Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Hvað áttu eftir að upplifa á safnaðarsamkomum hjá okkur?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
    • 5. HLUTI

      Hvað áttu eftir að upplifa á safnaðarsamkomum hjá okkur?

      Vottar Jehóva á samkomu í Argentínu.

      Argentína

      Samkoma hjá Vottum Jehóva í Síerra Leóne.

      Síerra Leóne

      Samkoma hjá Vottum Jehóva í Belgíu.

      Belgía

      Samkoma hjá Vottum Jehóva í Malasíu.

      Malasía

      Margir eru hættir að sækja guðsþjónustur af því að þeir fá hvorki hughreystingu né svör við stóru spurningunum í lífinu. Hvers vegna ættirðu þá að sækja safnaðarsamkomur hjá Vottum Jehóva? Hvað skyldir þú upplifa þar?

      Gleðina að vera meðal fólks sem er annt um þig. Kristnir menn á fyrstu öld skiptust í söfnuði og héldu samkomur til að tilbiðja Guð, ræða efni Biblíunnar og uppörva hver annan. (Hebreabréfið 10:24, 25) Andrúmsloftið var kærleiksríkt og þeir fundu að þeir voru meðal vina – trúsystkina sinna. (2. Þessaloníkubréf 1:3; 3. Jóhannesarbréf 14, 15) Við fylgjum þessari fyrirmynd og finnum til sömu gleði og þeir.

      Þú lærir að tileinka þér meginreglur Biblíunnar. Karlar, konur og börn safnast saman líkt og gert var á biblíutímanum. Hæfir kennarar nota Biblíuna til að sýna okkur fram á hvernig við getum lifað eftir meginreglum hennar dagsdaglega. (5. Mósebók 31:12; Nehemíabók 8:8) Allir mega taka þátt í almennum umræðum og söng. Það gefur okkur tækifæri til að tjá vonina sem við berum í brjósti. – Hebreabréfið 10:23.

      Þú styrkir trúna á Guð. Páll postuli skrifaði einum af söfnuðunum á fyrstu öld: „Ég þrái að sjá ykkur . . . svo að þið styrkist eða réttara sagt: Svo að við getum uppörvast saman í sömu trú, ykkar og minni.“ (Rómverjabréfið 1:11, 12) Með því að hitta trúsystkini að staðaldri á samkomum styrkjum við trúna og verðum enn ákveðnari í að lifa eftir meginreglum Biblíunnar.

      Hvernig væri að þiggja boðið og sækja næstu safnaðarsamkomu? Þá geturðu kynnst þessu af eigin raun. Það verður tekið vel á móti þér. Aðgangur að öllum samkomum er ókeypis og engin fjáröflun fer fram.

      • Hver er fyrirmyndin að safnaðarsamkomum okkar?

      • Hvernig er það okkur til góðs að sækja safnaðarsamkomur?

      SKOÐAÐU MÁLIÐ BETUR

      Langar þig til að skoða ríkissalinn áður en þú kemur á samkomu? Biddu þá einhvern vott Jehóva að sýna þér hann.

  • Hvernig er það okkur til góðs að eiga félagsskap við trúsystkini?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
    • 6. HLUTI

      Hvernig er það okkur til góðs að eiga félagsskap við trúsystkini?

      Vottar Jehóva að spjalla sama á samkomu.

      Madagaskar

      Vottur Jehóva að aðstoða trúbróður sinn.

      Noregur

      Safnaðaröldungar í heimsókn hjá trúsystur.

      Líbanon

      Vottar Jehóva að gera sér glaðan dag saman.

      Ítalía

      Við sækjum reglulega samkomur jafnvel þó að við þurfum að fara yfir fjöll og firnindi eða bjóða veðrinu birginn. Af hverju leggja vottar Jehóva svona mikið á sig til að eiga félagsskap við trúsystkini þótt ýmsar hindranir séu í veginum og þeir séu þreyttir eftir langan vinnudag?

      Það stuðlar að velferð okkar. „Gefum gætur hvert að öðru,“ skrifaði Páll og var þá með samskipti okkar við aðra í söfnuðinum í huga. (Hebreabréfið 10:24) Með þessu er átt við að við eigum að gera okkur far um að kynnast hvert öðru vel. Páll er því að hvetja til þess að við látum okkur annt um aðra. Þegar við kynnumst öðrum fjölskyldum í söfnuðinum uppgötvum við að sumar þeirra hafa sigrast á svipuðum erfiðleikum og við eigum í. Það getur hjálpað okkur að takast á við vandann.

      Við byggjum upp sterk vináttubönd. Þeir sem við hittum á samkomum eru ekki bara kunningjar okkar heldur nánir vinir. Við gerum okkur líka far um að hittast til að njóta heilnæmrar afþreyingar. Hvaða áhrif hefur það að umgangast trúsystkini með þessum hætti? Við fáum meiri mætur hvert á öðru og það styrkir kærleiksböndin. Þegar trúsystkini okkar eiga í erfiðleikum erum við meira en fús til að hjálpa þeim vegna þess að við erum orðin nánir vinir. (Orðskviðirnir 17:17) Með því að umgangast alla í söfnuðinum sýnum við að við ,berum sameiginlega umhyggju hvert fyrir öðru‘. – 1. Korintubréf 12:25, 26.

      Við hvetjum þig til að velja þér að vinum þá sem gera vilja Guðs. Þú getur eignast slíka vini meðal votta Jehóva. Láttu ekkert aftra þér frá að eiga félagsskap við okkur.

      • Af hverju er það að okkur til góðs að sækja safnaðarsamkomur?

      • Við hvaða tækifæri myndi þig langa til að kynnast söfnuðinum?

  • Hvernig fara samkomurnar fram?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
    • 7. HLUTI

      Hvernig fara samkomurnar fram?

      Samkoma hjá Vottum Jehóva á Nýja-Sjálandi.

      Nýja-Sjáland

      Samkoma hjá Vottum Jehóva í Japan.

      Japan

      Ungur vottur les úr Biblíunni í Úganda.

      Úganda

      Tvær systur í Litháen sýna hvernig biblíusamræður geta farið fram.

      Litháen

      Á samkomum frumkristinna manna var sungið, farið með bænir, lesið upp úr Ritningunni og rætt um efnið. (1. Korintubréf 14:26) Þær voru lausar við alla helgisiði. Í meginatriðum fara samkomur okkar fram með mjög svipuðum hætti.

      Fræðslan er gagnleg og byggð á Biblíunni. Um helgar kemur söfnuðurinn saman til að hlusta á biblíutengdan fyrirlestur. Hann er hálftíma langur og fjallað er um hvernig Biblían tengist lífi okkar og nútímanum. Allir eru hvattir til að fylgjast með í sinni eigin biblíu. Að ræðunni lokinni fer fram Varðturnsnám sem tekur klukkustund. Safnaðarmönnum er þá boðið að taka þátt í umræðum um grein í námsútgáfu Varðturnsins. Umræðan er okkur hvatning til að fara eftir leiðbeiningum Biblíunnar. Farið er yfir sama efni í öllum söfnuðum okkar í heiminum en þeir eru yfir 110.000 talsins.

      Við fáum leiðsögn til að verða betri kennarar. Við höldum einnig þrískipta samkomu eitt kvöld í viku sem nefnist Líf okkar og boðun. Dagskrá samkomunnar byggist á efni í samnefndri vinnubók sem kemur út mánaðarlega. Í fyrsta hluta samkomunnar, „Fjársjóðir í orði Guðs“, er rætt um nokkra kafla í Biblíunni sem safnaðarmenn hafa lesið fyrir fram. Í þeim næsta, „Leggðu þig fram við að boða trúna“, fylgjumst við með sýnidæmum um hvernig hægt sé tala við aðra um Biblíuna. Leiðbeinandi bendir á hvernig hægt sé að bæta sig í upplestri og ræðumennsku. (1. Tímóteusarbréf 4:13) Í síðasta hlutanum, „Líf okkar í kristinni þjónustu“, er rætt um hvernig við getum heimfært meginreglur Biblíunnar á daglegt líf. Farið er með spurningum og svörum yfir efni sem dýpkar skilning okkar á Biblíunni.

      Þegar þú sækir samkomur með okkur tekurðu eflaust eftir að biblíufræðslan, sem þú færð, er í háum gæðaflokki. – Jesaja 54:13.

      • Við hverju máttu búast á samkomum hjá Vottum Jehóva?

      • Hvaða samkomu langar þig til að sækja næst?

      SKOÐAÐU MÁLIÐ BETUR

      Kynntu þér eitthvað af efninu sem farið verður yfir á næstu samkomum. Kannaðu hvað þú getur lært af Biblíunni sem getur orðið þér að gagni í daglega lífinu.

