Falstrú blönduð sannri tilbeiðslu
Tilbiðja allir trúaðir sama Guð?
Eru öll trúarbrögðin, sem eru með ólíkar kenningar, Jehóva þóknanleg?
Mt 7:13, 14; Jóh 17:3; Ef 4:4–6
Dæmi úr Biblíunni:
Jós 24:15 – Jósúa segir að við þurfum að velja hvort við ætlum að þjóna Jehóva eða öðrum guðum.
1Kon 18:19–40 – Jehóva sýnir fyrir milligöngu Elía spámanns að tilbiðjendur hins sanna Guðs ættu ekki að taka þátt í tilbeiðslu á öðrum guðum, eins og Baal.
Hvað finnst Jehóva um falsguði og tilbeiðslu á þeim?
Hvað finnst Jehóva um tilbeiðslu sem virðist vera ætluð honum en sem felur í sér athafnir sem hann hatar?
Jes 1:13–15; 1Kor 10:20–22; 2Kor 6:14, 15, 17
Dæmi úr Biblíunni:
2Mó 32:1–10 – Aron lætur undan þrýstingi Ísraelsmanna og býr til gullkálf sem hann notar til að halda „hátíð til heiðurs Jehóva“ og það gerir Jehóva virkilega reiðan.
1Kon 12:26–30 – Jeróbóam konungur vill ekki að fólk hans fari í musterið í Jerúsalem svo að hann býr til skurðgoð sem hann segir tákna Jehóva en það verður til þess að fólkið syndgar.
Hvernig kenndi Jehóva Ísraelsmönnum að þeir þyrftu að vera aðgreindir frá þeim sem tilbáðu aðra guði?
Hvernig brást Jehóva við þegar fólk hans tilbað aðra guði?
Dóm 10:6, 7; Sl 106:35–40; Jer 44:2, 3
Dæmi úr Biblíunni:
1Kon 11:1–9 – Salómon konungur lætur undan þrýstingi frá útlendum eiginkonum sínum og móðgar Jehóva með því að stuðla að tilbeiðslu á öðrum guðum.
Sl 78:40, 41, 55–62 – Asaf lýsir því hvernig uppreisn Ísraels og skurðgoðadýrkun særir Jehóva og verður til þess að hann hafnar þjóð sinni.
Studdi Jesús trúarkenningar sem voru ekki í samræmi við orð Guðs?
Dæmi úr Biblíunni:
Mt 16:6, 12 – Jesús líkir kenningum faríseanna og saddúkeanna við súrdeig því að rangar kenningar dreifast hratt og spilla hreinum sannleika orðs Guðs.
Mt 23:5–7, 23–33 – Jesús fordæmir harðlega hræsni og rangar kenningar fræðimannanna og faríseanna.
Mr 7:5–9 – Jesús afhjúpar fræðimennina og faríseana fyrir að taka siðvenjur manna fram yfir kennsluna í orði Guðs.
Hvatti Jesús fylgjendur sína til að mynda mismunandi trúarhópa?
Dæmi úr Biblíunni:
Jóh 15:4, 5 – Jesús notar vínvið til að lýsa einingunni sem á að ríkja milli hans og fylgjenda hans.
Jóh 17:1, 6, 11, 20–23 – Jesús biður fyrir einingu sannra tilbiðjenda sinna með postulunum kvöldið áður en hann er tekinn af lífi.
Höfðu allir kristnu söfnuðirnir á fyrstu öld sömu trúarskoðanir og tilbáðu þeir Jehóva á sama hátt?
Dæmi úr Biblíunni:
Pos 11:20–23, 25, 26 – Söfnuðirnir í Antíokkíu og Jerúsalem vinna saman og það ríkir eining milli þeirra.
Róm 15:25, 26; 2Kor 8:1–7 – Margir söfnuðir á fyrstu öld gefa örlátlega til að hjálpa trúsystkinum í neyð og sýna þannig að kærleikur sameinar söfnuðina.
Eru öll trúfélög sem segjast trúa á Jesú velþóknanleg Guði?
Hefur Guð velþóknun á tilbeiðslu sem er ekki í samræmi við kennslu Jesú og postulanna?
Dæmi úr Biblíunni:
Mt 13:24–30, 36–43 – Jesús segir dæmisögu sem sýnir að margir falskristar komi fram og spilli söfnuðinum rétt eins og illgresi sprettur upp í akri.
1Jó 2:18, 19 – Undir lok fyrstu aldar, þegar Jóhannes postuli er orðinn gamall, segir hann að margir andkristar hafi þegar komið fram.