-
Hvernig þjóna öldungar söfnuðinum?Hverjir gera vilja Jehóva?
-
-
15. HLUTI
Hvernig þjóna öldungar söfnuðinum?
Finnland
Kennsla
Hirðisheimsókn
Boðun
Við erum ekki með launaða presta í söfnuðinum. Hins vegar eru skipaðir hæfir umsjónarmenn til að „gæta safnaðar Guðs“ líkt og gert var í kristna söfnuðinum forðum daga. (Postulasagan 20:28, Biblían 1912) Öldungarnir eru þroskaðir í trúnni og fara með forystuna í söfnuðinum. Þeir gæta hjarðarinnar „ekki nauðugir heldur af fúsu geði eins og Guð vill, ekki af gróðafíkn heldur fúslega“. (1. Pétursbréf 5:1-3) Hvernig þjóna þeir í okkar þágu?
Þeir gæta okkar og annast. Öldungarnir leiðbeina söfnuðinum og hjálpa honum að halda nánum tengslum við Jehóva. Þeir eru minnugir þess að það er Guð sem hefur trúað þeim fyrir þessu mikilvæga hlutverki. Þeir gæta þess að drottna ekki yfir söfnuðinum heldur stuðla að velferð og gleði safnaðarmanna. (2. Korintubréf 1:24) Öldungarnir reyna að kynnast vel öllum í söfnuðinum, ekki ósvipað og fjárhirðir sem lætur sér annt um sauðina alla sem einn. – Orðskviðirnir 27:23.
Þeir kenna okkur að gera vilja Guðs. Öldungarnir stjórna vikulegum samkomum safnaðarins og styrkja trú okkar hinna. (Postulasagan 15:32) Þeir fara einnig með forystuna í boðunarstarfinu, starfa með öðrum og þjálfa þá í öllum greinum þjónustunnar.
Þeir uppörva okkur hvert og eitt. Öldungar safnaðarins heimsækja okkur stundum eða ræða við okkur í ríkissalnum til að hlúa að andlegum þörfum okkar og hughreysta með hjálp Biblíunnar. – Jakobsbréfið 5:14, 15.
Auk þess að starfa í þágu safnaðarins vinna flestir öldungar veraldleg störf og hafa fyrir fjölskyldu að sjá. Hvort tveggja kostar tíma og krafta. Þessir duglegu bræður eiga virðingu okkar skilda. – 1. Þessaloníkubréf 5:12, 13.
Hvert er hlutverk safnaðaröldunga?
Hvernig sýna öldungarnir áhuga á okkur hverju og einu?
-
-
Hvert er hlutverk safnaðarþjóna?Hverjir gera vilja Jehóva?
-
-
16. HLUTI
Hvert er hlutverk safnaðarþjóna?
Mjanmar
Verkefni á samkomu
Starfshópur
Þrif og viðhald ríkissalar
Í Biblíunni er talað um tvo hópa kristinna karlmanna sem gegna ábyrgðarstörfum í söfnuðinum. Þetta eru umsjónarmenn og safnaðarþjónar. (Filippíbréfið 1:1) Yfirleitt eru nokkrir bræður útnefndir til þessara starfa í hverjum söfnuði. Hvaða störf vinna safnaðarþjónar í okkar þágu?
Þeir aðstoða öldungaráðið. Safnaðarþjónar eru andlega sinnaðir, samviskusamir og áreiðanlegir bræður á öllum aldri. Þeir annast ýmis mikilvæg störf tengd söfnuðinum og ríkissalnum. Fyrir vikið geta öldungarnir einbeitt sér betur að kennslunni og hjarðgæslunni.
Þeir annast ýmis mikilvæg störf. Oft er safnaðarþjónum falið að bjóða gesti velkomna í ríkissalinn. Þeir sjá um hljóðkerfið, annast dreifingu rita til safnaðarmanna, sjá um bókhald og úthluta starfssvæðum. Þeir aðstoða einnig við þrif og viðhald ríkissalarins. Öldungarnir biðja þá ef til vill að aðstoða aldraða í söfnuðinum. Þeir vinna fúslega hver þau störf sem þeim eru falin og ávinna sér virðingu safnaðarins fyrir. – 1. Tímóteusarbréf 3:13.
Þeir eru öðrum góð fyrirmynd. Bræður, sem uppfylla hæfniskröfurnar, eru útnefndir safnaðarþjónar. Þeir styrkja trú okkar þegar þeir sjá um dagskrárliði á samkomum. Þeir hvetja okkur til dáða með því að vera drífandi í boðunarstarfinu. Þeir stuðla að gleði og einingu safnaðarins með því að starfa náið með öldungunum. (Efesusbréfið 4:16) Með tíð og tíma geta þeir orðið hæfir til að þjóna sem öldungar..
Hvað einkennir safnaðarþjóna?
Hvernig stuðla safnaðarþjónar að því að allt gangi vel fyrir sig í söfnuðinum?
-
-
Hvað gera farandhirðar fyrir okkur?Hverjir gera vilja Jehóva?
-
-
17. HLUTI
Hvað gera farandhirðar fyrir okkur?
Malaví
Starfshópur
Boðunarstarf
Fundur með öldungum
Í kristnu grísku ritningunum er minnst margoft á Pál postula og Barnabas. Þeir voru farandumsjónarmenn sem heimsóttu söfnuðina á fyrstu öld. Af hverju gerðu þeir það? Þeim var ákaflega annt um velferð bræðra sinna og systra. Páll sagðist vilja ,fara aftur og vitja trúsystkinanna‘ til að kanna hvernig þeim gengi. Hann var fús til að ferðast hundruð kílómetra til að styrkja söfnuðina. (Postulasagan 15:36) Farandumsjónamenn nútímans eru sama sinnis.
Þeir veita okkur hvatningu. Hver farandhirðir heimsækir um það bil 20 söfnuði tvisvar á ári og dvelur í viku á hverjum stað. Við getum notið góðs af víðtækri reynslu þessara bræðra og eiginkvenna þeirra ef þeir eru giftir. Þeir leggja sig fram um að kynnast bæði ungum og öldnum og hafa mikinn áhuga á að fara með okkur í boðunarstarfið og til biblíunemenda. Þeir fara í hirðisheimsóknir með öldungunum og flytja hvetjandi ræður á samkomum og mótum til að styrkja okkur í trúnni. – Postulasagan 15:35.
Þeim er annt um velferð allra. Farandhirðar láta sér annt um andlega velferð safnaðanna. Þeir funda með öldungum og safnaðarþjónum til að ræða hvað hefur áunnist á liðnum mánuðum og leiðbeina þeim um það hvernig þeir geti rækt skyldur sínar. Þeir hjálpa brautryðjendum að vera farsælir í starfi. Þeir hafa ánægju af að kynnast þeim sem hafa nýlega bæst í hópinn og heyra hvernig þeim miðar áfram. Þessir ,starfsbræður‘ okkar gefa fúslega af sjálfum sér og bera hag okkar fyrir brjósti. (2. Korintubréf 8:23) Við ættum að líkja eftir trú þeirra og guðrækni. – Hebreabréfið 13:7.
Til hvers heimsækja farandhirðar söfnuðina?
Hvernig geturðu notið góðs af heimsóknum þeirra?
-
-
Hvernig veitum við trúsystkinum neyðaraðstoð?Hverjir gera vilja Jehóva?
-
-
18. HLUTI
Hvernig veitum við trúsystkinum neyðaraðstoð?
Dóminíska lýðveldið
Japan
Haítí
Þegar náttúruhamfarir eða aðrar hörmungar verða eru Vottar Jehóva fljótir til að skipuleggja neyðaraðstoð handa bágstöddum trúsystkinum. Þannig sýnum við að við berum ósvikinn kærleika hvert til annars. (Jóhannes 13:34, 35; 1. Jóhannesarbréf 3:17, 18) Hvers konar aðstoð veitum við?
Við gefum fjármuni. Þegar mikil hungursneyð varð í Júdeu sendu kristnir menn í Antíokkíu fé til trúsystkina sinna þar. (Postulasagan 11:27-30) Ef við fréttum að trúsystkini okkar einhvers staðar í heiminum séu í nauðum stödd sendum við líka framlög fyrir milligöngu safnaðar okkar til að veita neyðaraðstoð. – 2. Korintubréf 8:13-15.
Við skipuleggjum hjálparstarf. Öldungarnir, sem búa á hamfarasvæðinu, reyna að hafa uppi á öllum í söfnuðinum til að kanna hvar þeir séu niður komnir og hvort þeir séu heilir á húfi. Hjálparnefnd samræmir eftir þörfum dreifingu á mat, hreinu drykkjarvatni og fatnaði, og sér til þess að allir fái húsaskjól og læknishjálp. Margir vottar með nauðsynlega fagmenntun bjóðast til að fara á eigin kostnað til að taka þátt í hjálparstarfi eða gera við skemmdir á húsum og ríkissölum. Einingin innan safnaðarins og reynslan, sem við höfum af því að vinna saman, gerir okkur kleift að bregðast skjótt við á neyðarstund. Þó að við leggjum áherslu á að liðsinna „trúsystkinum okkar“ aðstoðum við einnig aðra eftir föngum, hverrar trúar sem þeir eru. – Galatabréfið 6:10.
Við notum Biblíuna til að hughreysta. Fórnarlömb náttúruhamfara hafa brýna þörf fyrir huggun og hughreystingu. Við slíkar aðstæður getum við leitað til Jehóva sem er „Guð allrar huggunar“ og fengið styrk frá honum. (2. Korintubréf 1:3, 4) Við segjum fúslega frá fyrirheitum Biblíunnar og bendum þeim sem örvænta á að ríki Guðs bindi bráðlega enda á allt sem veldur kvöl og þjáningum. – Opinberunarbókin 21:4.
Af hverju geta Vottar Jehóva brugðist skjótt við þegar náttúruhamfarir verða?
Hvernig getum við hughreyst fórnarlömb náttúruhamfara?
-
-
Hvaða hópur er hinn „trúi og hyggni þjónn“?Hverjir gera vilja Jehóva?
-
-
19. HLUTI
Hvaða hópur er hinn „trúi og hyggni þjónn“?
Við njótum öll góðs af andlegu fæðunni
Skömmu áður en Jesús dó ræddi hann einslega við fjóra lærisveina sína, þá Pétur, Jakob, Jóhannes og Andrés. Hann lýsti fyrir þeim tákninu um að hann yrði nærverandi á síðustu dögum og varpaði fram mikilvægri spurningu: „Hver er sá trúi og hyggni þjónn sem húsbóndinn hefur sett yfir hjú sín að gefa þeim mat á réttum tíma?“ (Matteus 24:3, 45; Markús 13:3, 4) Þannig fullvissaði hann lærisveinana um að hann, „húsbóndinn“, myndi útnefna hóp manna til að sjá fylgjendum sínum fyrir andlegri fæðu á endalokatímanum. Hver er þessi þjónn?
Hann er skipaður fámennum hópi andasmurðra fylgjenda Jesú. Þjónninn samsvarar stjórnandi ráði Votta Jehóva. Hann dreifir tímabærri andlegri fæðu til allra annarra þjóna Jehóva. Við erum háð þessum trúa þjóni vegna þess að hann gefur okkur andlegu fæðuna „á réttum tíma“. – Lúkas 12:42.
Hann hefur umsjón með húsi Guðs. (1. Tímóteusarbréf 3:15) Jesús fól þessum þjóni sínum þá miklu ábyrgð að hafa umsjón með allri starfsemi safnaðar Jehóva á jörð – líta eftir efnislegum eignum, stjórna boðunarstarfinu og kenna okkur fyrir milligöngu safnaðanna. Hinn „trúi og hyggni þjónn“ sér okkur fyrir andlegri fæðu á réttum tíma með ritunum sem við notum í boðunarstarfinu, auk þess að semja dagskrána sem flutt er á samkomum og mótum.
Þessi þjónn er trúr sannleika Biblíunnar og því verkefni að boða fagnaðarerindið, og hann gætir eigna Krists á jörð með hyggindum. (Postulasagan 10:42) Jehóva blessar starf hans þannig að vottunum fjölgar og nóg er til af andlegri fæðu. – Jesaja 60:22; 65:13.
Hverjum fól Jesús að gefa lærisveinunum andlega fæðu?
Á hvaða hátt er þjónninn bæði trúr og hygginn?
-
-
Hvernig starfar hið stjórnandi ráð?Hverjir gera vilja Jehóva?
-
-
20. HLUTI
Hvernig starfar hið stjórnandi ráð?
Hið stjórnandi ráð fyrstu aldar
Bréf hins stjórnandi ráðs lesið
Fámennur hópur skipaður postulunum og öldungunum í Jerúsalem myndaði stjórnandi ráð safnaðarins á fyrstu öld. Þeir tóku mikilvægar ákvarðanir sem vörðuðu söfnuð hinna andasmurðu í heild sinni. (Postulasagan 15:2) Þeir komust að sameiginlegri niðurstöðu með því að ræða ábendingar Ritningarinnar og fylgja leiðsögn anda Guðs. (Postulasagan 15:25) Þessari fyrirmynd er fylgt nú á tímum.