  • Af hverju erum við vel til fara á samkomum?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
    • 8. HLUTI

      Af hverju erum við vel til fara á samkomum?

      Feðgar að hafa sig til fyrir safnaðarsamkomu.

      Ísland

      Mæðgur að hafa sig til fyrir samkomu.

      Mexíkó

      Spariklæddir vottar Jehóva í Gíneu-Bissá.

      Gínea-Bissá

      Fjölskylda á Filippseyjum fara fótgangandi á samkomu.

      Filippseyjar

      Hefurðu tekið eftir að á myndunum í þessum bæklingi eru vottar Jehóva vel til fara þegar þeir sækja safnaðarsamkomur? Hvers vegna gerum við okkur far um að vera snyrtileg í klæðnaði og útliti?

      Til að sýna Guði virðingu. Víst er það rétt að Guð horfir ekki aðeins á ytra útlit fólks. (1. Samúelsbók 16:7) Þegar við söfnumst saman til að tilbiðja hann langar okkur samt sem áður til að sýna honum og trúsystkinum okkar virðingu. Ef við gengjum fyrir dómara í réttarsal myndum við líklega sýna að við virðum embætti hans með því að vera vel til fara. Á sama hátt sýnum við með klæðaburði okkar að við virðum ,dómara allrar jarðarinnar‘, Jehóva Guð, og staðinn þar sem við tilbiðjum hann. – 1. Mósebók 18:25.

      Til að endurspegla þau gildi sem við lifum eftir. Í Biblíunni er kristið fólk hvatt til að vera látlaust í klæðaburði eins og sómir þeim sem vilja dýrka Guð. (1. Tímóteusarbréf 2:9, 10) Að vera látlaus í klæðaburði merkir að draga ekki athygli að sér með áberandi, ögrandi eða efnislitlum fatnaði. Við veljum okkur smekkleg föt en erum hvorki drusluleg né öfgakennd í útliti. Leiðbeiningar Biblíunnar gefa okkur engu að síður mikið svigrúm til að klæða okkur eftir eigin smekk. Við getum ,prýtt kenningu frelsara okkar‘ og ,vegsamað Guð‘ orðalaust með því að vera vel til fara. (Títusarbréfið 2:10; 1. Pétursbréf 2:12) Með því að vera spariklædd á samkomum höfum við áhrif á það hvernig aðrir líta á tilbeiðsluna á Jehóva.

      Vertu óhræddur að sækja samkomur í ríkissalnum þó að þú eigir ekki spariföt. Fötin þurfa ekki að vera dýr eða flott til að vera hrein, sómasamleg og við hæfi.

      • Hvaða máli skiptir klæðnaður okkar þegar við sækjum samkomur?

      • Hvaða meginreglur getum við haft að leiðarljósi varðandi klæðnað og útlit?

  • Hvernig er best að búa sig undir samkomur?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
    • 9. HLUTI

      Hvernig er best að búa sig undir samkomur?

      Vottur Jehóva að búa sig undir safnaðarsamkomu.

      Kambódía

      Vottur Jehóva að búa sig undir safnaðarsamkomu.
      Vottur Jehóva að taka þátt í umræðum á safnaðarsamkomu.

      Úkraína

      Ef þú ert að kynna þér Biblíuna með hjálp votta Jehóva ertu trúlega vanur að fara yfir námsefnið fyrir fram. Til að hafa sem mest gagn af safnaðarsamkomum er gott að hafa sama háttinn á. Við náum bestum árangri ef við venjum okkur á að búa okkur undir samkomurnar.

      Veldu hentugan stað og stund. Hvenær áttu auðveldast með að einbeita þér? Er það snemma morguns áður en þú hefur dagleg störf eða er það að kvöldi til eftir að börnin eru komin í háttinn? Taktu frá ákveðinn tíma, hvort sem hann er langur eða stuttur, og reyndu að láta ekkert koma í veg fyrir að þú notir hann til undirbúnings. Veldu hljóðlátan stað og slökktu á útvarpi, sjónvarpi, farsíma og öðru sem gæti truflað. Byrjaðu á því að fara með bæn. Það hjálpar þér að ýta daglegum áhyggjum til hliðar þannig að þú getir einbeitt þér að orði Guðs. – Filippíbréfið 4:6, 7.

