Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g19 Nr. 2 bls. 14-15
  • Þörfin á siðferðisgildum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þörfin á siðferðisgildum
  • Vaknið! – 2019
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • HVAÐ ERU SIÐFERÐISGILDI?
  • HVERS VEGNA ERU SIÐFERÐISGILDI MIKILVÆG?
  • HVERNIG ER HÆGT AÐ KENNA SIÐFERÐISGILDI?
  • 7 Gildismat
    Vaknið! – 2018
  • Hvert stefnir í siðferðismálum?
    Vaknið! – 1994
  • Rétt og rangt: Hvað leiðbeinir mörgum?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2024
  • Hvers vegna breytast gildin?
    Vaknið! – 2003
Sjá meira
Vaknið! – 2019
g19 Nr. 2 bls. 14-15
Stelpa tekur eftir þegar mamma hennar skilar veski sem kona hefur misst.

6. LÆRDÓMUR

ÞÖRFIN Á SIÐFERÐISGILDUM

HVAÐ ERU SIÐFERÐISGILDI?

Fólk með góð siðferðisgildi gerir skýran greinarmun á réttu og röngu. Siðferðisreglur þeirra byggjast ekki á augnablikslíðan. Þær eru öllu heldur byggðar á traustum meginreglum sem það hegðar sér eftir, jafnvel þegar enginn fylgist með.

HVERS VEGNA ERU SIÐFERÐISGILDI MIKILVÆG?

Krakkar heyra alls kyns rangar hugmyndir um siðferði hvort sem það er í skólanum, tónlistinni sem þeir hlusta á eða kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem þeir horfa á. Þessar hugmyndir geta fengið þá til að efast um það sem þeim hefur verið kennt um rétt og rangt.

Það á sérstaklega við um unglinga. Í bókinni Beyond the Big Talk segir að þeir „þurfi að gera sér grein fyrir að margir muni þrýsta á þá að hegða sér á ákveðinn hátt til að þóknast öðrum og hljóta vinsældir. Þeir þurfa líka að læra að taka ákvarðanir í samræmi við sín eigin gildi, jafnvel þó að vinum þeirra líki ekki við það.“ Foreldrar þurfa greinilega að kenna börnum sínum þetta áður en þau verða unglingar.

HVERNIG ER HÆGT AÐ KENNA SIÐFERÐISGILDI?

Settu siðferðisreglur.

MEGINREGLA: „[Fullorðnir] hafa agað hugann til að greina gott frá illu.“ – Hebreabréfið 5:14.

  • Notaðu orð sem greina rétt frá röngu. Bentu á andstæður í hversdagslegum aðstæðum: „Þetta er heiðarlegt en þetta óheiðarlegt. Þetta er tryggð en þetta ótryggð. Þetta er fallegt en þetta ljótt.“ Með tímanum tengir barnið þitt siðferðisgildin við breytni.

  • Útskýrðu hvers vegna eitt sé rétt og annað rangt. Spyrðu til dæmis spurninga eins og: „Hvers vegna er best að vera heiðarlegur? Hvernig getur lygi skaðað vináttu? Hvers vegna er rangt að stela?“ Rökræddu við barnið til að hjálpa því að þjálfa samviskuna.

  • Leggðu áherslu á kosti þess að hafa gott siðferði. Þú gætir sagt: „Ef þú ert heiðarlegur munu aðrir treysta þér.“ Eða þá: „Ef þú ert vingjarnlegur mun fólki finnast gott að umgangast þig.“

Láttu fjölskylduna þekkjast af siðferðisreglum ykkar.

MEGINREGLA: „Prófið ykkur sjálf.“ – 2. Korintubréf 13:5.

  • Siðferðisreglur ykkar ættu að einkenna fjölskylduna svo að þú getir með sanni sagt:

    • Í okkar fjölskyldu ljúgum við ekki.

    • Við sláum ekki aðra eða öskrum á þá.

    • Við notum ekki ljótt eða móðgandi orðbragð.

Barnið þitt tekur eftir að siðferðisgildin eru ekki bara reglur heldur það sem fjölskyldan vill vera þekkt fyrir.

  • Ræddu oft við barnið þitt um siðferðisgildi fjölskyldunnar. Notaðu hversdagslegar aðstæður til að kenna. Þú gætir borið gildi ykkar saman við þau gildi sem sett eru fram í sjónvarpi eða í skólanum. Spyrðu barnið þitt spurninga eins og: „Hvað hefðir þú gert? Hvernig hefði fjölskyldan okkar tekist á við þetta?“

Efldu gott siðferði.

MEGINREGLA: „Hafið góða samvisku.“ – 1. Pétursbréf 3:16.

  • Hrósaðu fyrir góða hegðun. Þegar barnið þitt breytir vel skaltu hrósa því og útskýra hvers vegna það gerði vel. Þú gætir til dæmis sagt: „Þú varst heiðarlegur. Ég er stoltur af þér.“ Ef barnið þitt viðurkennir að hafa gert eitthvað rangt skaltu hrósa því fyrir að vera heiðarlegt áður en þú leiðréttir það.

  • Leiðréttu slæma hegðun. Kenndu börnunum að taka ábyrgð á gerðum sínum. Börn þurfa að fá að vita hvað þau gerðu rangt og hvernig breytni þeirra stakk í stúf við gildismat fjölskyldunnar. Sumir foreldrar veigra sér við að leiðrétta barnið vegna þess að þeir vilja ekki að því líði illa út af mistökum sínum. En með því að ræða slæma hegðun við barnið á þennan hátt hjálparðu því að þjálfa samvisku sína til að þekkja muninn á réttu og röngu.

Farðu inn á jw.org/is til að fá frekari upplýsingar um barnauppeldi.

Stelpa tekur eftir þegar mamma hennar skilar veski sem kona hefur misst.

ÞJÁLFAÐU BARNIÐ NÚNA

Börn sem sjá heiðarleika hjá foreldrum sínum eru líklegri til að standast freistingar til að vera óheiðarleg, jafnvel þegar enginn sér til þeirra.

Kenndu með fordæmi

  • Taka börnin mín eftir að ég fylgi í orði og verki þeim gildum sem fjölskyldan hefur tileinkað sér?

  • Stuðlum við hjónin að sömu gildum?

  • Réttlæti ég mig fyrir að fara ekki eftir eigin siðferðisreglum með því að segja eða hugsa að það sé í lagi fyrir fullorðna?

Þetta gerðum við

„Við nýttum okkur fordæmi annarra til að benda á kosti þess að hafa gott siðferði og bárum árangur þess saman við afleiðingar þess að taka óskynsamlegar ákvarðanir. Þegar börnin okkar sögðu okkur frá jafnaldra sem tók slæma ákvörðun ræddum við það við þau svo að þau myndu ekki gera sömu mistök.“ – Nicole.

„Þegar dóttir okkar var mjög ung vorum við vön að segja henni að hún hefði tvo valkosti – annan góðan og hinn slæman – og við útskýrðum afleiðingar þeirra beggja. Af þessu lærði hún að taka ákvarðanir. Þetta var mikilvæg kennsla því að allt lífið snýst um að taka ákvarðanir, sama á hvaða aldri við erum.“ – Yolanda.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila