Spurningar frá lesendum
Hvenær varð ensk-ameríska heimsveldið sjöunda heimsveldið sem spáð er um Biblíunni?
▪ Líkneskið mikla, sem Nebúkadnesar konungur sá, táknar ekki öll heimsveldi sögunnar, heldur aðeins þau fimm sem ríktu frá og með dögum Daníels og höfðu veruleg áhrif á þjóna Guðs. – Dan. 2:31-45.
Af lýsingu Daníels á málmlíkneskinu má ráða að ensk-ameríska heimsveldið myndi koma af Rómaveldi frekar en að það legði það undir sig. Daníel lýsir líkneskinu svo að járnið í fótleggjunum nái niður í fæturna og tærnar. (Járnið í fótunum og tánum er blandað leir.)a Samkvæmt þessari lýsingu átti ensk-ameríska heimsveldið að koma af fótleggjunum sem voru úr járni. Þetta kemur heim og saman við mannkynssöguna. Bretland hafði tilheyrt Rómaveldi en tók að vaxa fiskur um hrygg á síðari hluta 18. aldar. Síðar fóru Bandaríkin að láta verulega til sín taka. En sjöunda heimsveldi biblíuspádómanna var enn ekki komið fram. Af hverju? Af því að Bretland og Bandaríkin voru ekki farin að starfa saman í mikilvægum málum. Það gerðist hins vegar í fyrri heimsstyrjöldinni.
„Börn ríkisins“ störfuðu einna mest í Bandaríkjunum á þeim tíma og aðalstöðvar þeirra voru í Brooklyn í New York. (Matt. 13:36-43) Hinir andasmurðu prédikuðu af kappi í löndum sem voru undir stjórn Breta. Bretland og Bandaríkin tóku höndum saman í fyrri heimsstyrjöldinni gegn pólitískum óvinum sínum. Þjóðernishyggja jókst til muna af völdum stríðsins. Stjórnvöld beggja ríkjanna sýndu niðjum ,konunnar‘ fjandskap með því að banna ritin sem þeir gáfu út og fangelsa þá sem fóru með forystu í boðunarstarfinu. – Opinb. 12:17.
Af spádómum Biblíunnar má því sjá að sjöunda heimsveldið kom ekki fram á síðari hluta 18. aldar þegar Bretland fór að láta að sér kveða. Það kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en dagur Drottins hófst.b
[Neðanmáls]
a Leirinn, sem er blandaður járninu, táknar öfl innan ensk-ameríska heimsveldisins. Leirinn hefur gert þessum ríkjum erfitt um vik að sýna þann styrk sem þau helst vildu.
b Þetta er breyting á þeirri skýringu sem gefin er í bókinni Gefðu gaum að spádómi Daníelsbókar, bls. 57, grein 24, og myndunum á bls. 56 og 139.
[Mynd á bls. 19]
Átta bræður frá aðalstöðvum Varðturnsfélagsins voru hnepptir í fangelsi í júní 1918.