Fyrirgefning
Hvað sýnir að Jehóva er fús til að fyrirgefa?
Sjá einnig 2Pé 3:9.
Dæmi úr Biblíunni:
Sl 78:40, 41; 106:36–46 – Þjóð Jehóva særir hann oft en hann fyrirgefur henni aftur og aftur.
Lúk 15:11–32 – Jesús notar dæmisögu um miskunnsaman föður sem fyrirgefur iðrunarfullum syni sínum til að lýsa fúsleika Jehóva til að fyrirgefa.
Á hvaða grundvelli getum við fengið fyrirgefningu Jehóva þegar okkur verður á?
Dæmi úr Biblíunni:
Heb 9:22–28 – Páll postuli útskýrir hvernig Jehóva getur fyrirgefið syndir okkar vegna þess að Jesús fórnaði lífi sínu fyrir okkur.
Op 7:9, 10, 14, 15 – Jóhannes postuli sér „mikinn múg“ í sýn sem stendur hreinn frammi fyrir Guði vegna trúar sinnar á fórn Jesú.
Hvað þurfum við að gera þegar aðrir gera eitthvað á hlut okkar ef við viljum að Jehóva fyrirgefi syndir okkar?
Mt 6:14, 15; Mr 11:25; Lúk 17:3, 4; Jak 2:13
Dæmi úr Biblíunni:
Job 42:7–10 – Áður en Jehóva fjarlægir erfiðleika Jobs og gefur honum aftur góða heilsu og velgengni ætlast hann til þess að Job biðji fyrir kunningjum sínum þrem sem komu illa fram við hann.
Mt 18:21–35 – Jesús segir dæmisögu til að undirstrika mikilvægi þess að fyrirgefa öðrum til að fá sjálf fyrirgefningu.
Hversu mikilvægt er að játa syndir sínar og iðrast í einlægni?
Dæmi úr Biblíunni:
Sl 32:1–5; 51:1, 2, 16, 17 – Davíð konungur er niðurbrotinn vegna alvarlegra synda sinna og iðrast í einlægni.
Jak 5:14–16 – Jakob segir að ef okkur verður alvarlega á ættum við að leita til öldunganna.
Hvaða breytingar þurfum við að gera ef við viljum að Jehóva fyrirgefi okkur?
Dæmi úr Biblíunni:
1Kon 21:27–29; 2Kr 18:18–22, 33, 34; 19:1, 2 – Akab konungur er dæmdur en hann auðmýkir sig og Jehóva sýnir honum ákveðna miskunn. Hann sýnir samt ekki sanna iðrun þannig að Jehóva lítur enn á hann sem vondan og lætur taka hann af lífi.
2Kr 33:1–16 – Manasse konungur er mikið illmenni en samt fyrirgefur Jehóva honum þegar hann iðrast. Manasse sýnir að hann er breyttur maður með því að berjast gegn falsguðadýrkun og efla sanna tilbeiðslu.
Hversu fús er Jehóva til að fyrirgefa iðrunarfullum syndurum?
Sl 103:10–14; Jes 1:18; 38:17; Jer 31:34; Mík 7:19
Dæmi úr Biblíunni:
2Sa 12:13; 24:1; 1Kon 9:4, 5 – Jehóva talar um Davíð konung sem ráðvandan mann þrátt fyrir að hann hafi drýgt mjög alvarlegar syndir.
Hvernig endurspeglaði Jesús fullkomlega fúsleika Jehóva til að fyrirgefa?
Dæmi úr Biblíunni:
Mt 26:36, 40, 41 – Nánustu vinir Jesú sofna þegar hann þarf hvað mest á stuðningi þeirra að halda, en hann sýnir takmörkum þeirra skilning.
Mt 26:69–75; Lúk 24:33, 34; Pos 2:37–41 – Pétur afneitar því þrisvar að þekkja Jesú en Jesús fyrirgefur þessum iðrunarfulla postula. Jesús birtist honum persónulega eftir upprisu sína og gefur honum seinna sérstakt verkefni í söfnuðinum.
Hvernig vitum við að það eru takmörk á fyrirgefningu Jehóva?
Mt 12:31; Heb 10:26, 27; 1Jó 5:16, 17
Dæmi úr Biblíunni:
Mt 23:29–33 – Jesús varar fræðimennina og faríseana við því að sem hópur muni þeir hljóta þann dóm að lenda í Gehenna, eða varanlegri eyðingu.
Jóh 17:12; Mr 14:21 – Jesús kallar Júdas Ískaríot ‚son glötunarinnar‘ og segir að það hefði verið betra fyrir þennan svikara að hafa aldrei fæðst.