Efnishyggja
Segir Biblían að það sé rangt að eiga peninga eða efnislega hluti?
Dæmi úr Biblíunni:
1Kon 3:11–14 – Jehóva blessar Salómon konung fyrir auðmýkt hans með gríðarlegu ríkidæmi.
Job 1:1–3, 8–10 – Job er vellauðugur en fyrst og fremst trúfastur Jehóva.
Hvers vegna veitir ríkidæmi ekki varanlega hamingju og hugarfrið?
Að hvaða leyti getur ríkidæmi verið algerlega gagnslaust?
Hver er mesta hættan við ríkidæmi?
Hvernig getur valdið sem ríkidæmi veitir blekkt okkur?
Okv 11:4, 18, 28; 18:11; Mt 13:22
Dæmi úr Biblíunni:
Pos 8:18–24 – Símon trúir því að hann geti keypt sér stöðu í kristna söfnuðinum.
Hvað getur það kostað okkur að elska peninga?
Dæmi úr Biblíunni:
Mr 10:17–23 – Ungur og ríkur maður sem er of háður eigum sínum missir af því tækifæri að fylgja Jesú.
1Tí 6:17–19 – Páll postuli varar efnaða kristna menn við því að verða hrokafullir því að það gæti kostað þá velvild Guðs.
Hvernig getur efnishyggja veikt trú okkar og orðið til þess að við missum velþóknun Guðs?
5Mó 8:10–14; Okv 28:20; 1Jó 2:15–17
Sjá einnig Sl 52:6, 7; Am 3:12, 15; 6:4–8.
Dæmi úr Biblíunni:
Job 31:24, 25, 28 – Job sér greinilega hættuna við að treysta á auðinn því að það samsvarar því að afneita Guði.
Lúk 12:15–21 – Jesús varar við efnishyggju með því að segja sögu af ríkum manni sem er ekki ríkur í augum Guðs.
Hvernig getum við verið ánægð með það sem við eigum?
Hvaða fjársjóður er verðmætari en efnislegar eigur og af hverju?
Okv 3:11, 13–18; 10:22; Mt 6:19–21
Dæmi úr Biblíunni:
Hag 1:3–11 – Fyrir milligöngu Haggaí spámanns segir Jehóva að hann haldi aftur af efnislegri blessun handa þjóð sinni af því að hún einbeitir sér að eigin þægindum og því að byggja sér hús frekar en að endurbyggja heilagt musteri Jehóva.
Op 3:14–19 – Jesús ávítar söfnuðinn í Laódíkeu fyrir að leggja meiri áherslu á efnislegar eigur en að þjóna Guði.