„Viljið þið hjálpa mér? Þið eruð eina von mín.“
ÞANNIG endar bréf læknis til skrifstofu Votta Jehóva í Litháen en hann starfar við Læknaháskólann í Kaunas þar í landi. Hann segir:
„Ég fór að lesa bókina Spurningar unga fólksins — svör sem duga í vinnunni. Ég ætlaði að nota upplýsingar úr henni í nokkrar greinar en hún hvarf með einhverju móti. Svo virðist sem einhver hafi tekið hana. Það angraði mig mjög mikið að ég skyldi hafa glatað þessari gersemi. Vinsamlegast sendið mér annað eintak.
Mig sárvantar þessa bók þar eð ég heimsæki skóla og vinn með ungu fólki, og hún hjálpar mér að svara mörgum spurningum þess. Ef ég fæ annað eintak ætla ég að geyma það heima og gæta þess vel. Það sem bókin hefur að geyma er mjög verðmætt og það hlýtur að vera ástæðan fyrir því að einhver tók hana. Á þessum erfiðu tímum er nauðsynlegt að fá styrk einhvers staðar frá. Viljið þið hjálpa mér? Þið eruð eina von mín.“
Bókin fjallar um ýmsar spurningar sem brenna á ungu fólki, eins og: „Hvernig get ég fengið foreldra mína til að gefa mér meira frjálsræði?,“ „Ætti ég að flytja að heiman?,“ „Hvernig get ég eignast sanna vini?,“ „Hvaða ævistarf ætti ég að velja mér?,“ „Hvað um kynlíf fyrir hjónaband?“ og „Hvernig veit ég hvort það er sönn ást?“ Þetta eru aðeins fáein kaflaheiti. Þú getur eignast bókina með því að útfylla og senda miðann hér að neðan.
□ Vinsamlegast sendið mér bókina Spurningar unga fólksins — svör sem duga.
□ Vinsamlega hafið samband við mig varðandi ókeypis biblíunámskeið.