SÖNGUR 93
Blessaðu samkomuna
Prentuð útgáfa
1. Jehóva, við söfnumst saman,
samkomuna blessi þú.
Vígða staðinn viljum þakka,
verði andi þinn hér nú.
2. Þér við viljum þjóna betur,
þekking okkur vaxi hjá.
Þjálfun veit í þjónustunni,
þinni elsku kynnumst þá.
3. Viltu blessa votta þína,
veita ávallt traust og hald.
Megi verk og orðin okkar
upphefja þitt drottinvald.
(Sjá einnig Sálm 22:23; 34:4; Jes. 50:4.)