Guð notar það til að gera vilja sinn. Hið stjórnandi ráð er skipað andasmurðum bræðrum sem hafa brennandi áhuga á orði Guðs. Þeir búa yfir mikilli reynslu við að skipuleggja starf safnaðarins og fjalla um trúarleg álitamál. Ráðið fundar vikulega til að ræða um þarfir bræðrafélagsins um heim allan. Það lætur í té biblíulegar leiðbeiningar, annaðhvort bréflega eða fyrir milligöngu farand- umsjónarmanna og annarra, eins og gert var á fyrstu öld. Þetta stuðlar að einingu í hugsun og verki meðal þjóna Guðs. (Postulasagan 16:4, 5) Ráðið lætur útbúa andlegu fæðuna, hvetur alla til að boða fagnaðarerindið af kappi og hefur umsjón með útnefningu bræðra til ábyrgðarstarfa.
Ráðið þiggur handleiðslu anda Guðs. Hið stjórnandi ráð leitar leiðsagnar hjá Jehóva, Drottni alheims, og Jesú, höfði safnaðarins. (1. Korintubréf 11:3; Efesusbréfið 5:23) Bræðurnir í ráðinu líta ekki á sig sem leiðtoga þjóna Guðs. Þeir „fylgja lambinu [Jesú] hvert sem það fer“ ásamt öllum öðrum af hópi hinna andasmurðu. (Opinberunarbókin 14:4) Hið stjórnandi ráð er þakklátt fyrir að við biðjum Jehóva að blessa starf þess.
Hverjir skipuðu hið stjórnandi ráð á fyrstu öld?
Hvernig leitar hið stjórnandi ráð leiðsagnar Guðs?
-
-
Hvað er Betel?Hverjir gera vilja Jehóva?
-
-
21. HLUTI
Hvað er Betel?
Listadeildin í Bandaríkjunum
Þýskaland
Kenía
Kólumbía
Betel er hebreskt nafn sem merkir „Guðs hús“. (1. Mósebók 28:17, 19) Það er viðeigandi heiti á húsnæði sem Vottar Jehóva nota víða um lönd til að styðja við boðunarstarfið og hafa umsjón með því. Hið stjórnandi ráð starfar við aðalstöðvarnar sem eru í New York-ríki í Bandaríkjunum og hefur yfirumsjón með starfsemi deildarskrifstofa í fjölda landa. Þeir sem starfa á þessum stöðum eru kallaðir Betelfjölskyldan. Þeir búa og vinna saman, borða saman og stunda sameiginlegt biblíunám, rétt eins og fjölskylda. – Sálmur 133:1.
Allir í Betelfjölskyldunni vinna fórnfúst starf. Á öllum Betelheimilum starfa kristnir karlar og konur sem hafa helgað sig því að gera vilja Guðs og þjóna í þágu Guðsríkis í fullu starfi. (Matteus 6:33) Enginn þiggur laun fyrir vinnu sína en hins vegar er þeim séð fyrir fæði og húsnæði ásamt smávægilegum fjárstyrk. Allir á Betel hafa fengið ákveðið verkefni, hvort heldur það er á skrifstofu, í eldhúsi, matsal eða þvottahúsi. Sumir vinna í prentsmiðju eða bókbandi en aðrir sjá um ræstingar, viðhald eða annað.
Staður þar sem fólk er önnum kafið að styðja boðunarstarfið. Aðalmarkmið allra Betelheimila er að koma sannleika Biblíunnar á framfæri við sem flesta. Þessi bæklingur er lýsandi dæmi um það. Hann var skrifaður undir umsjón hins stjórnandi ráðs, sendur í rafrænu formi til hundraða þýðingarteyma um allan heim, prentaður með afkastamiklum vélum í prentsmiðjum við mörg Betelheimili og síðan sendur til meira en 110.000 safnaða. Á öllum stigum verksins styðja Betelfjölskyldur dyggilega við allra mikilvægasta verkefnið – sem er það að boða fagnaðarerindið. – Markús 13:10.
Hverjir starfa á Betel og hvernig er búið að þeim?
Hvaða mikilvæga starf styðja Betelfjölskyldur á hverjum stað?
-
-
Hvaða starfsemi fer fram á deildarskrifstofum?Hverjir gera vilja Jehóva?
-
-
22. HLUTI
Hvaða starfsemi fer fram á deildarskrifstofum?
Salómonseyjar
Kanada
Suður-Afríka
Bræður og systur í Betelfjölskyldunni starfa við mismunandi deildir sem styðja við boðunarstarfið í einu landi eða fleirum. Sumir starfa við þýðingar, prentun tímarita, bókband, hljóð- og myndvinnslu eða við dreifingarmiðstöðvar og annað sem viðkemur umsjónarsvæði skrifstofunnar.
Deildarnefnd hefur umsjón með starfseminni. Hið stjórnandi ráð leggur starfsemi hverrar deildarskrifstofu í hendur deildarnefndar sem er skipuð þrem eða fleiri reyndum öldungum. Nefndin upplýsir hið stjórnandi ráð um framgang starfseminnar í hverju landi sem er undir umsjón hennar og um þau vandamál sem upp kunna að koma. Það auðveldar hinu stjórnandi ráði að ákveða um hvað eigi að fjalla í væntanlegum ritum og á samkomum og mótum. Fulltrúar hins stjórnandi ráðs heimsækja deildarskrifstofurnar með reglulegu millibili og leiðbeina deildarnefndum við starf þeirra. (Orðskviðirnir 11:14) Einnig er haldin samkoma þar sem fulltrúi hins stjórnandi ráðs flytur ræðu til að hvetja og uppörva þá sem búa á umsjónarsvæði skrifstofunnar.
Þær veita söfnuðunum stuðning. Ákveðnir bræður á deildarskrifstofunum staðfesta stofnun nýrra safnaða. Bræðurnir stýra einnig starfi brautryðjenda, trúboða og farandhirða á umsjónarsvæði skrifstofunnar. Þeir skipuleggja mót, leggja drög að byggingu nýrra ríkissala og sjá um að rit séu send til safnaðanna eftir þörfum. Allt sem fram fer á deildarskrifstofunum hefur það markmið að boðunarstarfið gangi skipulega fyrir sig. – 1. Korintubréf 14:33, 40.
Hvernig starfa deildarnefndir með hinu stjórnandi ráði?
Hvaða ábyrgðarstörf eru unnin á deildarskrifstofum?
-
-
Hvernig eru ritin okkar samin og þýdd?Hverjir gera vilja Jehóva?
-
-
23. HLUTI
Hvernig eru ritin okkar samin og þýdd?
Ritdeildin í Bandaríkjunum
Suður-Kórea
Armenía
Búrúndí
Srí Lanka
Við gefum út rit á meira en 750 tungumálum til að geta sem best boðað fagnaðarerindið „sérhverri þjóð og kynkvísl, tungu og lýð“. (Opinberunarbókin 14:6) Hvernig tekst okkur að gera þessu krefjandi verkefni skil? Þar koma til skjalanna alþjóðlegur hópur sem semur ritin og dugmiklir þýðendur. Allt eru þetta vottar Jehóva.
Textinn er fyrst settur saman á ensku. Hið stjórnandi ráð hefur umsjón með starfsemi ritdeildar við aðalstöðvar safnaðarins. Hún dreifir verkefnum milli starfsmanna sem vinna við skriftir við aðalstöðvarnar og á vissum deildarskrifstofum. Að hafa höfunda af ýmsum þjóðernum auðveldar okkur að fjalla um margs konar mál frá sjónarhóli ólíkra menningarheima þannig að ritin höfði sem best til fólks víða um lönd.
Textinn er sendur til þýðendanna. Eftir að textinn hefur verið samþykktur og búinn til prentunar er hann sendur í rafrænu formi til þýðenda um allan heim. Þeir vinna í teymum sem þýða, samlesa og próflesa textann. Þeir leggja sig fram um að finna réttu orðin til að skila merkingu enska textans sem best á viðtökumálinu. – Prédikarinn 12:10.
Tölvur flýta vinnslunni. Tölvur koma aldrei í stað mannshugans. Þær geta hins vegar auðveldað höfundum og þýðendum starf þeirra og flýtt fyrir með því að veita aðgang að rafrænum orðabókum, gagnasöfnum og öðrum hjálpargögnum. Vottar Jehóva hafa hannað rafrænt útgáfukerfi, kallað MEPS, en það má nota til að slá inn texta á hundruðum tungumála, sameina texta og myndir og umbrjóta ritin fyrir prentun.
Hvers vegna leggjum við svona mikið á okkur, jafnvel þegar um er að ræða tungumál sem eru aðeins töluð af nokkur þúsund manns? Vegna þess að Jehóva vill að „allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum“. – 1. Tímóteusarbréf 2:3, 4.
Hvernig eru ritin okkar samin?
Hvers vegna þýðum við ritin á hundruð tungumála?
-
-
Hvernig er alþjóðlegt starf okkar fjármagnað?Hverjir gera vilja Jehóva?
-
-
24. HLUTI
Hvernig er alþjóðlegt starf okkar fjármagnað?
Nepal
Tógó
Bretland
Söfnuður okkar gefur út á hverju ári biblíur og önnur rit í hundraða milljóna tali. Þeim er dreift endurgjaldslaust. Við byggjum ríkissali og deildarskrifstofur og viðhöldum þeim. Söfnuðurinn heldur uppi þúsundum Betelíta og trúboða og veitir neyðaraðstoð þegar náttúruhamfarir verða. Þér er kannski spurn hvernig við fjármögnum allt þetta.
Við innheimtum hvorki félagsgjöld, greiðum tíund né stundum fjársafnanir. Þótt það kosti sitt að fjármagna boðun fagnaðarerindisins höfum við aldrei falast eftir framlögum. Í öðru tölublaði Varðturnsins seint á 19. öld stóð að við teljum Jehóva standa að baki starfi okkar og við munum „aldrei betla eða biðja menn um stuðning“ – og það höfum við aldrei gert. – Matteus 10:8.
Starsemi okkar er fjármögnuð með frjálsum framlögum. Margir kunna vel að meta biblíufræðsluna sem við stöndum fyrir og leggja henni lið með fjárframlögum. Safnaðarmenn um allan heim gefa sjálfir fúslega af tíma sínum, kröftum og fjármunum til að gera vilja Guðs. (1. Kroníkubók 29:9) Í ríkissalnum og á mótum okkar eru baukar fyrir framlög þeirra sem vilja láta eitthvað af hendi rakna. Einnig er hægt að gefa framlög á vefsetri okkar, jw.org. Aflafé safnaðarins kemur að stærstum hluta frá fólki sem hefur ekki úr miklu að spila, ekki ósvipað og fátæka ekkjan sem Jesús hrósaði fyrir að leggja tvo smápeninga í fjárhirslu musterisins. (Lúkas 21:1-4) Allir sem vilja geta lagt eitthvað af mörkum að staðaldri eins og þeir hafa „ásett sér í hjarta sínu“. – 1. Korintubréf 16:2; 2. Korintubréf 9:7.
Við efumst ekki um að Jehóva haldi áfram að hreyfa við hjörtum þeirra sem langar til að ,tigna hann með eigum sínum‘ með því að styðja boðunarstarfið og stuðla þar með að því að vilji hans nái fram að ganga. – Orðskviðirnir 3:9.
Að hvaða leyti er söfnuður Votta Jehóva ólíkur öðrum trúfélögum?
Hvernig eru framlögin notuð?
-
-
Hvers vegna byggjum við ríkissali og hvernig?Hverjir gera vilja Jehóva?
-
-
25. HLUTI
Hvers vegna byggjum við ríkissali og hvernig?
Bólivía
Nígería, fyrir og eftir
Tahítí
Guðsríki er kjarninn í boðskap Biblíunnar og var líka kjarninn í boðun Jesú. Nafnið ríkissalur ber með sér að þetta ríki er mikið til umræðu þar. – Lúkas 8:1.
Þeir eru miðstöðvar sannrar tilbeiðslu á svæðinu. Þeir eru notaðir til að skipuleggja boðunarstaf votta Jehóva á svæðinu sem söfnuðurinn starfar á. (Matteus 24:14) Ríkissalir eru misstórir og breytilegir að gerð en allir eru þeir látlausir og hýsa oft fleiri en einn söfnuð. Á síðustu árum höfum við byggt tugþúsundir nýrra ríkissala (að meðaltali fimm á dag) til að halda í við fjölgun safnaða og boðbera. Hvernig er þetta hægt? – Matteus 19:26.