      Merktu við aðalatriðin og búðu þig undir að taka þátt í umræðum. Byrjaðu á því að sjá heildarmyndina. Líttu á fyrirsögn kaflans eða greinarinnar, veltu fyrir þér hvernig millifyrirsagnir tengjast henni og skoðaðu myndir og upprifjunarspurningar sem draga fram aðalatriðin. Lestu síðan efnið grein fyrir grein og leitaðu að svari við spurningunni sem er neðanmáls. Flettu upp á ritningarstöðum sem vísað er í, lestu þá og hugleiddu hvernig þeir varpa ljósi á efnið. (Postulasagan 17:11) Þegar þú getur svarað spurningunni skaltu strika undir eða merkja við fáein lykilorð í greininni sem minna þig á svarið. Þá geturðu rétt upp hönd á samkomunni ef þú vilt og tjáð þig stuttlega um málið með eigin orðum.

      Þú eykur við biblíuþekkingu þína og bætir við ,forðabúrið‘ með því að lesa og hugleiða það fjölbreytta efni sem rætt er á samkomum í hverri viku. – Matteus 13:51, 52.

      • Hvaða góðu venjur geta hjálpað þér að búa þig undir samkomur?

      • Hvernig geturðu búið þig undir að svara á samkomum?

      SKOÐAÐU MÁLIÐ BETUR

      Notaðu aðferðina, sem lýst er hér að ofan, til að búa þig undir Varðturnsnámið eða safnaðarbiblíunámið. Biddu biblíukennara þinn um að hjálpa þér að undirbúa svar við einni spurningu á næstu samkomu.

  • Hvaða hlutverki þjónar biblíunám fjölskyldunnar?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
    • 10. HLUTI

      Hvaða hlutverki þjónar biblíunám fjölskyldunnar?

      Fjölskylda sem á ánægjulega biblíunámsstund saman.

      Suður-Kórea

      Hjón að lesa úr Biblíunni saman.

      Brasilía

      Vottur Jehóva að rannsaka biblíutengt efni.

      Ástralía

      Fjölskylda að ræða saman um biblíutengt viðfangsefni.

      Gínea

      Jehóva hefur frá fornu fari hvatt fjölskyldur til að eiga stundir saman til að styrkja sambandið við hann og treysta fjölskylduböndin. (5. Mósebók 6:6, 7) Þess vegna nota fjölskyldur votta Jehóva ákveðinn tíma í hverri viku til að sinna andlegum hugðarefnum, og ræða þá saman í rólegheitum um mál sem eru sniðin að þörfum fjölskyldunnar. Þeir sem búa einir geta líka átt stund með Guði og valið sér að vild biblíulegt viðfangsefni til rannsóknar.

      Það styrkir sambandið við Jehóva. „Nálægið ykkur Guði og þá mun hann nálgast ykkur.“ (Jakobsbréfið 4:8) Við styrkjum tengslin við Jehóva þegar við kynnumst eiginleikum hans og verkum af blöðum Biblíunnar. Auðvelt er að koma af stað reglulegu biblíunámi fjölskyldunnar með því að nota stund saman til að lesa upphátt úr Biblíunni. Til dæmis væri hægt að fylgja vikulegri lestraráætlun fyrir samkomuna Líf okkar og boðun. Hægt er að skipta lesefninu milli allra í fjölskyldunni og síðan getið þið rætt hvað þið hafið lært af lestrinum.

      Það styrkir fjölskylduböndin. Hjón styrkja tengslin sín á milli með því að stunda sameiginlegt biblíunám, og hið sama er að segja um foreldra og börn. Þetta ættu að vera rólegar og ánægjulegar stundir sem allir hlakka til. Foreldrarnir ættu að velja viðeigandi efni í samræmi við aldur barnanna, til dæmis efni úr Varðturninum og Vaknið! eða á vefsetri okkar, jw.org. Hægt er að taka fyrir erfiðleika sem börnin hafa orðið fyrir í skólanum og ræða hvernig megi bregðast við þeim. Hvernig væri að horfa á myndband í Sjónvarpi Votta Jehóva (tv.jw.org) og ræða síðan um það saman? Kannski hafið þið gaman af að æfa söngvana sem sungnir verða á samkomunum. Svo er gott að fá sér eitthvað í gogginn eftir fjölskyldunámið.

      Með því að taka frá góða stund í hverri viku til að tilbiðja Jehóva í sameiningu læra allir í fjölskyldunni að hafa yndi af orði hans. Þið megið treysta að Jehóva blessar viðleitni ykkar. – Sálmur 1:1-3.

      • Af hverju tökum við frá tíma í hverri viku til biblíunáms?

      • Hvernig geta foreldrar gert þessa stund ánægjulega fyrir alla í fjölskyldunni?

      SKOÐAÐU MÁLIÐ BETUR

      Fáðu hugmyndir með því að spyrja aðra í söfnuðinum hvað þeir geri í fjölskyldunáminu. Kannaðu hvaða rit þú getir fengið í ríkissalnum til að fræða börnin þín um Jehóva.

  • Af hverju sækjum við fjölmenn mót?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
    • 11. HLUTI

      Af hverju sækjum við fjölmenn mót?

      Umdæmismót votta Jehóva í Mexíkó.

      Mexíkó

      Nýtt rit gefið út á umdæmismóti í Þýskalandi.

      Þýskaland

      Vottar Jehóva á umdæmismóti í Botsvana.

      Botsvana

      Ungur maður að skírast í Níkaragva

      Níkaragva

      Biblíuleikrit á umdæmismóti á Ítalíu.

      Ítalía

      Fólkið á myndunum er glatt og ánægt. Ástæðan er sú að það er að sækja mót. Við hlökkum til þess að vera viðstödd fjölmenn mót ekki síður en þjónar Guðs til forna en þeim var sagt að safnast saman þrisvar á ári. (5. Mósebók 16:16) Við höldum líka þrjú mót á ári: tvö eins dags svæðismót og eitt þriggja daga umdæmismót. Hvaða gagn höfum við af þessum mótum?

      Þau styrkja bræðralag okkar. Við njótum þess að tilbiðja Jehóva saman við sérstök tækifæri, rétt eins og Ísraelsmenn glöddust yfir því að mega lofa Jehóva „í söfnuðinum“. (Sálmur 26:12; 111:1) Mótin gefa okkur tækifæri til að hitta votta annars staðar að af landinu eða jafnvel frá öðrum löndum, og kynnast þeim betur. Í hádegishléinu borðum við saman á mótsstaðnum og það ýtir undir vinalegt andrúmsloftið. (Postulasagan 2:42) Þar getum við kynnst af eigin raun kærleikanum sem sameinar „samfélag þeirra sem trúa“ alls staðar í heiminum. – 1. Pétursbréf 2:17.

      Þau hjálpa okkur að taka framförum í trúnni. Ísraelsmenn höfðu mikið gagn af því að safnast saman til að fá skýringar á boðskap Ritningarinnar. (Nehemíabók 8:8, 12) Við kunnum einnig að meta biblíufræðsluna sem við fáum á mótunum. Á hverju móti er unnið út frá biblíulegri grunnhugmynd. Fluttar eru ræður, ræðusyrpur og sýnidæmi sem auðvelda okkur að fara eftir vilja Guðs. Það er hvetjandi að heyra frásögur þeirra sem tekst að lifa farsællega sem kristnir menn á þessum erfiðu tímum. Á umdæmismótunum eru sviðsett leikrit sem blása lífi í frásögur Biblíunnar og hjálpa okkur að draga af þeim ýmsa lærdóma. Á öllum mótum gefst þeim sem hafa vígst Guði tækifæri til að láta skírast.

      • Af hverju eru mótin ánægjulegir viðburðir?

      • Hvaða gagn geturðu haft af því að sækja mót?

      SKOÐAÐU MÁLIÐ BETUR

      Ef þig langar til að kynnast bræðralagi okkar betur væri þjóðráð að sækja næsta mót. Þú getur beðið biblíukennara þinn að sýna þér mótsdagskrána. Þá geturðu kynnt þér hvers konar mál eru til umræðu. Skrifaðu hjá þér hvenær og hvar næsta mót verður haldið og sæktu það ef þú hefur tök á.

  • Hvernig skipuleggjum við boðunarstarfið?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
    • 12. HLUTI

      Hvernig skipuleggjum við boðunarstarfið?

      Vottar Jehóva að boða trúna hús úr húsi.

      Spánn

      Vottur Jehóva að boða trúna í almenningsgarði.

      Hvíta-Rússland

      Vottur Jehóva að boða trúna í síma.

      Hong Kong

      Vottar Jehóva í boðunarstarfinu.

      Perú

      Skömmu fyrir dauða sinn sagði Jesús: „Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina til þess að allar þjóðir fái að heyra það. Og þá mun endirinn koma.“ (Matteus 24:14) En hvernig átti að haga þessu boðunarstarfi? Jesús gaf fyrirmyndina um það meðan hann var á jörð. – Lúkas 8:1.

      Við heimsækjum fólk. Jesús kenndi lærisveinum sínum að boða fagnaðarerindið hús úr húsi. (Matteus 10:11-13; Postulasagan 5:42; 20:20) Trúboðar fyrstu aldar fengu afmarkað svæði til að starfa á. (Matteus 10:5, 6; 2. Korintubréf 10:13) Boðunarstarf okkar er einnig vel skipulagt og hver söfnuður fær ákveðið svæði þar sem hann á að boða trúna. Þannig getum við ,prédikað fyrir alþjóð og vitnað‘ eins og Jesús gaf fyrirmæli um. – Postulasagan 10:42.

      Við reynum að ná til fólks hvar sem það er að finna. Jesús prédikaði einnig fyrir fólki á almannafæri, svo sem á strönd Galíleuvatns eða við brunn utan borgar. (Markús 4:1; Jóhannes 4:5-15) Við tökum fólk líka tali til að ræða við það um Biblíuna hvar sem færi gefst – á götum úti, í fyrirtækjum, í almenningsgörðum eða símleiðis. Við vitnum fyrir nágrönnum, vinnufélögum, skólafélögum og ættingjum eftir því sem við á. Með þessum hætti höfum við gert milljónum manna um heim allan kleift að heyra fagnaðarboðskapinn. – Sálmur 96:2.

      Langar þig til að segja einhverjum frá fagnaðarerindinu um ríki Guðs? Langar þig til að lýsa fyrir honum hvaða áhrif það getur haft á framtíð hans? Dragðu þá ekki að koma fagnaðarerindinu á framfæri.

      • Hvert er „fagnaðarerindið“ sem á að boða?

      • Hvernig líkja vottar Jehóva eftir boðunaraðferðum Jesú?

      SKOÐAÐU MÁLIÐ BETUR

      Biddu biblíukennara þinn að sýna þér hvernig þú getir sagt vini eða kunningja með háttvísi frá því sem þú hefur lært af Biblíunni.

  • Hvað er brautryðjandi?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
    • 13. HLUTI

      Hvað er brautryðjandi?

      Brautryðjandi í  boðunarstarfinu.

      Kanada

      Brautryðjandi í  boðunarstarfinu.

      Gengið í hús

      Brautryðjendur að stýra biblíunámskeiði.

      Biblíunámskeið

      Brautryðjandi við sjálfsnám í Biblíunni.

      Sjálfsnám

      Orðið „brautryðjandi“ er oft notað um þá sem kanna ný svæði og ryðja brautina fyrir aðra. Jesús var eins konar brautryðjandi því að hann var sendur til jarðar til að veita fólki líf með þjónustu sinni og opna leiðina til hjálpræðis. (Matteus 20:28) Fylgjendur hans nú á dögum líkja eftir honum með því að nota eins mikinn tíma og þeir geta til að ,gera fólk að lærisveinum‘. (Matteus 28:19, 20) Sumir hafa getað gerst brautryðjendur eins og við köllum það.

      Brautryðjandi notar mikinn tíma til að boða fagnaðarerindið. Allir vottar Jehóva boða trúna. Sumir hafa hins vegar hagrætt málum sínum þannig að þeir geti verið brautryðjendur og nota þá 70 klukkustundir á mánuði til að boða fagnaðarerindið. Margir þeirra vinna hlutastörf til að geta gert það. Öðrum hefur verið boðið að starfa sem sérbrautryðjendur á svæðum þar sem vantar fleiri boðbera. Þeir nota 130 stundir eða meira á mánuði til boðunarstarfsins. Brautryðjendur eru nægjusamir og treysta að Jehóva sjái þeim fyrir nauðsynjum. (Matteus 6:31-33; 1. Tímóteusarbréf 6:6-8) Þeir sem eru ekki í aðstöðu til að vera brautryðjendur að staðaldri geta verið aðstoðarbrautryðjendur eftir því sem þeir hafa tök á, og auka þá starf sitt upp í 30 eða 50 stundir á mánuði.

      Brautryðjandi er knúinn af kærleika til Guðs og náungans. Líkt og Jesús sjáum við að margir eru illa á vegi staddir í trúarlegum efnum og þurfa að kynnast Guði og vilja hans. (Markús 6:34) Við búum yfir þekkingu sem getur hjálpað þessu fólki hér og nú og veitt því trausta framtíðarvon. Brautryðjandi gefur fúslega af tíma sínum og kröftum til að kynna fagnaðarerindið fyrir fólki. Það er náungakærleikurinn sem knýr hann til verka. (Matteus 22:39; 1. Þessaloníkubréf 2:8) Þetta starf styrkir trú hans og tengsl við Guð og veitir honum mikla ánægju. – Postulasagan 20:35.

      • Hvað er brautryðjandi?

      • Hvað fær fólk til að gerast brautryðjendur?

  • Hvaða menntun stendur brautryðjendum til boða?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
    • 14. HLUTI

      Hvaða menntun stendur brautryðjendum til boða?

      Brautryðjendur í boðunarstarfinu.

      Bandaríkin

      Nemendur í Gíleaðskólanum.
      Nemendur að búa sig undir trúboðsstarf.

      Gíleaðskólinn í Patterson í New York

      Trúboðshjón í boðuninni í Panama.

      Panama

      Biblíufræðsla hefur lengi verið aðalsmerki Votta Jehóva. Þeim sem nota allan sinn tíma til að boða fagnaðarerindið stendur sérstök menntun til boða svo að þeir geti ,fullnað þjónustu sína‘. – 2. Tímóteusarbréf 4:5.

      Brautryðjendaskólinn. Eftir að brautryðjandi hefur verið í fullu starfi í eitt ár stendur honum til boða að sækja sex daga skóla sem er oftast haldinn í nálægum ríkissal. Markmiðið er að hjálpa brautryðjendum að styrkja samband sitt við Jehóva, verða skilvirkari í öllum greinum boðunarstarfsins og halda trúfastlega áfram að þjóna Jehóva.

      Skóli fyrir boðbera Guðsríkis. Þessi tveggja mánaða skóli var stofnaður með það fyrir augum að þjálfa reynda brautryðjendur, sem eru tilbúnir að yfirgefa heimaslóðir sínar, til að starfa hvar sem þeirra er þörf. Þeir segja í reynd: „Hér er ég. Send þú mig.“ (Jesaja 6:8) Þannig hafa þeir líkt eftir mesta trúboða sögunnar, Jesú Kristi. (Jóhannes 7:29) Þeir sem flytja til fjarlægra staða gætu þurft að laga sig að einfaldari lífsháttum. Menningin, loftslagið og mataræðið er ef til vill gerólíkt því sem þeir hafa vanist. Auk þess gætu þeir þurft að læra nýtt tungumál. Þessi skóli hjálpar einhleypum bræðrum og systrum og hjónum á aldrinum 23 til 65 ára að tileinka sér kristna eiginleika, sem þau þurfa að hafa til að bera á nýja staðnum. Hann hjálpar þeim að koma að enn meiri notum í þjónustu Jehóva og safnaðar hans.

      Biblíuskólinn Gíleað. Hebreska orðið „Gíleað“ merkir „minnisvarða“. Frá því að skólinn var stofnaður árið 1943 hafa meira en 8.000 nemendur útskrifast og verið sendir sem trúboðar til að boða fagnaðarerindið „til endimarka jarðar“. (Postulasagan 13:47) Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Þegar fyrstu Gíleaðtrúboðarnir komu til Perú var enginn söfnuður Votta Jehóva í landinu. Núna eru þeir fleiri en 1.000 talsins. Þegar trúboðar okkar komu til Japan voru þar innan við tíu vottar. Nú eru þar rösklega 200.000 vottar. Námið í Gíleaðskólanum tekur fimm mánuði og felur meðal annars í sér ítarlegt nám í orði Guðs. Sérbrautryðjendum, trúboðum og þeim sem vinna á deildarskrifstofum eða eru í farandstarfi er boðið að sækja þennan skóla. Þar fá þeir rækilega kennslu svo þeir geti stuðlað að stöðugleika og eflt boðunarstarfið um allan heim.

      • Hvert er markmið brautryðjendaskólans?

      • Hverjum er skólinn fyrir boðbera Guðsríkis ætlaður?

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila