Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g20 Nr. 3 bls. 8-9
  • Komdu auga á styrkleika annarra

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Komdu auga á styrkleika annarra
  • Vaknið! – 2020
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Vandinn
  • Meginregla
  • Það sem þú getur gert
  • Ert þú haldinn fordómum?
    Vaknið! – 2020
  • Verum öll eitt eins og Jehóva og Jesús eru eitt
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2018
  • Ertu fórnarlamb fordóma?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1996
  • Þegar fordómar heyra sögunni til!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1996
Sjá meira
Vaknið! – 2020
g20 Nr. 3 bls. 8-9
Myndir: 1. Hjón sem eru að flýta sér verða pirruð þegar blind kona labbar fyrir þau. 2. Seinna hlusta þau hrifin á blindu konuna spila á selló á tónleikum.

Komdu auga á styrkleika annarra

Vandinn

Sjálfselska getur leitt til fordóma. Sá sem er sjálfelskur hefur of mikið álit á sjálfum sér. Hann lítur á sjálfan sig sem æðri öðrum og lítur niður á þá sem eru öðruvísi en hann. Hver sem er getur farið að hugsa þannig. Í Encyclopædia Britannica segir: „Flestum hópum finnst – að mismiklu marki – að þeirra lífsstíll, matur, klæðaburður, venjur, trú, gildi og svo framvegis séu betri en í öðrum hópum.“ Hvernig getum við forðast þennan ranga hugsunarhátt?

Meginregla

„Verið ... auðmjúk og lítið á aðra sem ykkur meiri.“ – FILIPPÍBRÉFIÐ 2:3.

Hvað merkir það? Til að varast að verða of stolt verðum við að rækta með okkur auðmýkt. Auðmýkt gerir okkur ljóst að aðrir eru betri en við á einhverjum sviðum. Enginn hópur hefur einkarétt á öllum góðum eiginleikum og hæfileikum.

Hugleiðum fordæmi Stefans. Hann ólst upp í kommúnistaríki en sigraðist á fordómum sínum gagnvart fólki frá löndum með annars konar stjórnarfar. Hann segir: „Mér finnst mikilvægt að maður líti á aðra sem sér meiri til að vinna á móti fordómum. Ég veit ekki allt. Ég get lært eitthvað af öllum.“

Það sem þú getur gert

Reyndu að sjá sjálfan þig í réttu ljósi og gera þér grein fyrir að þú gerir mistök. Viðurkenndu að aðrir eru sterkir á sviðum þar sem þú ert veikur. Gerðu ekki ráð fyrir að allir sem tilheyra ákveðnum hópi hafi sömu gallana.

Í stað þess að draga neikvæða ályktun um einhvern sem tilheyrir ákveðnum hópi skaltu spyrja þig:

Viðurkenndu að aðrir eru sterkir á sviðum þar sem þú ert veikur.

  • Eru eiginleikarnir sem mér líkar ekki við í fari hans slæmir eða eru þeir bara öðruvísi?

  • Gæti hann fundið galla í fari mínu?

  • Á hvaða sviðum er hann færari en ég?

Ef þú svarar þessum spurningum hreinskilnislega geturðu bæði sigrast á fordómunum sem þú hefur og fundið eitthvað sem þú ert hrifinn af í fari einstaklingsins.

Frásaga: Nelson (Bandaríkin)

„Ég varði uppvaxtarárunum að mestu leyti á svæði þar sem langflestir íbúarnir voru af sama kynþætti og uppruna. En þegar ég var 19 ára fluttist ég í stórborg til að vinna í verksmiðju. Þar voru vinnufélagar mínir og nágrannar af ólíkum kynþáttum, uppruna og menningu.

Þegar ég kynntist vinnufélögum mínum og eignaðist vini komst ég að því að húðlitur manna, móðurmál og þjóðerni segir ekkert til um vinnusemi þeirra, hve áreyðanlegir þeir eru eða hvernig þeir hugsa.

Seinna giftist ég konu sem er frá öðru landi en ég og af öðrum kynþætti. Ég hef notið þess að læra um mismunandi matarvenjur og tónlist sem ég þekkti ekki áður. Ég hef lært af reynslunni að við höfum öll kosti og galla. Ég verð að viðurkenna að ég hef orðið betri maður af því að dást að og líkja eftir góðum eiginleikum þeirra sem eru af allt öðrum kynþætti og menningu en ég.“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila