Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • yc hluti 12 bls. 26-27
  • Frændi Páls var hugrakkur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Frændi Páls var hugrakkur
  • Kenndu börnunum
  • Svipað efni
  • „Heyrið það sem ég vil segja mér til varnar“
    Vitnum ítarlega um ríki Guðs
  • Verum hughrökk – Jehóva hjálpar okkur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
  • Boðið ríki Jehóva með djörfung!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • „Ég er hreinn af blóði allra“
    Vitnum ítarlega um ríki Guðs
Sjá meira
Kenndu börnunum
yc hluti 12 bls. 26-27
Frændi Páls talar við herforingjann.

12. KAFLI

Frændi Páls var hugrakkur

Við skulum nú lesa um ungan mann sem bjargaði lífi frænda síns. Frændi hans hét Páll en við vitum ekki hvað ungi maðurinn hét. Við vitum samt að hann var mjög hugrakkur. Langar þig til að vita hvað hann gerði? –

Páll postuli var í fangelsi í Jerúsalem. Hann hafði verið tekinn fastur fyrir að segja fólki frá Jesú. En nokkrir vondir menn hötuðu Pál og vildu drepa hann. Þeir sögðu: ,Biðjum herforingjann að láta hermennina sína koma með Pál í dómshúsið. Förum svo og felum okkur við veginn og þegar Páll kemur skulum við ráðast á hann og drepa hann.‘

Frændi Páls segir honum fréttir í fangelsinu.

Frændi Páls sagði Páli og herforingjanum frá því sem vondu mennirnir ætluðu að gera.

Frændi Páls frétti af þessu. En hvað átti hann að gera? Hann fór til Páls í fangelsið og sagði honum hvað vondu mennirnir ætluðu að gera. Páll bað hann að fara strax og segja herforingjanum frá þessu. Heldurðu að það hafi verið auðvelt fyrir frænda Páls að tala við herforingjann? – Það var ekki auðvelt því að herforinginn var mjög voldugur. En frændi Páls var hugrakkur og talaði við herforingjann.

Herforinginn vissi hvað var best að gera. Hann fékk næstum 500 hermenn til að vernda Pál og sagði þeim að fara með hann til Sesareu strax um kvöldið. Tókst þeim að bjarga Páli? – Já, vondu mennirnir náðu ekki að drepa hann. Leynibrall þeirra mistókst.

Hvað geturðu lært af þessari frásögu? – Þú getur verið hugrakkur alveg eins og frændi Páls. Við þurfum að vera hugrökk þegar við segjum fólki frá Jehóva. Ætlar þú að vera hugrakkur og segja öðrum frá Jehóva? – Ef þú gerir það gætirðu bjargað lífi einhvers.

LESTU Í BIBLÍUNNI ÞINNI

  • Postulasöguna 23:12-24

  • Matteus 24:14; 28:18-20

  • 1. Tímóteusarbréf 4:16

SPURNINGAR:

  • Hvað ætluðu vondu mennirnir að gera Páli?

  • Hvað gerði frændi Páls? Af hverju þurfti hann að vera hugrakkur?

  • Hvernig getur þú verið hugrakkur eins og frændi Páls?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila