Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lff kafli 39
  • Viðhorf Guðs til blóðs

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Viðhorf Guðs til blóðs
  • Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • KAFAÐU DÝPRA
  • SAMANTEKT
  • KANNAÐU
  • Blóðþættir og skurðaðgerðir
    „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“
  • Spurningar frá lesendum
    Varðturninn: Spurningar frá lesendum
  • Spurningar frá lesendum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Þiggðu handleiðslu lifanda Guðs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2004
Sjá meira
Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
lff kafli 39
Kafli 39. Smásjármynd af blóðrás.

KAFLI 39

Viðhorf Guðs til blóðs

Prentuð útgáfa
Prentuð útgáfa
Prentuð útgáfa

Blóð er nauðsynlegt. Við getum ekki lifað án þess. Guð hefur rétt á að segja okkur hvernig við megum nota blóð vegna þess að hann skapaði okkur. Hvað segir hann um blóðið? Megum við borða það eða fá það í æð? Hvernig geturðu tekið góðar ákvarðanir í tengslum við blóð?

1. Hvernig lítur Jehóva á blóðið?

Jehóva sagði tilbiðjendum sínum á biblíutímanum: „Líf allra lífvera er blóð þeirra.“ (3. Mósebók 17:14) Í augum Jehóva táknar blóð lífið. Lífið er heilög gjöf frá Guði og þess vegna er blóðið líka heilagt.

2. Hvernig bannar Guð okkur að nota blóð?

Jehóva bannaði tilbiðjendum sínum fyrir daga kristninnar að borða blóð. (Lestu 1. Mósebók 9:4 og 3. Mósebók 17:10.) Hann staðfesti þessi fyrirmæli þegar hið stjórnandi ráð sagði kristnum mönnum: „Haldið ykkur frá … blóði.“ – Lestu Postulasöguna 15:28, 29.

Hvað þýðir það að halda sig frá blóði? Ef læknir segði þér að halda þig frá áfengi myndirðu ekki drekka það. En myndirðu borða mat með vínanda í eða láta gefa þér áfengi í æð? Auðvitað ekki. Fyrirmælin frá Guði um að halda okkur frá blóði þýða einnig að við ættum hvorki að drekka blóð né borða kjöt sem hefur ekki verið blóðgað. Við ættum ekki heldur að borða neinn mat sem blóði hefur verið bætt í.

Hvað með að nota blóð í lækningaskyni? Sumar meðferðir eru greinilegt brot á lögum Guðs. Þar með talið er blóðgjöf með heilblóði eða einhverjum af meginhlutum þess – rauðkornum, hvítkornum, blóðflögum og blóðvökva. Með aðrar læknismeðferðir er ekki alltaf augljóst hvort þær séu brot á lögum Guðs. Stundum eru til dæmis notaðir efnisþættir úr einhverjum af blóðhlutunum fjórum. Og sumar aðferðir fela í sér að blóð úr sjúklingnum sjálfum er notað á vissan hátt. Hvert og eitt okkar þarf að vega og meta þessa möguleika og taka eigin ákvörðun.a – Galatabréfið 6:5.

KAFAÐU DÝPRA

Kynntu þér hvernig þú getur tekið ákvarðanir um læknismeðferðir í tengslum við blóð.

3. Taktu ákvarðanir sem gleðja Jehóva

Hvernig geturðu tekið ákvarðanir varðandi læknismeðferðir í samræmi við viðhorf Guðs? Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan um hversu mikilvægt það er að fylgja listanum hér að neðan þegar maður tekur ákvarðanir.

MYNDBAND: Ákvarðanir um læknismeðferðir í tengslum við blóð (5:47)

  • Biddu um visku. – Jakobsbréfið 1:5.

  • Rannsakaðu meginreglur úr Biblíunni og hvernig þær eiga við. – Orðskviðirnir 13:16.

  • Kynntu þér hvaða möguleikar eru í boði þar sem þú býrð.

  • Ákveddu hvaða læknismeðferðir þú myndir ekki þiggja undir neinum kringumstæðum.

  • Taktu ákvörðun sem þú getur haft góða samvisku yfir. – Postulasagan 24:16.b

  • Mundu að enginn ætti að segja þér hvaða ákvörðun þú eigir að taka í samviskumálum – ekki einu sinni maki þinn, öldungur eða biblíukennari þinn. – Rómverjabréfið 14:12.

  • Skrifaðu niður ákvörðun þína.

Myndir: Maður tekur ákvörðun varðandi læknismeðferð. 1. Hann biður til Guðs. 2. Hann notar Biblíuna, biblíutengd rit og spjaldtölvu til að rannsaka málið. 3. Hann talar við lækninn sinn.

4. Vottar Jehóva leitast við að fá góða læknismeðferð

Það er hægt að hlýða lögum Guðs um blóðið og fá góða læknisþjónustu án blóðgjafar. Spilið MYNDBANDIÐ.

MYNDBAND: Viðtal við prófessor Massimo P. Franchi, M.D. (1:36)

Lesið Títusarbréfið 3:2 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvers vegna ættum við að vera samstarfsfús og kurteis í samskiptum okkar við lækna?

Tilraunaglas með blóði sem er skipt í meginþættina fjóra. Blóðþættirnir eru merktir A, B, C og D.

Kemur ekki til greina

Ákvörðun hvers og eins

A. Blóðvökvi

Þættir úr blóðvökva

B. Hvítkorn

Þættir úr hvítkornum

C. Blóðflögur

Þættir úr blóðflögum

D. Rauðkorn

Þættir úr rauðkornum

5. Þegar um blóðþætti er að ræða

Blóð skiptist í fjóra meginhluta – rauðkorn, hvítkorn, blóðflögur og blóðvökva. Í þessum hlutum eru margir smærri blóðþættir.c Sumir þessara þátta eru notaðir í lyf til að berjast gegn sjúkdómum eða stöðva blæðingar.

Þegar kemur að blóðþáttum þarf hver og einn að taka ákvörðun í samræmi við biblíufrædda samvisku sína. Sumir gætu ákveðið að hafna meðferð þar sem blóðþættir eru notaðir. Aðrir þiggja blóðþætti með góðri samvisku.

Hugleiddu eftirfarandi spurningu þegar þú tekur ákvörðun:

  • Hvernig myndi ég útskýra fyrir lækni hvers vegna ég hafna eða þigg ákveðna blóðþætti?

EINHVER GÆTI SPURT: „Hvað er að því að þiggja blóðgjafir?“

  • Hvað finnst þér?

SAMANTEKT

Jehóva vill að við sýnum virðingu fyrir blóðinu.

Upprifjun

  • Hvers vegna lítur Jehóva á blóðið sem heilagt?

  • Hvernig vitum við að fyrirmæli Guðs um að halda okkur frá blóði eiga við um blóðgjafir?

  • Hvernig geturðu tekið góðar ákvarðanir um læknismeðferðir sem tengjast blóði?

Markmið

KANNAÐU

Hvað ætti að hafa áhrif á ákvörðun þína varðandi læknismeðferðir þar sem eigið blóð er notað?

„Spurningar frá lesendum“ (Varðturninn 1. desember 2000)

Hvað ættirðu að hafa í huga þegar þú ákveður hvort þú þiggur einhverja blóðþætti?

„Spurningar frá lesendum“ (Grein úr Varðturninum)

Hvers vegna fannst lækni viðhorf Jehóva til blóðs rökrétt?

„Ég tileinkaði mér viðhorf Guðs til blóðs“ (Grein úr Vaknið!)

Fræðstu um hvernig öldungar í spítalasamskiptanefndum hjálpa trúsystkinum sínum.

Jehóva styður þá sem eru veikir (10:23)

a Sjá kafla 35, „Hvernig getum við tekið góðar ákvarðanir?“

b Sjá lið 5 „Þegar um blóðþætti er að ræða“ og aftanmálsgrein 3 „Læknismeðferðir sem tengjast blóðgjöfum“.

c Sumir læknar líta á fjóra meginhluta blóðsins sem blóðþætti. Þú gætir því þurft að útskýra persónulega ákvörðun þína um að þiggja ekki heilblóð eða rauðkorn, hvítkorn, blóðflögur eða blóðvökva.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila