Söngur 128
Mynd þessa heims breytist
Prentuð útgáfa
(1. Korintubréfið 7:31)
1. Guð býður okkur að bjarga
og böli syndar að farga.
Hann greiddi gjald fyrir marga,
sú gjöf er dýrasta hnoss.
(VIÐLAG)
Þó að mynd þessa heims
sé að breytast
blessanir börnum Guðs veitast
bráðum á himni og jörð.
2. Þótt syndin umheiminn sýki
og sjúkleg heimsskipan víki
mun stofnsett stjórn Guðs og ríki
fá stuðning frá Drottins hjörð.
(VIÐLAG)
Þó að mynd þessa heims
sé að breytast
blessanir börnum Guðs veitast
bráðum á himni og jörð.
(Sjá einnig Sálm. 115:15, 16; Rómv. 5:15-17; 7:24; Opinb. 12:5.)