lýð ár og síð
upphefjum Jehóva.
(VIÐLAG)
Syngjum af hjarta hátt!
Hlut getum í því átt.
Syngjum þann dag sigurlag:
„Sjá, loksins eilíft líf.“
(Sjá einnig Job. 33:25; Sálm 72:7; Opinb. 21:4.)