Þeir eru byggðir fyrir framlög sem lögð eru í sameiginlegan sjóð. Þessi framlög eru send deildarskrifstofunni þannig að söfnuðir geti fengið fjármagn til að byggja eða endurbæta ríkissal.
Fjölbreyttur hópur ólaunaðra sjálfboðaliða reisir ríkissalina. Víða um lönd eru starfandi teymi byggingarmanna sem reisa ríkissali. Þessi teymi fara milli safnaða innanlands, jafnvel til afskekktra svæða, og stýra framkvæmdum á hverjum stað. Í öðrum löndum hafa verið skipaðar svæðisbyggingarnefndir til að hafa umsjón með byggingu og endurbótum á ríkissölum á ákveðnu svæði. Enda þótt reyndir iðnaðarmenn á svæðinu bjóði fram krafta sina þá eru boðberar í söfnuðinum á staðnum stærstur hluti vinnuaflsins. Allt er þetta gerlegt vegna anda Jehóva og vegna þess að allir leggja sig fram af heilum hug. – Sálmur 127:1; Kólossubréfið 3:23.
Af hverju köllum við samkomuhús okkar ríkissali?
Hvað gerir okkur kleift að byggja ríkissali út um allan heim?
-
-
Hvernig getum við tekið þátt í viðhaldi ríkissalarins?Hverjir gera vilja Jehóva?
-
-
26. HLUTI
Hvernig getum við tekið þátt í viðhaldi ríkissalarins?
Eistland
Simbabve
Mongólía
Púertó Ríkó
Allir ríkissalir Votta Jehóva eru kenndir við heilagt nafn Guðs. Við lítum því svo á að það sé hluti af heilagri tilbeiðslu okkar að taka þátt í að viðhalda húsinu og sjá um að það sé hreint og frambærilegt. Allir geta lagt sitt af mörkum.
Taktu þátt í þrifum eftir samkomur. Ríkissalurinn er ræstur lauslega eftir hverja samkomu. Einu sinni í viku fara fram vandlegri þrif þar sem yfirleitt er fylgt ákveðnum gátlista. Bræður og systur taka fúslega þátt í þrifunum undir umsjón öldungs eða safnaðarþjóns. Þau sópa gólfin, skúra eða ryksuga eftir þörfum, þurrka af, raða stólum, þrífa salerni, þvo glugga og spegla, tæma ruslafötur eða hreinsa til utan húss og snyrta lóðina. Að minnsta kosti einu sinni á ári er tekinn frá dagur til að þrífa húsið rækilega. Börnin hjálpa til eftir föngum og þannig læra þau að virða staðinn þar sem við tilbiðjum Guð. – Prédikarinn 4:17.
Þú getur aðstoðað við nauðsynlegt viðhald. Árlega er ríkissalurinn skoðaður hátt og lágt. Í framhaldi af því er gert við það sem þarf svo að ríkissalurinn sé í góðu ástandi. Þannig má koma í veg fyrir kostnaðarsamar framkvæmdir síðar. (2. Kroníkubók 24:13; 34:10) Sé ríkissalurinn hreinn og honum vel við haldið er hann boðlegur staður til að tilbiðja Guð. Með því að taka þátt í viðhaldi ríkissalarins sýnum við hve vænt okkur þykir um Jehóva og tilbeiðsluhús okkar. (Sálmur 122:1) Þannig gefum við líka samfélaginu góða mynd af söfnuðinum. – 2. Korintubréf 6:3.
Af hverju ættum við ekki að vanrækja tilbeiðsluhús okkar?
Hvað er gert til að halda ríkissalnum hreinum?
-
-
Hvernig getum við nýtt okkur bókasafn ríkissalarins?Hverjir gera vilja Jehóva?
-
-
27. HLUTI
Hvernig getum við nýtt okkur bókasafn ríkissalarins?
Ísrael
Tékkland
Benín
Cayman- eyjar
Langar þig til að rannsaka ákveðið málefni og auka við biblíuþekkingu þína? Hefur ákveðinn ritningarstaður vakið forvitni þína? Viltu vita meira um persónu, stað eða hlut sem minnst er á í Biblíunni? Eða er þér spurn hvort orð Guðs geti hjálpað þér að leysa úr ákveðnu vandamáli sem þú ert að glíma við? Þá er þjóðráð að líta við í bókasafni ríkissalarins.
Þar er að finna góð hjálpargögn. Sennilega áttu ekki öll þau biblíutengdu rit sem Vottar Jehóva hafa gefið út á móðurmáli þínu. Í bókasafni ríkissalarins er hins vegar að finna flest þau rit sem gefin hafa verið út á síðustu árum. Þar gætu einnig verið ólíkar biblíuþýðingar, góð orðabók og aðrar gagnlegar handbækur. Þér er velkomið að nýta þér bókasafnið fyrir og eftir samkomur. Ef þar er tölva er líklegt að gagnasafnið Watchtower Library sé uppsett á henni. Í því er viðamikið safn af ritum okkar ásamt leitarvél sem auðvelt er að nota til að leita að viðfangsefni, orði eða ritningarstað.
Það kemur nemendum á samkomunni „Líf okkar og boðun“ að góðum notum. Bókasafnið getur komið í góðar þarfir þegar þú undirbýrð nemandaverkefni. Umsjónarmaður samkomunnar „Líf okkar og boðun“ sér um bókasafnið. Hann á að sjá til þess að nýjustu ritin séu í safninu og öllum aðgengileg. Hann eða biblíukennarinn þinn geta sýnt þér hvernig þú getir fundið þær upplýsingar sem þig vantar. Enginn ætti þó að taka bækur úr bókasafninu heim með sér. Og við eigum auðvitað að fara vel með bækurnar og ekki skrifa í þær eða strika undir neitt.
Í Biblíunni kemur fram að við getum hlotið „þekking á Guði“ ef við erum fús til að leita að henni „eins og fólgnum fjársjóðum“. (Orðskviðirnir 2:1-5) Bókasafn ríkissalarins er góður staður til að hefja leitina.
Hvaða hjálpargögn eru aðgengileg í bókasafni ríkissalarins?
Hverjir geta hjálpað þér að hafa sem best not af bókasafninu?
-
-
Hvað er að finna á vefsetri safnaðarins?Hverjir gera vilja Jehóva?
-
-
28. HLUTI
Hvað er að finna á vefsetri safnaðarins?
Frakkland
Pólland
Rússland
Jesús Kristur sagði við fylgjendur sína: „Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar sem er á himnum.“ (Matteus 5:16) Við notum tæknina, meðal annars Netið, til að gera eins og Jesús hvatti til. Opinbert vefsetur Votta Jehóva er jw.org og þar er að finna upplýsingar um trúarskoðanir og starfsemi safnaðarins. Hvað fleira getur þú fundið þar?
Svör Biblíunnar við algengum spurningum. Þú finnur svör við mörgum af stærstu spurningum lífsins. Á vefsetri okkar er til dæmis að finna smáritin Taka þjáningar einhvern tíma enda? og Geta hinir dánu lifað á ný? á meira en 600 tungumálum. Þar er einnig hægt að nálgast Nýheimsþýðingu Biblíunnar á meira en 130 tungumálum og ýmis biblíunámsrit, svo sem bókina Hvað kennir Biblían? ásamt nýjustu tölublöðum Varðturnsins og Vaknið! Hægt er að lesa og hlusta á mörg þessara rita á Netinu eða sækja þau í ymsum sniðum, svo sem MP3, PDF og EPUB. Þú getur jafnvel prentað út nokkrar síður til að stinga að áhugasömum einstaklingi á móðurmáli hans. Hægt er að skoða myndbönd á fjölda táknmála. Þú getur sótt leiklesna biblíutexta, biblíuleikrit og fallega tónlist til að hlusta á í góðu tómi.
Gagnlegar upplýsingar um Votta Jehóva. Á vefsetri okkar eru einnig birt myndskeið og nýjustu fréttir af starfi okkar víða um lönd, sagt frá atburðum sem snerta okkur og getið um hjálparstarf sem við stöndum fyrir. Finna má póstföng deildarskrifstofa og upplýsingar um væntanleg mót.
Með þessum hætti látum við ljós sannleikans lýsa til endimarka jarðar. Fólk í öllum heimsálfum nýtur góðs af, jafnvel á Suðurskautslandinu. Það er bæn okkar að „orð Drottins megi breiðast út“ um alla jörðina með hraði, Jehóva Guði til lofs. – 2. Þessaloníkubréf 3:1.
Hvernig er jw.org notað til að hjálpa fleirum að kynnast sannleika Biblíunnar?
Hvað langar þig til að skoða á vefsetri okkar?
-