Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g 9.14 bls. 10-11
  • Heimsókn til Írlands

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Heimsókn til Írlands
  • Vaknið! – 2014
Vaknið! – 2014
g 9.14 bls. 10-11
Klettaströnd við Írland

LÖND OG ÞJÓÐIR

Heimsókn til Írlands

Kort af Írska lýðveldinu og Norður-Írlandi

ÍRLAND samanstendur af tveimur ríkjum: Írska lýðveldinu sem er stærra og Norður-Írlandi sem er minna og tilheyrir Bretlandi.

Giant’s Causeway stuðlaberg

Giant’s Causeway

Írland er stundum kallað „Eyjan græna“. Úrkoma er mikil og þess vegna eru sveitirnar iðgrænar. Ár og vötn, klettastrandir og aflíðandi hlíðar auka á fegurð landsins.

Hús með stráþaki

Hús með stráþaki

Írska þjóðin hefur mátt þola margt. Sumir telja til dæmis að á árunum 1845 til 1851 hafi um ein milljón manna dáið úr hungri og sjúkdómum þegar skaðvaldur eyðilagði kartöfluuppskeruna. Margir fluttu af landi brott til að flýja sárustu örbirgð. Þeir flúðu meðal annars til Ástralíu, Bandaríkjanna, Bretlands og Kanada. Um 35 milljónir núlifandi Bandaríkjamanna eiga ættir sínar að rekja til Írlands.

Írar eru þekktir fyrir að vera vingjarnlegir og gestrisnir. Þeir hafa gaman af útreiðum og hópíþróttum eins og krikket, ruðningi, fótbolta og gelískum fótbolta. Vinsæl hópíþrótt hjá kvenþjóðinni er „camógaíocht“ sem er eins konar vallarhokkí.

Írar hafa gaman af samræðum og þeir eru miklir tónlistarunnendur. Írskur steppdans er þekktur um allan heim. Dansararnir halda efri hluta líkamans teinréttum meðan þeir hreyfa fæturna hratt og lipurlega.

Írsk hljómsveit

Írsk hljómsveit

Vottar Jehóva hafa verið á Írlandi í meira en öld og eru núna yfir 6.000 talsins. Þeir eru iðnir við að fræða fólk um Biblíuna.

1. Keltnesk harpa; 2. írsk sekkjapípa; 3. fiðla; 4. harmónikka; 5. flauta; 6. bodhrán (tromma)

Í írskri þjóðlagatónlist eru notuð hljóðfæri eins og þau sem eru sýnd hér að ofan. Frá vinstri til hægri: keltnesk harpa, írsk sekkjapípa, fiðla, harmónikka, flauta og tromma (bodhrán).

VISSIR ÞÚ?

Giant’s Causeway, á norðurströnd Norður-Írlands, er stuðlaberg sem samanstendur af þúsundum basaltstuðla. Þeir mynduðust fyrir ævalöngu þegar hraun rann til sjávar og kólnaði.

Í HNOTSKURN

  • Íbúafjöldi: Um 4,5 milljónir í Írska lýðveldinu; um 1,8 milljónir á Norður-Írlandi.

  • Höfuðborgir: Dublin í Írska lýðveldinu; Belfast á Norður-Írlandi.

  • Tungumál: Írska og enska.

  • Loftslag: Temprað með tíðum regnskúrum.

  • Helstu trúarbrögð: Flestir kaþólskir í Írska lýðveldinu; mótmælendur og kaþólskir á Norður-Írlandi.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila